Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 13.11.1959, Blaðsíða 6
FALKINN „Ég hef enga rödd." Bing þolir ekki deilur og illyndi. Hann er afar viðkvæmur. Auk þess hefur hann leikið golf, og það orðið til þess að hann umgengst mest ákveðna manntegund, ekki aðeins í Ameríku heldur líka í Evrópu. Hann hefur þreytt golf við AIi Khan suður við Miðjarðarhaf og í Englandi hefur hann umgengist heimafólkið í Buckingham Palace. Hann kann ekki við sig þar sem fólk tíðkar óvandað orðbragð og ruddaskap. Þá verður hann ger- samlega varnarlaus. Harm hefur látið í ljós svo ekkt verður um villst, að hann hafi misst trúna á sjálfan sig. Einhverntíma sagði hann í viðtali: — Talaðu ekki við mig um að ég sé duglegur, eða að fólk geri sér háar hugmynd- ir um mig. Ég er viss um að hver sá sem sér kvikmyndirnar mínar eða heyrir mig á grammófónplötu, er sannfærður um að hann geti leikið og sungið engu miður en ég, sérstaklega ef hann syngur í bað- kerinu. Og þetta er ofur eðlilegt, ég hef engar sérstakar tiktúrur, sem lærðir söngvarar temja sér, og þeg- ar á allt er litið hef ég nærri þvi enga rödd. Samt varð ýmislegt til að gefa honum trúna á sjálfan sig aftur. Meðal annars það að hann kynntist Buddy Bregman, en hann stjórnar úrvals hljómsveit. Buddy kom til hans með uppkast að samningi við annað en grammófónfirma. Fyrst vildi Bing ekki skrifa undir, en Buddy gat sannfært hann um að hann væri sannur listamaður, en ekki venjuleg „stjarna". Hann hefði of lengi lagt sig í líma til þess að £ þóknast smekk almennings, en ætti nú að fara að gefa sig að æðri list. Bing var sjálfur ættaður úr Missis- sippidalnum, en þar er paradís jazzins, að áliti Ameríkumanna. — Bregman sagði honum að hann ætti að breyta til og taka sér stíl Louis Armstrong og Bix Beiderbecke til fyrirmyndar. — Þegar samtalinu lauk var Bing orðinn sannfærður og byrjaði nú að syngja á ný. Og svo gerðist annað sem hristi hann og vakti hann af sinnuleysinu, sem hann hafði verið í síðan hann missti konuna. Hann afréð að gift- ast aftur. Hjónaband hans og Dixie Lee hafði verið með afbrigðum farsælt. Hann giftist henni árið 1920, og er einn af þeim fáu í Hollywood, sem aldrei var bendlaður við framhjá- tökur eða „hliðarhopp'" í hjúskapn- um. Hann var stoltur af Dixie og fannst hún vera goðborin mann- eskja, og jafnan var hún með hon- um við hátíðleg tækifæri. Hún lá veik þegar Bing veitti Oscar-verð- launum sínum viðtöku, og hann gaf sér varla tíma til að taka við heiðursgripnum en flýtti sér heim til Dixie. Framsækin stúlka. En lífið gengur sinn gang og Bing er sæll í nýja hjónabandinu með Kathy, sem er þrjátíu árum yngri en hann. Kathy heitir réttu nafni Olive Kathryn Grandstaff. Hún er yndis- leg kona, 25 ára, bráðgáfuð og sér- lega atorkusöm. Ættingi hennar einn segir, að í Robston í Texas hafi hún verið næst besti nemandinn í skólanum og langiðnust allra. Hún sá um út- gáfu skólablaðsins, var tennismeist- ari sveitarinnar, vann allar fegurð- arsamkeppnir og dansaði á skemmti- sýningum skólans. — Hún hefur alltaf haft sjálfstraust, segir ann- ar. — Hún hræddist aldrei neitt. Hún var eiginlega eins og strákur í hugsunarhætti. Þó að frú Crosby síðari hafi leik- ið í 19 kvikmyndum á hún fáa vini meðal kvikmyndaleikaranna. — Hún er svo gáfuð, að þeir eru hræddir við hana, segir reyndur leikari í Hollywood. Þegar maðurinn hennar er að tala um að leggja árar í bát, leggur hún allt kapp á að afla sér meiri kunnáttu og menntunar. Hún hafði lokið prófi í listsögu og bókmennta- sögu í háskólanum í Texas, en hélt áfram námi þrjú ár eftir það, þang- að til hún giftist Crosby. Þá fór hún á húsmæðraskóla. — Ég var farin að fá samvisku- bit, segir hún, — því að allar vin- í Kathy og Ding koma á kvikmyndar-frumsýningu i Hollywood. oroínn (AsreiLitf* Itvur í stúlkur mínar giftust og fóru að eiga börn. Mig fór að langa að verða húsmóðir, Nú hefur hún eignast barn sjálf, en áður lærði hún hjúkrun í spítala í Los Angeles og stundaði jafnframt nám í læknisfræði, efnafræði og sál- arfræði í háskólanum þar. Kathryn Crosby vill læra allt SIÐARI GIiEIN rækilega. Hún byrjaði hjúkrunar- nám sitt með því að gera hreint í skurðstofunni. — Þeir voru að skera mann við krabbameini og ég horfði á. Ég fór út, kastaði upp morgunmatnum og fór svo inn aftur og hélt áfram að þvo. Jafnvíg Bing. Hvers vegna leggur hún allt þetta á sig í stað þess að eiga náðuga daga í 14 herbergja íbúð Bings í Beverley Hills, eða sumarhúsinu í Palm Desert, á búgarðinum í Nev- ada eða veiðistað Bings við Hayden Laæe í Idahó? — Það er miklu betra að vinna en að sitja og hlusta á kerlingar hafa að segja, segir hún. — Með þessu móti læri ég að þekkja hlut- ina sjálf. Þannig talar kona Bings, film- dísin og augasteinn mannsins síns — en hann giftist í fyrra skiftið þremur árum áður en hún fæddist. Heldur hún áfram að leika í kvikmyndum? Hún segist láta Bing ráða því, en hann segist ekki amast við því að hún haldi áfram að leika. Leikur hún golf við Bing? Hún segist ekki vilja gera það fyrr en hún geti haft nokkurnveginn við honum. Hún leggur mikla stund á þessa íþrótt og stundar hana með vísindalegri nákvæmi eins og allt annað. — Syngur hún með Bing? — Þegar hann syngur ætla ég að vera heima og sjóða títberjamauk, segir hún. — Ég vil ekki troða mér inn á hans verksvið. Það væri gam- an að vinna með honum; en ég vil heldur ryðja mínar brautir sjálf. Olive Kathryn Grandstaff Crosby hefur rutt braut sína sjálf síðan hún kom til Hollywodd 1953. Þá var hún óþekktur og hugdjarfur unglingur, sem kom í filmborgina beina leið frá Texas, en þar er

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.