Fálkinn


Fálkinn - 30.10.1959, Blaðsíða 15

Fálkinn - 30.10.1959, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 VINDIJR I SEGLIN. — Þegar von var á Eisenhower forseta í heimsókn til Bretadrottningar á Balmoralhöll í Skotlandi, var fjöldi fclks þar viðstaddur til að sjá drottninguna taka á móti forsetanum. En ekki gat það stillt sig um að brosa, þegar austangustur blés allt í einu á þau konunglegu og lyfti pils- unum á Margrét drottningarsystur, meðan hún stóð í hátíðar- stellingum hjá systur sinni og beið eftir forsetanum. -AL uec^ HISSA Alfredo Buredé, argentínskur saxófónsnillingur, reyndi nýlega að fyrirfara sér með mjög frumlegum hætti. Hann át axlaböndin sín. Trúði hann lækninum fyrir því, að ástæðan til sjálfsmorðstilraunarinn- ar hefði verið sú, að unnustan hans hafði strokið frá honum — og stolið spánnýja bílnum hans. Damörk var fyrsta land í heimi, sem aftók þrælaverzlun í nýlendum sínum. Það var árið 1792. í Rússlandi smíða þeir fleira nýtt en spútnika. Þannig eru þeir farnir að framleiða í stórum stíl íbúðar- vagna, til að festa aftan í bíla. í vögnum þessum er klefi með tveim rúmum, búr og matstofa og svalir. Vagnar þessir eru ætlaðir útlend- um skemmtiferðamönnum og leigan er kringum 50 dollarar fyrir hálf- an mánuð. Það er talinn hár aldur á ketti ef hann verður tvítugur. En kisan „Ma“, eign frú Alice St. George Moore í Drewsteignton í Devon var orðin 32 ára, er hún hrökk upp af, árið 1955. Stærsta hljómsveit, sem vitað er um í heiminum, lét til sín heyra í Boston 17. júní 1872. í henni voru 2000 hljóðfæraleikarar, sem léku undir með 20.000 manna söngflokki. Valsakóngurinn Johann Strauss stjórnaði hljómsveit þessari í frægri tónsmíð eftir sjálfan sig „An den schönen blauen Donau“. —o— Renault-bílasmiðjurnar frönsku framleiða 900 bíla á dag. „General Sherman“ í Sequoia National Park í California, er stærsta tréð í heimi. Ummál þess niður við rót er 101 fet 7 þuml. og þarf 17 menn til þess að geta tekið saman höndum kringum það. — í þvermál er þessi myndarlega fura 32 fet 2 þuml. En hæsta furan í California, „The Founders Tree“, er 364 fet. Þó að Frakkar séu yfirleitt taldir tilhaldssamir, notar engin þjóð í Ev- rópu jafn lítið af sápu og þeir. Senor Villalonga hefur verið þjálfari knattspyrnufélagsins „Re- al“ í Madríd i mörg ár. En nýlega baðst hann undan þessu starfi, því að það reyndi of mikið á taugarn- ar. „Ég óska friðsamlegri starfa, þegar árin færast yfir mig,“ sagði hann. „Og þess vegna ætla ég að ganga í herinn.“ Triilofuiiarhringir ljósir, rauðir. — Steinhringar fyrir dömur og herra. — Hálsmen, armbönd, gull og silfur. — Borðbúnaður, silfur, plett. — Úr fyrir dömur og herra, gull og stál. Tegundir: Marvin, Dames, Tissot, Certina, Eterna. Laugavegi 50. — Reykjavík. Elzta skráða tónsmíðin í veröld- inni er frá því kringum 800 f. Kr„ og fanst á leirflögum austur í Su- meríu. En engum hefur tekizt að ráða táknin á þeirri tónsmíð, svo að ekki er hægt að vita hvernig hún hljórhar. —o-— Bláhvalurinn (Balaenoptera mus- culus) er stærsta skepnan á jörð- inni. Hann getur orðið 108 feta langur og 131 lest á þyngd og getur synt með 14 sjómílna -hraða á klst. Sumir hvalkálfar eru 7 lestir, þeg- ar þeir fæðast, eða álíka þungir og stærstu Afríku-fílar (Laxodonta af- ricana). Níl er lengsta áin í heimi. Ef tal- in er sunnan frá Victoris Nyanza til Miðjarðarhafs er áin 4.160 ensk- ar mílur. Ginið á grænlandshvalnum er 6 Vz metra langt og 4 metra breitt. XauJH a Akákctœmw SKÁK I. Svar: Dg4—d7. SKÁK II. Svar: e2—e4. „Strada del Sole“ ítalir eru að byrja að leggja skemmtiferðaveg eftir endilöngu landinu, frá Milano til Napoli, Ekki kalla þeir veg þennan „autostrade“ heldur „Strada del sole“ eða sólar- brautina, og verður hún fullgerð 1963, og er 738 km. löng. Fyrstu áfangarnir, Milano—Firenze og Na- poli—Capua, alls 325 km, verða full- gerðir næsta ár. Vegarbrautirnar eru tvær, TV2 met' ri á breidd hvor, og á milli þeirra er grasgeiri, þriggja metra breiður. Blátt OMO skilar yður HVÍTASTA ÞVOTTI í HEIMI — CiHHig be%t fyrir wálitaH

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.