Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1959, Blaðsíða 2

Fálkinn - 13.11.1959, Blaðsíða 2
FALKINN ;«&!áa$&:-í Lojtleiða- flugvél yfir i Sundunum. Flugmenn Loftleiða í þjálfun EINS og kunnugt er, hafa Loft- leiðir h.f. nú fest kaup á tveim flug- vélum af Cloudmaster gerð, og verð- ur fyrri flugvélin formlega afhent félaginu í Miami á Florida 9. des- ember næstk. Um það var samið, að seljandi vélanna, bandaríska flugfélagið Pan American, annaðist þjólfun 10 flug- áhafna Loftleiða, sem ráðgert er að fljúgi vélum þessum, en áætlað er, að félagið láti þær hefja ferðir á hinum föstu flugleiðum í næstk. aprílmánuði. Áhafnir Loftleiða munu verða. þjálfaðar í bækistöðvum Pan Ame- rican í Miami á Florida. Gert er ráð fyrir, að æfingatími flugmannanna verði 4 vikur, en flugvélastjóra 6. Fyrsti hópur flugliða Loftleiða fór héðan áleiðis til Florida, mið- vikudagskvöldið 4. þ. m. Voru það flugvélstjórarnir Baldur Bjarnason, sem var farar'stjóri, Alfreð Olsen, Gerhard Olsen, Gísli Sigurjónsson og Hörður Eiríksson. 23. þ. m. fara svo héðan fjórir flugstjórar og fjórir aðstoðarflug- menn, og verður Kristinn Olsen flugdeildarstjóri, fyrirliði þess hóps. Eftir áramótin munu 9 flugliðar fara til Miami undir forystu Einars Árnasonar, flugstjóra, en þriðji og síðasti hópurinn fer um miðjan febrúarmánuð. Eru það 8 flugliðar, og verður Jóhannes Markússon, yfir- flugstjóri foringi þeirra. Gert er ráð fyrir að um 80 far- þegar fái þægileg sæti í farþegasöl- um hinna nýju flugvéla Loftleiða, en þær geta, sem kunnugt er, flog- ið mjög hátt í lofti, þar sem veður eru oftast góð. Flughraði þeirra er miklu meiri en Skymaster-flugvél- anna eða tæpl. 500 km. miðað við klukkustund, og verður flugtíminn milli Reykjavíkur og Kaupmanna- hafnar því ekki nema 4y2 klst., og 9 stundir milli New York og Reykja- víkur. Flugþol þeirra er mjög mikið. Má í því sambandi geta þess, að þær gægtu flogið í einni lotu frá Reykja- vík og suður fyrir miðbaug. Að undanförnu hefur verið mjög annríkt hjá Loftleiðum og hafa flug- vélarnar oftast verið þéttsetnar. Bendir nú allt til þess, að árið 1959 verði hið happadrýgsta í sögu fé- lagsins, og standa vanir til þess, að kaupin á nýju flugvélunum muni verða Loftleiðum mikill styrkur í aukinni sókn inn á hina miklu og sívaxandi markaði farþegastraum- anna milli Evrópu og Ameríku. Kristján barnafrœðari hafði verið að segja drengnum sínum frá leynd- ardómum lífsins, og byrjaði með því, að Adam missti rif úr síðunni. — Og þannig fæddist Eva. Þetta var í rauninni fyrsta hjónabandið í ver- öldinni, segir frœðarinn. Um kvöldið heyrir hann hræðileg 6p innan úr barnaherberginu og fer þangað. Drengurinn er náfölur. Og svo hljóðar hann: — Mér er svo illt í bringunni, pabbi. Heldurðu að ég eignist konu bráðum? 3Margt er wnaartegt í M-ílii náttúrunnar Við erfiðar læknisaðgerðir á hjartanu er hœgt að stöðva það í alltaf 14 mínútur, með nýrri aðferð, sem fundizt hefur til að kœla heil- ann. Ef þessi kæling væri ekki gerð mundi heilinn hœtta að starfa eftir fjórar minútur vegna súrefnisleysis. Ameríski flugherinn hefur kom- izt að raun um, að ef ma'ður starfi í 30 tíma án þess að fá svefn, fái hann skynvillur. Of stórir skammtar af A-fjörefni geta haft eitrun í för með sér. Fiskar þola miklu betur áhrif geislaverkunar en mennirnir. Ameríkumenn hafa í huga að senda afarsterkan kíki upp í háloft- in, með því að festa hann neðan í mannlausan loftelg. Kíkirinn á að taka myndir af hreyfingunum á yf- irborði sólarinnar. Vísindamönnum ameríska land- búnaðarráðuneytisins hefur tékizt a'ð Ijósmynda vírusinn, sem veldur gin- og klaufaveiki. Þetta er sá minnsti af öllum þeim vírusum, sem valda húsdýrasjúkdómum, eða að- eins 1/1000000 — einn milljónasti — úr þumlungi í þvermál. Að ef hraðvirkasta hraðljósmynd- unarvél heimsins gœti haldið áfram að taka myndir í eina sekúndu, mundi það taka 14 tíma að sýna all- ar myndirnar á kvikmynd með venjulegum hraða. Besta hlífÖin fyviv heniltivnuv: það er gott að bera NIVEA-smyrsl á hendumar að loknum þvotti eða uppþvotti, en þó er enn betra að nota þau dður en verkið er hafið. það er þyðingarmest að veita höndunum vemd gegn sópu og þvottaefni. Með því móti verða þær {afnan fallegar. þá mó með sanni segja: Gott er að nota NIVEAI

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.