Fálkinn


Fálkinn - 30.10.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 30.10.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 ☆ ☆☆ LITLA SAGAN ☆☆☆ Glæpamaðurinn ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Bornhólmsklukkan í dagstofu Nilsens skrifstofustjóra sló ellefu þung högg'. Eldurinn frá arninum varpaði rauðum bjarma um gömlu húsgögnin í stofunni. Úti var þétt, ljósgrá þoka. Svo þykk að götuljósin voru ásýndar eins og ógreinilegir, gulir hnoðrar. ,,Þeir hafa ekki náð í þennan kvennamorðingja ennþá,“ sagði Nil- sen og leit upp úr blaðinu. „Ekki það?“ andvarpaði frú Nil- sen. „Ég hélt, að lögreglan væri komin á sporið í gær. Þetta eru hræðilegir tímar. Alls ekki þorandi að fara einn út á kvöldin. Var það ekki gamall, svartur bíll, sem morð- inginn notaði til að flytja líkin?“ „Jú, það mun hafa verið,“ sagði Nilsen viðutan. Hann var að lesa íþróttasíðuna og hafði gleymt öllum morðum. „Heyrðu, Hermann,“ gall allt í einu í frúnni, „mér finnst hann eitt- hvað ískyggilegur, þessi maður, sem hefur leigt kjallaraíbúðina hérna á móti. Hann kemur aldrei fyrr en seint heim á kvöldin.“ í sömu svifum heyrðist skrölta í gömlum bíl á götunni. „Heyrirðu, Hermann, nú er hann að koma . . Hún fór út að glugg- anum og gægðist milli tjaldanna. Á götunni stóð gamall Ford. Maður í síðum, svörtum frakka, með barða- stóran, slútandi hatt kom út. Hann opnaði skottið. „Hermann!" æpti frú Nilsen og hörfaði frá glugganum. „Hann . . . hann tók kvenmannslík út úr bíln- um!“ „Hvaða bull,“ urraði Nilsen, ergi- legur yfir trufluninni. „Þetta er dagsatt," veinaði frú Nilsen. „Ég sá það sjálf. Þú verður að ná í lögregluna undir eins. — Flýttu þér, Hermann. Ég fæ ekki frið fyrr en þeir hafa tekið morð- ingjann." Nilsen yppti öxlum. Alltaf var það eins þetta kvenfólk! Hann komst ekki hjá að fara niður, ann- ars var enginn friður. Andvarpandi fór hann í jakkann og út. Honum varð óglatt, þegar hann nálgaðist kjallaragluggann. — Hann sá í bak á manni, sem hreyfði sig þarna inni. Maðurinn var í hvítum jakka og var að fást við eitt- hvað, sem lá á stóru borði. Svo sneri hann sér að hillunni við hliðina á sér. Nilsen hélt niðri í sér andanum af hræðslu og fékk kökk í hálsinn. Því að þarna lá kvenmannslík á borðinu. Nilsen tók til fótanna. Hárið var í kreplum niður á enni, fötin slettótt og svitinn bogaði af honurn er hann vatt sér inn á lög- reglustöðina. Malm yfirlögregluþj ónn leit for- viða upp úr krossgátunni. Það hafði verið rólegt í kvöld, og eitthvað varð hann að gera sér til dægra- styttingar. „Morðinginn . . . í kjallaranum . . . flýtið þér yður!“ „Hægan, hægan, segið þér betur frá,“ sagði Malm rólega. Og Nilsen sagði frá og nú fölnaði lögregluþjónninn. Hann hringdi til morðmálastjórans í sakamálalög- reglunni. Skyldi hann vera fundinn, þessi hræðilegi morðingi? Það var nærri því ótrúlegt. Eftir nokkrar sekúnd- ur heyrðist í vælandi bílum fyrir utan. Nilsen fór í einn þeirra, sem vegvísari. Enn sást bjarmi út um kjallara- gluggann. Þokan var orðin þéttari. Lögreglustjórinn skipaði fyrir verk- um. Sendi mann til að gægjast á Undir brúnum í París Við Signubakka, ekki langt frá Pont d’Austerlitz liggur stórt og breitt skip bundið við bakkann. Eiginlega er það Líkast yfirbyggð- urn pramma. Parísarbúin, sem er að flýta sér á nœstu járnbrautar- stöð tekur varla eftir þessu skipi, og skemmtiferðamaðurinn ekki heldur, — honum verður star- sýnna á hvelfin-garnar á Pan- theon og Sacre-Coeur-kirkjunni. En þegar myrkrið leggst yfir heimsborgina er kveiki á öllum lömpum á þessu skipi, svo að það verður eins og kyndill, sem bendir þeim er hvergi hafa höfði sínu að halla. Það eru ekki aðeins elskendur, sem reika um Signu- bakka, — það eru eigi síður börn örvœntingarinnar. Aldrei líður svo vika, að ekki fleygi einhver sér í skolpgráa ána til þess að binda endi á vansœla œfi. Á þessu skipi er hœgt að rúma 200 umrenninga, sem hvergi eiga þak yfir höfuð sér. Liðsmaður frá Hjálprœðishernum tekur á móti þeim, og áður en þeir leggjast fyrir í hreint rúm fá þeir skál af heitri súpu. Þarna eru allir í friði fyrir lögreglunni og geta því sofið vœrt þó að þeir hafi eitthvað misjafnt á samvizkunni. Margir gestanna eru nýkomnir úr fangelsi og það er reynt að hjálpa þeim til að fá einhverja atvinnu og verða þjóðfélaginu og sjálfum sér að gagni. En hinir eiginlegu „Clochards", sem eru húsnœðislausir ár eftir ár, sofa einkum undir hinum mörgu brúm á Signufljóti og í markaðsskálunum á stærsta torgi Parísar. Þetta þykir ekkert til- tökumál, þessir útilegumenn eru einn þáttur nœturlífsins í París. Þeir liggja undir brúnum með gamalt dagblað undir höfðinu eða í stigunum niður að járn- brautastöðvunum, eða á gang- stéttarbrúnunum og vakna ekki fyrr en umferðin og þysinn byrj- ar á morgnana. Frederic Dupont borgarstjóri í París hefur hafið sókn gegn þessu „útílegufólki"; telur borginni hneysu að því að láta þetta við- gangast. Eina nóttina lét hann gluggann, og hann kom aftur og sagði afsakandi: „Villidýrið .. . Á borðinu liggur ll „Sláið hring um húsið!“ skipaði lögreglustjórinn. „Þegar ég blæs í flautuna í fyrsta sinn, kveikið þið á kastljósunum, og þegar ég blæs í annað sinn brjótið þið upp dyrn- ar.“ Fyrsta merkið kom og nú varð bjart. Næsta merki kom og hurð- in var mölvuð í spón. Maðurinn við borðið hrökk við og leit upp. Lög- reglustjórinn kom inn með skamm- byssuna á lofti. gera aðsúg og voru allir sem náð- jjj ust fluttir til Nanterre, 20 km. fyrir utan París, og settir þar i :jj gistingu. En lögreglunni varð x ekki kápan úr því klœðinu. Sam- kvæmt lögum ber nfl. ekki að •:• kalla þann mann umrenning, :j: sem hefur á sér sem svarar 15 krónum í peningum eða meira. •:• Og ef hann telst ekki umrenn- x ingur og er ekki sakaður um x glœpsamlegt athœfi er hann •:; frjáls maður og getur „gist“ hvar x sem hann vill á almannafœri. :j: Þegar farið var að athuga „gestina“ í Nanterre kom það á L daginn að þeir áttu allir 15 krón- X ur eða meira. Peningarnir voru •:• saumaðir innan við fóðrið á v görmunum þeirra. Og útilegu- X mennirnir voru móðgaðir yfir x þessum tiltektum. Þeir vildu alls •:• ekki sofa í rúmi en kusu heldur X að hafa nœturstað undir brún- x um eða í rennunum. Eftir yfir- •:• heyrsluna fóru margir þeirra til j:j Parísar og tóku sér vieira að X segja leigubíl. Þeir eru nefnilega x alls ekki eins snauðir og maður •:• skyldi halda. Talið er að kringum X 9000 ,clochards“ séu í París. Af :j: þeim lifir helmingur á betli, en •:• hinir safna flestir tuskum og '■:'■ málmrusli í öskutunnunum og á x sorphaugunum. „Kapitalistarnir" •:• í þessum hóp hafa meira að segja j:j gamlan barnavagn til þess að X safna dótinu í. ý Eftir að lögregluaðförin mis- :•: tókst reyndi Dupont borgarstjóri ;> að tala við ýmsa hina „heldri“ jj: útilegumenn og fá þá með góðu X til þess að breyta um lifnaðar- jjj háttu. Fundur borgarstjórans og j:j útilegumannanna var sýndur í X sjónvarpinu. En ekki gekk erindi x borgarstjórans greiðlega. Full- j:j trúar útilegumannanna héldu því jjj fram, að borginni vœri engin :j: minkun að þeim, heldur vœru j:j lifnaðarhœttir þeirra aðeins j:j sönnun fyrir því, hve frelsið sé X mikið í Frakklandi! Þeir kváðust j:j alls ekki vilja taka á móti sveita- X styrk og sögðust ekkert kœra sig j:j um hin svokölluðu borgaralegu :j: þœgindi. Þeir sögðust mundu j:j berjast með hnúum og hnefum j:j fyrir hinum gamla rétti sínum til X þess að fá að sofa undir brúnum jjj — og njóta frelsisins. j:j * gitt atf kverju * „Upp með hendurnar!“ skipaði hann. „Hvað á þetta að þýða?“ spurði kjallaramaðurinn gramur. „Þér eruð tekinn fastur — fyrir morð!“ „Eruð þið vitlausir? Ég hef ekki gert ketti mein.“ Lögreglustjórinn gekk að langa borðinu. Hann leit vandræðalega upp og til vígreifra þjóna sinna, sem allir voru með byssurnar á lofti. „Ég bið yður mikillega afsökun- ar,“ sagði lögreglustjórinn. „Mikið var,“ sagði kjallarabúinn stutt. „Ég hef aldrei heyrt, að það væri glæpur að fást við viðgerðir á gínum úr sýningargluggum. Ég var ekki í vafa um að þær væru haglega gerðar, en mig hafði aldrei dreymt um að lögreglan héldi að þær hefði nokkurn tíma verið lif- andi.“ — ★ — Vitið þér ...? að í knattspyrnu-kappleik stíg- ur leikmaðurinn að meðaltali frá 11.000 til 16.000 skref? Þetta hefur verið mælt með skrefateljurum, og svarar talan til þess að leikmaðurinn hlaupi 10 km. vegalengd. Það hefur og komið á daginn, að leikmaður beitir allri orku sinni aðeins stutta stund úr leiktímanum. Mestan hluta leiksins er hann á jöfnu brokki um völlinn, gengur fetið eða stendur kyrr. að í ýmsum fylkjum Banda- ríkjanna er fjöldi af gerúrelt- um lögum, sem þó eru enn í gildi að forminu til? Skringilegt dæmi um þetta er frá bænum Mohawe í Arizona: Sam- kvæmt lögum skal maður, sem stel- ur sápustykki, settur í fangelsi og dúsa þar uns hann hefur þvegið sér úr allri sápunni sem hann stal.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.