Fálkinn


Fálkinn - 27.11.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 27.11.1959, Blaðsíða 4
FALKINN Stúlkurnar þrjár í Thule * Enginn getur sagt hve margir búa í Thule-byggð, aðeins 1500 km. frá norðurpólnum. Þar er leynáarmál, alveg eins og íbúafjöldinn á Kefla- víkurflugvelli, og talan er mjög breytileg, því að þarna koma menn og fara, samkvæmt einni bréflínu frá hermálastjórninni í Pentagon í Washington. En giskað hefur verið á, að þarna muni á undanförnum árum verið 5—9 þúsund manns, og er Thule því stærsti bær Grænlands. I höfuðstaðnum, Godtháb, búa að- eins rúmlega 2000 manns. Flestir Thulebúa vinna í ameríska flughernum — en nokkrir fyrir landherinn, einkum verkfræðingar, vélfræðingar og ýmis konar sérfræð- ingar. Þeir verða allir að skilja konu og krakka eftir heima, þegar þeir fara til Thule, því að Thule er ekk- ert fjölskylduheimili. Hins vegar fóru Bandaríkjamenn með fjölskyld- ur sínar til Narsassuak, sem er Nýlendan, sem Peter Freuchen og Knud Rasmussen stofnuðu nyrzt á vesturströnd Grænlands, hefur orð- ið fyrir óvæntum breytingum, fyrst og fremst af hernaðarástæðum. — Engum datt í hug, að þarna mundi verða stærsta byggð Grænlands. En undanfarin ár hafa verið þar allt að 9000 kaílmenn — en aðeins þrjár konur. — En hvernig gengur 3 kon- um að lifa innan um mörg þúsund karlmenn? JVora Petruzzi kapteinn í útifötunum sínum. í baksýn er Thulefjall, sem dr. Knud Rasmussen nefnir oft í ferðabókum sínum. miklu sunnar, og þar yar skóli handa krökkunum. Einu kvenverurnar í Thule voru til skemmsta þrjár amerískar hjúkr- unarkonur, auk danskrar konu, sem var „Liasonofficer" og var svo hepp- in, að hún átti mann og börn á staðnum. Þannig voru 2—3 þúsund Ameríkumenn um hverja stúlku. — Þetta er einstakt fyrirbæri í heim- inum, og maður skyldi halda, að það væri vandamál. Sérstaklega af því, að þessar þrjár eru ungar, lag- legar og einstaklega geðslegar! . .. En samt — eða kannske einmitt þess vegna —¦ sjást þær sjaldan á almannafæri, og við bækistöð þeirra er letrað við dyrnar: „Karlmönnum ekki leyfður aðgangur!" Þess vegna eru þær nærri því eins og í klaustri. Hverjar eru þá þessar þrjár, sem hafa sætt sig við að fara í þessa útlegð, þar sem langur vetur er samfelld nótt og sumardagarnir að- eins fáir, þó að þeir geri nótt að degi? Og þar sem frostið kemst nið- ur í 45 stig? Sá, sem þetta ritar, læt- ur sem hann sjái ekki neitt bann við dyrnar, en gengur óhikað um þrenn- ar stáldyr í „hjúkrunarkvennaheim- ilið". Þarna eru mjög vistleg herbergi — nærri því íburðarmikil. Myndir, sem lýsa góðum smekk, eru á öllum veggjum. Eldhúsið afar nýtízkulegt — allt gert með rafmagni, og heitt og kalt vatn í krönunum — og vit- anlega bað, eins og alls staðar í flugstöðinni. Móttökustofur sjúk- linga eru fjórar, ekki stórar en eink- ar vistlegar, svipaðar dagstofum á heimili. Blaðamanninum er vel tekið og hann fær beztu veitingar. Yfirhjúkr- unarkonan, sem er kapteinn og heit- ir Nora Petruzzi, er ljóshærð og einkar fjörleg stúlka; eins og nafnið bendir á er hún af ítölskum ættum. Þessi New York-stúlka hefur tíu ára reynslu að baki sér. Og helm- inginn af þessum tíu hjúkrunarár- um hefur hún unnið í Bandaríkja- hernum. Það erfiðasta, sem hún hefur fengizt við, var að taka á móti særðum mönnum í Kóreustríðinu, og varð hún oft að fylgja þeim heim. Þá fékk hún áhuga fyrir öðrum þjóðum og bauð sig fram til að ger- ast hjúkrunarkona erlendis. í um- sókninni voru eyður til að fylla út: „hvaða land helzt?" Hún nefndi efst Þýzkaland, og var að hugsa um Heidelberg eða Múnchen. En í stað- inn var hún send til Thule í Græn- landi. Það var dálítið annað. En hún sætti sig við það. Marie Beuregard er stúlka, sem hefur mjög gaman af hljómlist. Hún er lautinant og forfeður hennar eru .frá Frakklandi. Það getur maður h'ka séð strax á útlitinu — og hár- greiðslunni — hún er nefnilega mjög vandlát með hárið á sér, en ungfrú Petruzzi klippir hana þegar með þarf. Hjúkrunarstarfið er Marie frekar köllun en atvinna. Hún missti for- eldrana í bernsku og átti bágt, en síðan hún komst á legg hefur hún eingöngu helgað sig því starfi að létta þjáningar annara. Hún telur það skyldu sína og köllun. Þriðja stúlkan er Lillian Herczeg. Foreldrar hennar fluttust til Banda- ríkjanna frá Ungverjalandi. — í heimahúsum hennar var tóluð ung- verska og Lillian talar hana eigi síð- ur en ensku. Hún kaus að gerast hjúkrunarkona af því að faðir henn- ar, sem var handverksmaður, hafði ekki efni á að kosta hana á kennara- Lillian Herczeg lautinant í hjúkrun- arfötum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.