Fálkinn


Fálkinn - 30.10.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 30.10.1959, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Það er Edgar Hoover, sem hefur gert FBI það, sem það er. Aðeins 29 ára tók hann við stjórninni, en er nú orð- inn 64, og mundi vera hætí- ur — ef nokkur þætti hæf- ur íil að taka við. í norðvesturhluta höfuðborgar Bandaríkjanna, Washington, D.C., stendur rautt, tvílyft múrsteinshús. Um kl. ellefu á kvöldin má sjá þrekinn og samanrekinn raum koma þar út úr dyrunum með tvo hunda hoppandi kringum sig. Þeir heita 29 ÁRA AÐALFORSTJÓRI. Hoover byrjaði að starfa í dóms- málaráðuneytinu 1917 sem venju- legur skrifstofumaður. Árið eftir hafði hann lokið lagaprófi og varð aðstoðarmaður opinbera saksóknar- ans. Árið 1919 var hann látinn taka að sér mál útlendinga, sem þóttu viðsjálir, og rak þetta starf svo vel, að hann var skipaður aðstoðarfor- stjóri „Bureau of Ivestigation“, sem síðar varð FBI. Og þremur árum síðar var hann orðinn aðalforstjóri. Þá var hann aðeins 29 ára. Það er Edgar Hoover, sem hefur gert FBI það, sem það er í dag, starfshæfasta og bezt skiplagða lög- reglustöð í heimi. Andi hans svífur þar yfir vötnunum og það eru hug- myndir hans, sem hafa gert BFI að vísindalegast skipulagða vopni allra alda gegn glæpamönnum og njósn- urum. Nú er Hoover orðinn 64 ára John Edgar Hoover er sá Bandaríkja- maður, sem flestir samvizkumórauðir menn hafa mestan beig af. BÓFAHRELLIRININI HOOVER Butch og G-boy. En maðurinn heit- ir John Edgar Hoover og er yfir- stjórnandi FBI. Þeir labba um göturnar allir þrír, hálftíma og stundum heilan, og húsbóndinn virðist hugsandi. Hann er að íhuga það, sem við hefur bor- ið í dag, flokka viðfangsefnin og gera áætlun fyrir morgundaginn. Þegar hann kemur heim, sezt hann við talritarann og þylur stundum í tvo klukkutíma. Morguninn eftir kl. 9.30, kemur hann í skrifstofuna með talvélarrúllurnar. Tveir ritar- ar hafa nóg að gera til hádegis við að skrifa það, sem á þær hefur verið talað. Hoover er manna fljót- astur að lesa upp úr sér. Réttar- hraðritari, sem einhvern tíma átti að skrifa framburð hans í máli, gafst upp við að fylgja honum og sagði: — Ég get hraðritað 200 orð á mínútu, en þessi þarna talar í minnsta lagi 400 . . . og talar stundum um að draga sig í hlé, en ekki hefur þó orðið af því enn — af þeirri einföldu ástæðu, að ekki hefur fundizt neinn hæfur maður til að taka við af honum. Hoover er sjaldgæfur Washing- tonbúi, að því leyti að hann er fæddur þar í borginni. Þar eru flestir aðfluttir. Það skeði 1. jan. 1895. Faðir hans, sem dó 1921, var forstöðumaður landsuppdrátta- prentsins í Washington. Móðirin — biblíufróð, iðin og glaðvær — var til dauða síns 1938 miðdepillinn í heimilislífi Hoovers. Hann hefur aldrei kvænzt — „Hoover nær allt- af í manninn, sem hann er að elt- ast við, en aldrei í stúlkuna“, skrif- aði einhver blaðamaður fyrir nokkr- um árum. Hann hefur helgað FBI starf sitt eingöngu, og enginn kona glepur fyrir honum þar. í seytján ár var Hoover aðalstoð móður sinnar. Bróðir hans, sem nú Hoover lítur sjálfur eftir þjálfun nýlið- anna sinna. Hér lœt- ur hann einn þeirra æfa sig á að rétta upp hendurnar, til merkis um að hann gefist upp. er dáinn, kvætist ungur. Systir hans, sem er ekkja, giftist þegar Hoover var kornungur. Á fyrstu árum sín- um í FBI hafði Hoover oft gesti á heimili sínu í Seward Square, og þá var móðir hans jafnan hrókur alls fagnaðar. Og hún sparaði ekki kaff- ið við hann jólakvöldið, sem hann var aðra hverja mínútu í símanum til Chicago, þegar menn hans voru að umkringja Dillinger. VILDI VERÐA PRESTUR. Edgar var mesta fyrirmyndar- barn, sagði móðir hans. Hann söng í lúthersku kirkjunni á sunnudög- umhverfi Bandaríkjanna. En hann kom aldrei. „Hoover er var um sig, ef hann gengur ekki á asfalti og steinsteypu,“ sagði hann. Fyrir nokkrum árum kom hann oft í einn kunnasta náttklúbbinn í New York — „Þar frétti maður meira, sem að gagni kom í starf- inu en maður frétti heilan dag í skrifstofunni“, sagði Hoover. Bæj- arfréttasnatinn Walter Winchelll varð einn af beztu vinum hans, og einhvern tíma gat hann komið þvi þannig fyrir, að Hoover rakst á einn af verstu bófum Bandaríkjanna á götu og handsamaði hann. Nú sést Hoover sjaldan í náttklúbbum, en þegar hann kemur til New York má sjá hann á kunnum stöðum, svo sem í Stork Club, Lindy eða Toots ☆ rœlur ^Uhuat yátur um, og langaði til að verða prestur. Hann gekk í menntaskólann, og það var í Baseball-kappleik þar, sem hann nefbraut sig, og sjást þess merki æ síðan. Undir eins og hann hafði lokið stúdentsprófi fór hann að vinna fyrir sig, sumpart til að hjálpa móður sinni og sumpart til þess að geta lokið laganámi. Hann fékk atvinnu við þingbókasafnið og las á kvöldin. Á þeim árum kynnt- ist hann þrem—fjórum mönnum, sem segja má að hafi verið trún- aðarvinir hans. Einn þeirra var Brank Bauman, sem varð hægri hönd hans í FBI 1919 og var þar til 1948. Nú heitir sá Clyde Tolson sem er „skuggi“ hans, — þeir borða líka saman stöku sinnum á Harvey Restaurant, en þar er borð jafnan tekið frá handa Hoover — hvort sem hann kemur eða ekki. Hoover er fæddur í borg og kann bezt við 'sig þar sem hús eru allt í kringum hann“. Góður vinur hans var einhvern tíma í sex ár að reyna að fá hann til að dveljast á sveita- setri, sem hann á í einu fegursta Shore. Þótt Hoover sé piparsveinn, er ekki þar með sagt, að hann forð- ist kvenfólk — þvert á móti. Um eitt skeið sást hann oft á veitinga- stöðum með Shirley Temple (eftir að hún var hætt barnaleik) og með Dorothy Lamour. En þó var ekkert alvarlegt milli þeirra. Hinsvegar hafði Hoover um eitt skeið verið mikið hrifinn af Lelu Rogers, móð- 4 ur Ginger Rogérs, svo að það hlýtur að vera langt síðan. HANN LES ALDREI LÖGREGLUSÖGUR. Hoover hefur nálægt 15.000 dala árslaun, en byrjaði með 5.000. Þetta kaup gildir, samkvæmt ákvörðun þingsins „aðeins meðan núverandi maður situr í forstjóraembættinu". En hann hefur drjúgar aukatekjur af greinum, sem hann skrifar í blöð

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.