Fálkinn


Fálkinn - 30.10.1959, Blaðsíða 14

Fálkinn - 30.10.1959, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN ÞJÁLFA SAMAN. — Enski hlaupagikkurinn Brian Hewson kcypti sér fyrir skömmu hund. Vit- anlega burfti hundurinn að vera góður hlaupari líka, svo að Hewson valdi sér „greyhound“ — sem kalla mætti langhund á voru máli, en það er áður til í málinu, en í ann- ari merkingu. Og nú þjálfa þeir saman og heppnast daglega Hewon og langhundurinn. * ^krítlur Maður nokkur kom í fangelsið snemma morguns og bað um að fá að tala við fanga, sem hafði verið settur inn fyrir að fremja innbrot hjá honum um nóttina. — Hvað viljið þér honum? spyr fangavörðurinn. — Ég þarf að leita ráða hjá hon- um. Ég ætla að spyrja hann, hvern- ig hann hafi farið að því að kom- ast inn í húsið án þess að vekja konuna mína. * Móðirin er að segja litla drengn- um sinum, að við séum hér á jörð- inni til þess að hjálpa öðrum. — En til hvers eru þá þessir aðr- ir á jörðinni? spyr hann. * Ungur maður er að sækja um nýja stöðu. Skrifstofustjórinn spyr hann um kunnáttu hans og hæfni, en um- sœkjandinn spyr líka. — Borgar firmað tryggingargjald og sjúkrahúsvist fyrir mig? — Iðgjöld fyrir þessar tryggingar eru dregin frá kaupinu mánaðar- lega, svarar skrifstofustjórinn. — Firmað borgaði þetta sjálft, þar sem ég var seinast. — En hérna fáið þér eftirlaun, og líftrygging er keypt handa yður, segir skrifstofustjórinn. — Það fékk ég líka þar sem ég var seinast, segir umsœkjandinn al- varlegur. — Og þér fáið þriggja vikna leyfi með fullu kaupi. — Þar sem ég var seinast fékk ég fjórar vikur, jólagjöf og afmæl- isgjöf og.. — Hvers vegna í ósköpunum hættuð þér þá á þessum góða stað, úr því að þér höfðuð öll þessi hlunn- indi? — Firmað varð gjaldþrota, svar- aði sá ungi rólega. * — Þér megið ekki gleyma því, sagði drýldni hnefakappinn, — að mörg þúsund manns hlusta á þenn- an kappleik með mikilli eftirvœnt- ingu. — Og gleymið því ekki, sagði umboðsmaður hans fokvondur, — að allar þessar þúsundir frétta um úrslitin minnst tíu sekúndum á und- an yður! ATOM-KAFBÁTURINN LEGG- UR ÚR HÖFN. — Nýjasti atómkaf- bátur Bandaríkjanna, „Skipjack“, sem er sá sjötti í röðinni, hefur ný- lega verið í heimsókn í Englandi. Hér sést þessi kafbátur vera að leggja frá hafnarbakkanum í Port- land, en hópurinn sem horfir á eru sérfræðingar frá brezka sjóhernum. ii HnMgáta 'JálkahA LÁRÉTT BKÝRING: 1. Skorið, 5. Af engjum, 10. Óla, 11. Tímabilinu, 13. Upphrópun, 14. Tónskáld, 16. Þóknun, 17. Samhlj., 19. Stafur, 21. Á litinn, 22. Jurt, 23. Hlífðarfat, 26. Fuglinn, 27. Elds- neyti, 28. Drottnari, 30. Ber, 31. Ginnir, 32, Kvennheiti, 33. Samteng- ing, 34. Ending, 36. Skemmd, 38. Iðnaðarmanni, 41. Sníkjudýr, 43. Nýjar, 45. Líknarstofnun, 47. Krani, 48. Skoltar, 49. Kjötstykki, 50. Handverk, 53. Óðagot, 54. Samhlj. 55. Gála, 57. Dæld, 60. Samhlj., 61. Afkoma, 63. Hærast, 65. Veiðarfæri, 66. Fjall. LÓÐRÉTT SKÝRING: 1. Fangamark, 2. Forsetning, 3. Jötunn, 4. Framkoma, 6. Líkams- hluta, 7. Fall, 8. Tala, 9. Ólíkir, 10. Sögupersóna, 12. Fuglinn, 13.Frétta, 15. Rífur, 16. Krumlan, 18. Lítil- megnug, 20. Drepin, 21. Skræða, 23. Hægfara, 24. Tónn, 25. Mallar, 28. Skarð, 29. Störf, 35. Styrkir, 36. Öngull, 37. Farangur, 38. Tónn, 39. Skessa, 40. Tré, 42. Fiskur, 44. Skammst., 46. íláti, 51. Gára, 52. Trés, 55. Togaði, 56. Mynni, 58. Refsa, 59. Svik, 62. Samhlj. 64. Átt. cJ^auin á hroiiflálu í áííaita bla&i LÁRÉTT RÁÐNING : 1. Feikn, 5. Svíri, 10. Farga, 11. Aríur, 13. Sá, 14. Rugg, 16. Flag, 17. Af, 19. Uns, 21. LGL, 22. Lin, 23. Gul, 24. Baka, 26. Ausan, 28. Bósi, 29. Brýna, 31. Fas, 32. Tómas, 33. Ranna, 35. Afana, 37. NÖ, 38. Au, 40. Skapa, 43. Ertin, 47. Kútar, 49. Mær, 51. Amors, 53. Kræf, 54. Blæju, 56. Aron, 57. U-ið, 58. Ýra, 59. Ari, 61. Ala, 62. RL, 63. Ásar, 64. Riða, 66. LR, 67. Lárus, 69.Nista, 71. Hirta, 72. Ennið. lóðr étt ráð n i n g: 1. Fa, 2. Err, 3. ígul, 4. Kagga, 6. Valin, 7. íran, 8. Ríg, 9. IU, 10. Fánar, 12. Rausa, 13. Subba, 15. Glufa, 16. Flasa, 18. Fliss, 20. Skýr, 23. Góma, 25. Ana, 27. SA, 28. Bón, 30. Annar, 32. Tauta, 34. Nöp, 36. Far, 39. Akkur, 40. Stæð, 41. Kaf, 42. Amlra, 43. Erjar, 44. íma, 45. Nóra, 46. Asnar, 48. Úrill, 50. ÆÆ, 52. Rolla, 54. Brast, 55. Urinn, 58. Ýsur, 60. Iðin, 63. Ári, 65. ASI, 68. ÁN, 70. TÐ.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.