Fálkinn


Fálkinn - 30.10.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 30.10.1959, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN ÞAÐ eru nokkur ár síðan. Hann var að slangra á götunni og það var heitt og honum leiddist. Datt í hug að réttast væri að hypja sig upp í skrifstofuna og ljúka við ýmislegt, sem hann átti ógert. Þetta var gamalt hús, lyftulaust, svo ókunnuglegt. Ólífrænt skurn án nokkurs lífræns innihalds. Og það var tómahljóð í ganginum, er hann hafði lokað eftir sér utidyrahurð- inni. Honum virtist grátt steinhúsið svo að hann varð að ganga upp stigana. Neðst var gólfdúkurinn gatslitinn niður í grjót. Frá 2. hæð var dúkurinn á þrepunum minna slitinn. Skrifstofan hans var á 3. hæð, og þegar hann var kominn þangað heyrði hann hljóðið. Æst kvenmannsrödd á hæðinni fyrir ofan bergmálaði um allan ganginn. Eiríkur hrökk við og nam staðar. Konan virtist gengin af göflunum og óhugnunarkennd greip Eirík. Án þess að vita hvort það var af for- vitni eða tilhugsun um að konan þyrfti á hjálp að halda, hélt hann áfram upp stigann. Hann heyrði þá, að barið var ákaft á eina hurðina, og hann heyrði orðaskil, er konan kallaði: „Opnið þið! Opnið þið!“ Svo varð stutt þögn. Og svo heyrðist kvenröddin aftur: „Opnið þið, ann- ars fleygi ég mér út um gluggann!“ Eiríkur var nú kominn svo langt, að hann sá stigapallinn á 4. hæð. Kvenmaður skauzt yfir pallinn og fór að klifra upp í gluggann, sem stóð opinn. Eiríkur hikaði snöggvast, en svo vatt hann sér upp síðustu stiga- þrepin. Konan var komin upp í gluggann, þegar hann greip í jakk- ann hennar og kippti í. Hún hrat- aði aftur á bak og beint í fangið á honum. Hann tók fast utan um ARNE MOGENS: — Ja-á ... — Hvaða rétt hafið þér að sletta yður fram í mín mál? — Ég hugsaði... sagði Eiríkur, en komst svo ekki lengra. Stúlkan horfði fast á hann, og það var svo að sjá, að hún hefði ráðið við sig hvað hún ætti að gera, er hún sagði: — Annars eruð þér allra geðsleg- asti maður. Kannske þér viljið hjálpa mér? — Auðvitað! sagði Eiríkur. Hon- um létti. — Ágætt, sagði hún. — Þá skul- um við komast burt úr þessum öm- urlega stað. Ættum við annars ekki að kynna okkur hvort fyrir öðru? — Sjálfsagt. Eiríkur Linne heiti ég. — Elísabet Búness. Gaman að kynnast yður. — Mín er ánægjan. — Jú. Þér eruð einstaklega geðs- legur. Á leiðinni upp Prinsgötu tók El- ísabet hann undir arminn. — Það var bara þetta, sagði hún, — að mig langaði til að þér kæmuð með mér á sumarsýninguna á Brist- ol í kvöld. Eirikur svaraði engu strax. Hon- um fannst þetta blátt áfram fá- sinna. Hann hefði getað hugsað sér að bjarga ungri stúlku frá sjálfs- morði og gefa henni lífsgleðina aft- ur. En honum fannst það í ósam- ræmi við allt annað, að eina ósk- in, sem hún ætti, væri sú, að kom- ast á sumarsýningu. Hann hafði séð, að það voru dyrnar hjá Holme mála- flutningsmanni, sem hún hafði bar- ið á þarna uppi, og það var alkunna, að hann var talinn kvennabósi. — Hann þóttist viss um, að hann ætti kollgátuna og sagði nú upphátt: — Vildi Holme málaflutnings- maður ekki fara með yður? Ég skil ekki hvers vegna þér eruð að kvelja mig, sagði hún nístandi kuldalega og sleppti handleggnum á honum og gekk beint út á götuna. Stór flutningabíll kom beint á móti — Hvers vegna lætur maðurinn svona. Jæja, við skulum koma. Nú tók hún aftur undir handlegg- inn á Eiríki og þau gengu áfram hlið við hlið. Elísabet reigði sig og brosti á- nægt til kveldsólarinnar, sem varp- aði fallegum blæ á andlitið á henni. — Þetta er yndislegt kvöld, Ei- ríkur. Ég er svo sæl. — Já, sagði Eiríkur. Þegar Eiríkur stóð og beið fyrir utan Bristol um kvöldið, fannst hon- um það, sem fyrir hann hafði bor- ið, hafa verið sem draumur. En allt í einu kom Elísabet, enn raunverulegri en áður, og brosti til aldrei dottið í hug að líta upp á við þegar þú lítur út um gluggann. — Kannske ekki, en við höfum kannske mætzt í stiganum. — Það held ég varla. Ég er vön að ganga hinn stigann. — Hve lengi hefur þú verið hjá Holme? — Eitthvað nálægt einu ári. Þetta var indælt vín. Skál! — Skál! EIRÍKUR fylgdi Elísabetu heim og það var orðið áliðið, er hann komst í bólið. Og þá gat hann ekki sofnað. Hann hafði þá unaðslegu til- finningu að vera gagntekinn af stúlkunni. En þó var það eitt, sem » Þau höfðu borðað og Eiríkur sat yfir viskiblöndu en hún drakk kaffi . . . K V E N N A S L Æ G Ð hana, því að hann þóttist viss um, að hún mundi veita mótspyrnu, en nú var hún róleg. Þetta var mjúk- ur og fallegur líkami; hárið var rauðjarpt og ilmandi. „Gerið þér svo vel að sleppa mér,“ sagði hún furðulega rólega. Þetta var ungleg rödd. Hann losaði á takinu. Og þegar hann sá hve ró- leg hún var, sleppti hann henni al- veg. Hún sneri sér að honum og horfði á hann, forvitin og hissa. Þetta var falleg stúlka. Kornung, varla yfir tvítugt. Drættirnir í and- litinu voru fallegir og reglulegir, varirnar þykkar. Hörundið sólbak- að. Hún var í fallegum fötum, sem fóru henni vel. — Hvað eruð þér að hugsa? spurði hún kuldalega. — Hve . . . afsakið þér . . . ég veit ekki... sagði Eiríkur vandræða- lega. — Ég held, að þér ætluðuð að fleygja yður út um gluggann. — Einmitt það. Og þér ætluðuð að bjarga mér? henni. Hann hemlaði snögglega svo að hátt ískur heyrðist, er hann rann á malbikinu. Eiríkur gat þrifið í hana og dregið hana upp á gang- stéttina á síðustu stundu. — Hvert í heitasta — geturðu ekki haft glyrnurnar opnar! hreytti bílstjórinn út úr sér. Elísabet lét sem hún heyrði ekki hvað hann sagði. Og svo sneri hún sér að Ei- ríki og sagði fastmælt: — Gerið þér svo vel að sleppa mér! Eiríkur svaraði: — Ég sleppi yð- ur ekki fyrr en þér lofið að ganga rólega með mér. Fólk var farið að safnast saman kringum þau. Bílstjórinn hélt á- fram að ausa úr sér skömmunum. — Ég geng ekki með yður nema þér lofið mér því að koma með mér á Bristol í kvöld, sagði Elisabet. — Það er alveg sjálfsagt. Ég vil ekkert fremur gera. Nú var líkast og hún tæki allt í einu eftir bílstjóranum og hún sagði: hans. Það stóð ljómi af henni. Hún brosti út undir eyru, þegar hún kom auga á Eirík. — Þú komst þá! sagði hún fagn- andi. — Ég var hræddari um að þú mundir ekki koma, sagði hann. — Er það satt? Það sópaði að Eiríki og Elísabetu er þau komu saman inn í salinn. Og þetta varð ógleymanlegt kvöld. Þegar leið á kvöldið sagði hann: — Þetta er skrítið, Elísabet, en mér finnst alveg eins og ég hafi þekkt þig lengi. — Ég hef þekkt þig lengi! sagði hún. — Hvernig víkur því við? — Það er ofur einfalt mál. Ég hef séð þig út um gluggann. Þú situr fyrir neðan mig, skáhalt út að garð- inum. — Einmitt? Þú vinnur þá hjá Holme málaflutningsmanni? — Já. Ég held, að þú hafir aldrei séð mig í glugganum. Þér hefur ekki kom heim. Hann hafði alls ekki séð Holme málaflutningsmann á Bristol; og það var ekki annað að sjá en Elísabet hugsaði aðeins um að láta sér líða sem bezt með honum sjálfum, Eiríki. En þarna hlaut eitthvað að liggja bak við. Þeim hafði talazt svo til, að hann kæmi upp til hennar næsta kvöld. Þá varð hann að tala betur við hana. Loksins sofnaði hann. Elísabet átti heima i tiltölulega nýju leiguhúsi í Álsgötu. Klukkan var kringum sex er hann kom þang- að daginn eftir. Útidyrnar voru ó- læstar og hann fór beint inn. Innst í ganginum á annarri hæð fann hann dyrnar hennar. Á skilti, sem var alveg sams konar og á hinum hurðunum, stóð: „Elísabet Búness“. Hann hringdi og Elísabet kom nær samstundis og opnaði fyrir honum. Hún var látlaus en smekklega klædd, í rósóttum sumarkjól. Hún bauð honum brosandi inn í stofuna. Þar var allt með mjög kvenlegum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.