Fálkinn


Fálkinn - 30.10.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 30.10.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN MONICA BRDWN: HfieHkatarihh ÁGÆTUR ÁRANGUR. „Til hamingju, Sonja! Þetta var frækilega gert. Þú áttir það líka skilið.“ Hópur ungra læknanema ruddist út úr kennslustofunni í hinu fræga Lundúnasjúkra- húsi og þyrptist utan um granna stúlku í hvít- um kjól. Þeir tóku 1 höndina á henni og gáfu henni olnbogaskot í bakið. Allir vildu komast að og óska henni til hamingju fyrir hina frábæru frammistöðu. Þetta var sannkallað afrek. Sonja Harrison, sú yngsta í sínum flokki, hafði orðið efst í einu erf- iðasta prófinu. Hún hafði ekki aðeins skotið öllum piltunum aftur fyrir sig, nei, í verðlauna- skyni fyrir þennan frábæra árangur hafði henni verið boðin staða sem fyrsti aðstoðarlæknir hjá hinum fræga skurðlækni, sir James Wilcox, yf- irlækni sjúkrahússins. Eftir að hún hafði lokið skólanámi hafði hún gerzt hjúkrunarkona, en eftir tveggja ára starf var hún orðin svo sam- gróin starfinu, að hún hafði afráðið að læra læknisfræði. „En hvað þið eruð allir góðir við mig,“ sagði Sonja feiminislega, og roðnaði upp í hársrætur. „Þú ert gull, Sonja! Þú átt þetta meir en skil- ið, ijafn ástundunarsöm og þú hefur verið.“ Ungi maðurinn sem sagði þetta, var á líku reki og Sonja. Hann var mjög hár vexti og fríð- ur sýnum — of fríður, sögðu sumir. Hann hafði aðlaðandi bros og skær blá augu, sem fáar stúlk- ur gátu staðist. ' „Ef maður ætti að taka mark á því sem þú segir, mætti maður halda að ég væri lúsiðinn bókaormur,“ svaraði Sonja og néri sér um nefið. „Manneskja, sem væri með nefið milli bóka- spjaldanna dag og nótt.“ „Nei, þú ert alls ekki þannig, og þess vegna er prófið þitt enn meira þrekvirki,“ sagði Max Brentford og hló. „Þú ert alls ekki tjóðruð við bækurnar. Þú dansar eins og engill, og ég hef heyrt að þú saumir spjarirnar á króana í fæð- ingardeildinni. En heyrðu — viltu koma með mér á læknastúdentaballið í kvöld?“ Sonja hristi höfuðið. „Ég get því miður ekki farið á dansleikinn,“ sagði hún. „Hann pabbi vonast eftir mér heim á laugardaginn og mundi taka sér mjög nærri ef ég kæmi ekki.“ „En þú hefðir getað sagt honum frá dansleikn- um,“ sagði Max. „Geturðu ekki farið heim um hina helgina í staðinn?“ „Jú, vitanlega. En ef satt skal segja, hef ég ruglast í ríminu meðan á prófinu stóð. Ég hélt að dansleikurinn væri um hina helgina." „Úr því að svo er þá geturðu símað honum föð- ur þínum og sagt að dansleikurinn sé núna, og að þú komir um hina helgina í staðinn.“ „Nei, það get ég ekki,“ sagði Sonja. „Þú veizt að hann pabbi er ekkill, og síðan ég fór til Lond- on til að læra, er einmanalegt hjá honm í Mar- ley. Ég veit að hann hefur hlakkað til að sjá mig í heila viku. Og ég vil ekki valda honum vonbrigðum.“ Max varð dapurlegur á svipinn. „Vertu ekki svona hörð, Sonja. Hann faðir þinn hefur lifað sína glöðu daga. Hann hefur enga heimild til að vera Þrándur í götu lífsgleði þinnar, sérstak- lega núna, þegar þú ert laus við allt prófstritið.“ „Pabbi hefur orðið að strita líka,“ svaraði Sonja. „Námið mitt hefur kostað hann mikið fé. Og hann er ekki ríkur, eins og faðir þinn. Auðvit- að gremst mér sjálfri að geta ekki komist á dans- leikinn. Ég hef fengið mér nýjan kjól fyrir há- tíðina, en ég vil ekki að það bitni á honum pabba, að ég ruglaðist á dögunum.“ Max hnyklaði brúnirnar. Hann var ekki van- ur því, að fá ekki sínu framgengt. Eigi að síður tókst honum að brosa. „Jæja, ég skal ekki nauða á þér frekar,“ sagði hann og sleppti handleggnum á henni. „Ég býst við að geta lifað skemmtilegt kvöld með Irene. Hún er eini lækna-kvenstúdentinn, sem dansar nærri því eins vel og þú gerir.‘ ‘ Sornja átti heima á kvenstúdentagarðinum, en þar voru stúlkur, sem ekki áttu foreldra eða vini í London. Þar var vistlegt og vel um gengið. Sonja hafði átt heima þarna í fjögur ár, og liðið ágætlega. Hún tók stigann í fáum skrefum, hljóp inn í herbergið sitt og fór að taka saman dótið sitt. Hún fór úr hvíta sjúkrahússloppnum og tók af sér bláu svuntuna, og fór í staðinn í brún tvíd- föt og raunbrúna, handprjónaða peysu. Fljótt á litið var ekki hægt að segja að Sonja væri lagleg. Hún var tuttugu og fimm ára, í meðallagi há og ljómandi vel vaxin, ef til vill full veikbyggð, þó hún hefði ágæta heilsu. Hún lét klippa hrokkið hárið stutt, ekki fyrst og fremst af því að það var tízka, heldur til þess að það þvældist ekki fyrir henni þegar hún var að vinna. Maður sá ekki í hverju þokki hennar var fólginn fyrr en maður leit í augun á henni. Augun voru stór og brún, með gullnu leiftri, eins og sólargeislar væru faldir í þeim, og greind- in skein úr þeim. Þessi greind, sem hafði heiður- inn af ágæta prófinu, sem hún hafði náð. Frammi í anddyrinu mætti Sonja ungri, fölri stúlku með gleraugu. Hárið var vafið í hnút í hnakkanum. Þetta var Brenda Rich. Þær höfðu verið vinstúlkur síðan í skóla og byrjuðu hjúkr- unarnámið samtímis. Brenda var trúlofuð læknatrúboða suður á Gullströnd, og undir eins og hún lyki prófi ætl- aði hún að fara til Accra og hjálpa honum í starfinu: að umvenda svertingjunum og lækna þá. „Ó, lofaðu mér að óska þér til hamingju, Sonja,“ sagði hún og brosti innilega. „En hvað það var gaman að þú skyldir ná svona góðu prófi. Ég náði ekki prófinu, eins og þú veizt, og það þýðir, að enn líður hálft ár þangað til ég kemst til Jim.“ „Það var verulega leiðinlegt, Brenda,“ svar- aði Sonja með hluttekningu. „Ég er viss um að þú hefur verið iðnari en nokkurt okkar hinna.“ fíw'ífantli fr tt nt htti tls s tttftt hefst í þessu blaði Fálkans. Hún gerist að mestu leyti í frægu sjúkrahsúi, en sjúklingarnir koma ekki mikið við sögu, lieldur starfsfólkið og ungu stúdentarn- ir, sem eru þar til náms. Sonja lækna- stúdent er söguhetjan, en framarlega er forríkur vandræðagepill og kvennabósi, læknastúdentinn Max. Og svo kvenhat- arinn sjálfur, MacDonald yfirlæknir, sem var grátt leikinn í ástum á unga aldri og síðan vill aldrei kvenmann sjá. Sagan er lipurt sögð, atburðirnir ger- ast hratt og eru stundum átakanlegir. Fylgist vel með þessari sögu, sem er eftir skáldkonuna Monicu Brown, sem er fræg fyrir afar spennandi sögur. „Mér er ekki létt um að læra, eins og þú veizt. En ég gefzt ekki upp, það skaltu reiða þig á. Ég geng aftur undir próf í sumar. Ég vil ná prófi áður en við Jim giftumst. En ef ég held ekki á spöðunum verður þú fyrri til að giftast en ég.“ „Ég?“ Sonja gretti sig. „Svo mikið er víst að enginn hefur beðið mín ennþá.“ „Þú veizt bezt sjálf, að þú getur gifst hvenær sem þú vilt. Allir vita að Max Brentford sér ekki sólina fyrir þér, og faðir hans er forríkur. Hann kaupir ágæta „praxis“ handa honum, und- ir eins og hann hefur tekið próf.“ „Ég get ekki hugsað mér að giftast Max,“ svar- aði Sonja. „Vitanlega er hann allra viðfeldnasti piltur, en hann er líka mesta barn. Ef ég ætti að giftast mundi ég velja mér einhvern, sem væri miklu meiri maður. En annars kæri ég mig ekkert um að giftast. Vinnan er það eina, sem er einhvers virði. Ég vil heldur fórna mér fyrir sjúklingana mína en fyrir mann og börn.“ „Það er hægast að segja svo meðan maður veit ekki hvað ástin er,“ sagði Brenda. „Ég er viss um að áður en ár er liðið hættir þú við læknis- fræðina til að giftast.“ „Hann pabbi mundi aldrei geta fyrirgefið mér ef ég gerði það,“ svaraði Sonja. „Hann hefur þráð þá stund að ég yrði læknir, síðan þú og ég vorum í skólanum." „Auðvitað. Ég var bara að gera að gamni mínu. Heilsaðu Robert frænda frá mér. Faðir þinn kvað vera svo ágætur læknir. Hvers vegna varð hann eiginlega læknir í sveit? Ég er viss um að hann er tífalt betri en þessir uppveðruðu sérgreinalæknar, sem halda fyrirlestrana fyrir okkur.“ „Þakka þér fyrir, ég skal heilsa og segja hon- um frá því,“ sagði Sonja og hljóp niður í miðj- an stiga með töskuna í hendinni. „Ég hef því miður ekki tíma til að tala við þig lengur, ég verð að ná í lestina frá Paddington klukkan 14,30. Bless!“ Hálftíma síðar sat Sonja í lestinni sem brun- aði áfram áleiðis til Marley, þorpsins sem hún var fædd i. Mikið mundi hann faðir hennar verða glaður er hann frétti, að hún hefði fengið hina eftirsóknarverðu aðstoðarlæknisstöðu hjá sir James Wilcox. Ekki fyrst og fremst vegna þess hve frægur hann var, heldur hitt að hún mundi læra svo mikið á að starfa með honum. Robert Harrison var ekkert sólginn í peninga eða frægð, fremur en hún. Hann lifði aðeins fyr- ir eitt: að lækna sjúka og bjarga fólki frá sárs- auka og þrautum. Loks var lestin komin á litla og skuggalega stöðina. Þegar Sonja hoppaði út úr vagninum kom hún auga á háan, gráhærðan og gamlan mann, í snjáðri regnkápu. Hann pírði augunum kringum sig og var auðsjáanlega nærsýnn. „Ó, pabbi! Pabbi!“ Sonja tók fagnandi báðum höndum um hálsinn á föður sínum. „En hvað þú varst vænn að koma og taka á móti mér. Ég þóttist viss um að þú værir í sjúkravitjun.“ „Ég var á heimleið frá sijúklingi, Sonja,“ svar- aði Harrison læknir. „Og þess vegna fannst mér að ég gæti komið við á stöðinni og ekið þér heim. Laukstu prófinu?“ „Já,“ svaraði Sonja og settist inn i bílskrjóð- inn, sem Harrison læknir hafði notað síðustu fimmtán árin. „Ég náði prófinu, en ég vil ekki tala meira um það fyrr en við komum heim. Ég hef dálitlar fréttir að segja þér.“ „Nú-nú, Sonja, hvers konar leyndarmál er það. Ég vona að þú færir mér ekki neinar slæm- ar fréttir." Feðginin sátu í hinni vistlegu en fremur fá- tæklegu borðstofu. Þau voru að enda við mið- degisverðinn. Það var mikið janúarrok úti og hvein í trjánum, og rigningin buldi á rúðunum. En þarna inni brann eldur á arninum og rak myrkrið á flótta og varpaði gulum bjarma á húsgögnin og gólfdúkinn. „Nei-nei, pabbi. Þetta eru góðar fréttir," sagði Sonja. „Guð blessi þig, barnið mitt, ég vissi þetta alltaf,“ sagði Harrison með glampa í gráum aug- unum. „Hefðirðu haft slæmar fréttir með þér heim, mundi ég hafa séð það á þér undir eins og ég sá þig, þó að þú hefðir ekkert sagt. Þú náðir prófinu, var það ekki?“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.