Fálkinn


Fálkinn - 30.10.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 30.10.1959, Blaðsíða 9
FALKINN 9 svip, sem bar vott um aS eigandinn var athugull á það smávægilega. — Nú ætla ég að setja upp ket- ilinn. Fáðu þér sæti á meðan, sagði Elísabet. — Nei, vertu ekki að hafa fyrir því, sagði hann. ■— Við skulum held- ur fara eitthvað út. — Þetta tekur engan tíma á gasvélinni. Og ég á dálitla lögg af líkjör, sem við getum smakkað líka. Það kom ró og værð yfir. Eirík, þarna sem hann sat í mjúka hæg- indastólnum, og mild sumargola lék um gluggatjöldin. Innan skamms kom Elísabet inn með kaffið og líkjörinn. Hún settist í sófann hjá Eiríki, og þau hjöluðu saman með- an þau voru að drekka kaffið. Ei- rík sárlangaði til að taka utan um hana og kyssa hana, en eitthvað aftraði honum þó. Hann sagði: — Ég þarf að spyrja þig að dá- litlum hlut, Elísabet. — Nú? — Þetta í gær ... Ég skil ekki al- mennilega . . . — Þér stendur alveg á sama um mig, Eiríkur. Það er bezt að við hættum þessu meðan tími er til. —- Hvað áttu við með því? — Gætirðu ekki hugsað þér að giftast mér? — Ha, ha. Þetta kemur flatt upp á mig. — Ég er ekki að gera að gamni mínu, Eiríkur. — Jæja, við skulum þá tala sam- an í alvöru, Elísabet. — Tala og tala. Þú hefur ekki enn svarað því, sem ég spurði þig um. — Jæja, þá verð ég að svara því, að ég get ekki svarað því ennþá. — Það er gott að þú ert hreinskil- inn, Eiríkur. Ég virði það við þig. En nú er bezt að þú farir. — Jæja, ég fer. Eiríkur fór. Hann hafði aldrei á æfi sinni verið svona ruglaður og ráðalaus. Hann fór inn í veitinga- krá og bað um glas af öli, en fór aftur áður en hann var hálfnaður með það. Nam staðar fyrir utan skrifstofur Morgunblaðsins og fór að lesa íþróttafréttirnar, en þegar hann uppgötvaði, að hann hafði staðið þarna lengi án þess að lesa orð, hélt hann áfram. Hann fór upp í sporvagn og af honum aftur eftir stutta stund. Svo reikaði hann fram og aftur um göturnar. Hann herti smátt og smátt á sér, og loks var hann farinn að hlaupa. Hann náði í leigubíl, sagði bílstjóranum núm- erið á húsinu, sem Elísabet átt'i heima í. Þegar hann kom á áfangastaðinn, borgaði hann með tíu króna seðli og sagði bílstjóranum að eiga af- ganginn. Hann horfði kvíðandi upp í gluggann á stofu Elísabetar. Gluggatjöldin voru dregin fyrir og hurðin út að svölunum lokuð. Hann hljóp upp stigann og inn ganginn. Hikaði dálítið, er hann var kom- inn að dyrunum. Svo hringdi hann. Enginn svaraði. Svo tók hann í lás- inn. Dyrnar voru ólæstar. —■ Elísabet! kallaði hann lágt, en enginn svaraði. Þá tók hann eftir því. Gaslykt barst að vitunum á honum. Hann flýtti sér inn. Þar lá Elísabet í sóf- anum með augun aftur. Hann hrinti upp hurðinni út að svölun- um. Svo hljóp hann fram í eldhús- ið og lokaði fyrir gasið. Hann hljóp inn aftur og tók í Elísabet og hristi hana. Þá loksins opnaði hún augun. — Ert það þú, Eiríkur? sagði hún lágt. — Já, Elísabet. Geturðu staðið upp? Þú verður að komast út á svalirnar. — Viltu giftast mér, Eiríkur? — Vitanlega. Ég hef verið óham- ingjusamasti maður í heimi, síðan ég fór frá þér. Komdu nú! Elísabet var furðulega fljót að standa upp. Hún strauk bretturnar úr pilsinu sínu og svo leiddust þau út á svalirnar. Þetta var unaðslega hlýtt kvöld. Þau stóðu þétt saman. Hann tók utan um hana og kyssti hana. — Ég er sælasta manneskja í heimi, Eiríkur! hvíslaði hún. — Ég líka! sagði Eiríkur. Nú fóru sælutímar í hönd. Elísa- bet og Eiríkur voru saman daglega, ung og ástfangin. En þegar frá leið, fór Eiríki að verða órótt. Hann var í óvissu, sem kvaldi hann. Loks afréð hann að láta slag standa. Hann varð að tala um þetta við Elísabetu. Þau sátu saman á veitingastað í miðbænum um kvöldið. Hljóm- sveitin lék tangó. Aðeins fá pör voru á gólfinu. Þau höfðu borðað og Eiríkur sat yfir viskíblöndu, en Elísabet drakk kaffi. — Ég verð að tala við þig um dálítinn hlut. — Nú? — Hvað var það, sem hafði kom- ið fyrir . . . þarna uppi . . . fyrir utan skrifstofudyrnar hjá Holme málaflutningsmanni? — Þarftu endilega að fá að vita það, Eiríkur? — Já, það er kannske flónska, en ég get ekki að því gert, að ég er alltaf að brjóta heilann um það? — Jæja þá, sagði Elísabet. And- litið á henni gerbreyttist. Hún starði út í bláinn og höndin skalf þegar hún lyfti bollanum upp að munn- inum. Henni svelgdist á, þegar hún saup á kaffinu, og fór að hósta. Hún flýtti sér að ná í vasaklútinn sinn upp úr töskunni. — Jæja þá, sagði hún, er hún náði andanum aftur, -— þá er eins gott að allt sé búið milli okkar. Þakka þér fyrir allt, Eiríkur. — Hvað er þetta, Elísabet! sagði Eiríkur skelkaður. — Þú mátt ekki taka þessu svona! Nístandi kvíði kom að honum. Hann starði á boll- ann, sem hún hélt á. Á botninum lágu tvær hvítar pillur! Bollinn var kominn að vörunum á henni, þegar hann greip um úlfnliðinn á henni. — Slepptu mér! hvíslaði hún upp- væg. —- Ekki fyrr en þú setur frá þér bollann. Við skulum ekki koma öllu í uppnám hérna. —- Ætlarðu þá að lofa mér því að kvelja mig ekki með heimskuleg- um spurningum? — Já — sjálfsagt, sagði Eiríkur. Hún lét máttlausan handlegginn síga, og Eiríkur helti úr bollanum í blómaskálina, sem stóð bak við þau. Elísabet tók um báðar hendur hans og brosti sæl. — Heyrðu, Eiríkur — geturðu staðizt þennan dillandi tangó? spurði hún. — Nei, sagði Eiríkur. Svo svifu þau alsæl út á gólfið. ÞEGAR Eiríkur leit á Morgun- blaðið daginn eftir rak hann upp stór augu. — Holme málaflutnings- maður segir álit sitt á ráðstefnunni í París, stóð þar. Hann las áfram Það sást af greininni, að Holme hafði verið að heiman í mánuð. Ei- ríkur fór að reikna. Jú, það var hálfur mánuður síðan hann hafði kynnzt Elísabetu. Hugsum okkur! Aðeins hálfur mánuður. Brúðkaupið var haldið skömmu síðar. Þau áttu fáa ættingja, svo að þetta varð fámenn veizla. Bezta vinstúlka Elísabetar hélt skemmti- lega ræðu: Ævintýrið byrjaði með því að prinsessan varð bráðskotin í ungum prins, sem hún sá út um gluggann, sagði hún, og hélt áfram: — Aldrei leit prinsinn upp í glugg- ann hennar. En hún vissi hvað hún vildi. Ég skal ná í hann, sagði hún. Og hún gerði það. En engin nema þau tvö vita, hvernig hún fór að því. Þá hló Eiríkur. —o— Gamlir háskólar Elzta stofnunin, sem hægt er að kalla háskóla, mun vera Al-Azhar- háskólinn í Egyptalandi, sem hefur starfað síðan 989 og kenndi þá stærðfræði, stjörufræði, læknisfræði og landafræði. í Englandi telst há- skólinn í Oxford elztur, stofnaður 1167. Elzta kennsludeildin sem starfar þar, er University College, sem stofnuð var 1249, og Merton Collega frá 1264. Elzta kennslu- deildin í. Cambridge háskóla er Pe- terhouse Collega, stofnuð 1284, en sú stærsta er Trinity College. Hún var stofnuð 1546. Elzti háskólinn í Skotlandi er College of St. Salva- tor, stofnuð 1411, sem nú er runn- in inn í St. Andrews-háskólann í Fifeshire. — En stærsti háskóli ver- aldar er háskóinn í Moskva, byggð- ur á árunum 1949—53, á Lenins- hæðum. Hann er 32 hæðir og 40.000 herbergi og salir eru í húsinu, svo að Vatikanið í Róm er smásmíði hjá þeirri byggingu. ENDURREISN PÓLLANDS. — Pólverjum mlðar sæmilega vcl áfram með endurbyggingu liinna sprengdu borga sinna, þó enn sé mikið af rústum í Varsjá og víðar. í öðrum löndum hafa sementhallir í nútímastíl komið í stað hinna hrundu húsa, en í Póllandi Icitast menn við að byggja í gamla stílnum, þannig að útlit borganna breytist sem allra minnst. — Pólverjar leggja líka mikla áherslu á að rækta sem mcst af blcmum milli búsanna. Á þessari mynd, sem er frá Kattowitz sést hvernig svæðið milli gangstéttarinnar og húsanna er notað til blóma- ræktar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.