Fálkinn


Fálkinn - 27.11.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 27.11.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 *** LITLA SADAN *#* Ljulinœtc viœtan Veðrið var indælt, en samt lá illa á Ástu þegar bíllinn nam staðar við fugvöllinn. Hún leit kvíðin á Bent. — Þú verður ekki lengi? — Aðeins klukkutíma. Viltu ó- mögulega koma með mér, Ásta? — Góði, þú veizt, að mér er það ómögulegt. — Það var ekki fallegt af henni mömmu þinni að láta þig lof a þessu, að koma aldrei upp í flugvél, sagði hann brúnaþungur. — Ég er sammála þér um það, — en hún lætur undan síðar. — Það vona ég! Bent tók í hönd hennar og vatt sér út úr bílnum. Hann leit brosandi við og sagði: — Bráðum kemurðu upp með mér, elskan. Ég vil ekki eiga jarðbundna eiginkonu. Ásta roðnaði. Eiginkonu! Jú, þau ætluðu að giftast eftir nokkrar vik- ur. Hjartað í henni barðist hraðar við tilhugsunina. —• Á ég ekki að aka þér til Hauby, svo að þú losnir við að fljúga? — Þú ert vonandi ekki hrædd um mig, sagði Bent forviða. — Ekki beinlínis hrædd, en .. . Bent leit kringum sig, beygði sig inn í bílinn og kyssti hana. — Annars má fólk sjá þetta ef það vill, sagði hann hlæjandi. Ásta sá hann hoppa yfir grindina. Flugvél var að létta, undursamlegt skordýr, blátt og silfrað — með ung- an mann og stúlku í rauðum jakka sem farþega. Stúlkan hló. Það var orðið svo algengt að kvenfólk flygi. — Fjórar einkaflugvélar stóðu ferð- búnar. Bráðum mundi flugvél Bents koma út úr skýlinu. En það dróst lengi. Bent kom út úr skýlinu og fór til Ástu. — Það er eitthvað að benzínleiðsl- unni, sagði hann. — Pétur er að laga hana, en ég verð að vera í Hauby eftir kortér til að hitta Darre ofursta, og Karl hefur lofað að fljúga mér þangað. En hvað gengur að þér, væna mín? — Ég veit það ekki, sagði hún og neri hendurnar. Hún fann, að hún hafði hagað sér kjánalega. — Má ég ekki aka þér þangað? — Góða mín, þú kemst ekki þang- að á kortéri. Ásta hafði beygt sig að honum. Hún hafði tekið eftir, að lítil gull- nál á frakkahorni Bents hafði losn- að. — Bent, nálin þín er laus. Þú ert að missa hana. — Já, sagði hann og þuklaði á nálinni. ¦— Ég verð að flýta mér, elskan mín — vélin bíður. Ásta kallaði á eftir honum: — Gættu að nálinni, Bent! Hún vissi ekki hvort hann hafði heyrt til hennar. Þessi næla var skeifa með tveimur fjögrálaufa- smárum. Hún hafði gefið honum hana daginn, sem hún ],ofaðist hon- um og fest hana sjálf í jakkahorn- ið hans. Hún heyrði flugvélina bruna af stað og sá hana létta. ¦— Ég er flón, sagði hún í hálfum hljóðum. — Það er ástæðulaust að vera hrædd, og ég vil ekki láta Bent skammast sín fyrir mig. Hún opnaði útvarpið til að stytta sér biðina. — Nú heyrum við hið fræga skáld lesa kvæðið eftir sig . . . En hún var ekki upplögð til að hlusta á kvæði núna, og skrúfaði fyrir. Blá-silfraða flugvélin kom aftur. Ungi maðurinn steig út og lyfti stúlkunni í rauða jakkanum úr vél- inni. Ásta sá, að stúlkan beygði sig til þess að taka eitthvað upp. Hún hélt á því í hendinni og þau gengu saman í áttina til bíls Ástu. — Sjáið þér hvað ég fann, sagði unga stúlkan, er þau komu að bíln- um, — fallega gullnælu! Þér munuð ekki vita, hver hefur týnt henni? — Þetta mun vera nælan mín, sagði Ásta. — Það var svei mér heppni, að ég fann hana, sagði stúlkan og rétti fram næluna. — Gerið þér svo vel! Ásta festi næluna í kápuhornið sitt og leit á klukkuna. Ekki liðn- ar nema tuttugu mínútur enn. Hún opnaði aftur útvarpið, en skrúfaði fyrir aftur. Hvað gekk að henni. Hún gat ekki fest hugann við neitt. Eftir tæpan klukkutíma sá hún vélina koma aftur. Hún hagaði sér einkennilega á fluginu. Allt í einu hætti hreyfillinn að ganga, kveikti aftur og snerist. Ásta var viss um að þetta væri vél Bents. Og svo kom það! Vélin steyptist til jarðar og nefið stakst ofan í tfr tiíiri íeriU Refsing Boycotts - fékk nafniö hans ORÐIN „boycott" og að „boy- cotta" hafa á síðustu 60—70 ár- um. verið tekin upp í tungur flestra þjóða og hafa mjög á- kveðna merkingu. Þegar Charles Cunningham Boycott fæddist í þennan heim árið 1832 óraði for- eldra hans ekki fyrir því, að œtt- arnafn þeirra yfði jafn alþjóðlegt — og alrœmt — og nú er orðið. í dag táknar þetta orð skœtt vopn til að vinna sigra án venju- legra vopna og án þess að beita raunverulegu ofbeldi. í sjálfstœð- isbaráttu Indverja var þessu vopni mikið beittj eða „óvirkri andstöðu", sem Indverjar köll- uðu. Og í viðskiptaheiminum er „Boycott" ráð, sem oft er beitt. Almenningur tekur sig saman um að kaupa ekki ákveðna vöru, og stundum fyrirskipar ríkis- stjórn aðflutningsbann á sér- stakri vöru frá tilteknu landi, ýmist til að hlynna að innlendri framleiðslu eða þá til þess að ná sér niðri á þjóðinni, sem í hlut á. íslendingar fengu að kenna á þessu hér á árunum, þegar Bret- ar neituðu togurunum að selja íslenzkan fisk í enskum höfnum. Þá átti að kúga íslendinga til að breyta 4 mílna landhelginni í 3 mílur. EN hvernig víkur því við, að þessi verknaður fékk nafn C. C. Boycotts? Hann hafði gengið í herinn og var orðinn kapteinn, en er herþjónustu lauk réðst hann í þjónustu hins auðuga írska jarls af Erne, sem átti fjölda jarða í írlandi. Jarlinn setti Boy- cott til þess að innheimta jarð- arafgjöldin — landskuldirnar — fyrir sig, en það var illt verk, því að flestir leiguliðamir voru ekki bjargálnamenn. Þjóðfélagsskip- unin var þannig í írlandi alla öldina sem leið, að örfáir menn áttu allt landið, en leiguliðarnir voru þrautpíndir með alls konar álögum, enda flýðu bændur í stór- hópum úr landi, ef þeir gátu aur- að saman fyrir fargjaldinu. Þann- ig var þessu líka háttað í Mayo, þar sem Boycott innheimti land- skuldir jarlsins. Og Boycott gekk ósleitilega fram í skattheimtunni. Hann sýndi engum vægð, reitti síðasta skildinginn og jafnvél spjarirnar af hjáleigubœndunum. Þeir urðu að borga, hvort þeir gátu það eða ekki. Svo að nœrri má geta, að Boycotts-nafnið varð ekki vin- sœlt í Mayo. Loks stóðust bændurnir ekki mátið, en risu upp gegn hinum stranga innheimtumanni. ÁRIÐ 1880 voru bœndurnir farnir að gera uppþot og sýna mótspyrnu og gerðu nú almenn samtök um að hundsa Boycott kaptein. Þeir hœttu að færa hon- um leigurnar og hœttu yfirleitt að skipta sér af honum. Þeir neit- uðu jafnvel að selja honum lífs- nauðsynjar þó hann byði fram beinharða peninga. Hann fékk ekki mat til heimilisins. Og vinnufólk hans neitaði að vinna hjá honum og fór úr visiinni. Boycott sat einn eftir með fjöl- skyldu sína, en bœndur létu ó- friðlega, svo að Boycott varð hrœddur um líf sitt. Jarlinn lét stjórnina senda 900 hermenn til Mayo sem eins konar lífvörð. Þeir gátu að vísu varið hann á- rásum, en Boycott var einangrað- ur og bannfœrður eftir sem áð- ur. Loks varð hann að láta und- an síga og flýði burt með fólk sitt. Hann fór til Bandaríkjanna, en kom aldrei undir sig fótunum þar og dó í álíka örbirgð og bœnd- urnir, sem hann hafði þrautpínt í írlandi. En nafnið lifði, og aðferð bænd- anna í Mayo skapaði fordœmi. Árið 1887 fóru írar að beita „boy- cott" til að knýja fram ýmsar kröfur gegn harðstjórn Englend- inga í írlandi. Og þvi héldu þeir áfram — í ýmsum myndum — unz þeir höfðu endurheimt sjálf- stœði sitt. mýrina fyrir ofan flugvöllinn. Sum- ir æptu en aðrir tóku til fótanna og hlupu að vélinni. Ásta elti. Maður var dreginn út úr vélinni og inn- an skamms var hún í björtu báli. Ásta sá ekki meira. Þegar hún raknaði við stóð Karl hjá henni. — Ég bjargaðist, sagði hann, — en það mátti ekki tæpara standa. Það var heppilegt að Bent varð eft- ir í Hauby ... — Hvers vegna varð hann eftir? spurði Ásta, sem var nú farin að jafna sig. — Hann átti nælu eða eitthvað þess háttar, sem hann vildi ómögu- lega missa, og varð eftir til að leita að henni. Bent bað mig um að skila til yðar að koma til Hauby í bíln- um og sækja sig. Ásta horfði á brennandi flugvél- ina og lokaði augunum. Hún hugs- aði til hvernig farið hefði, ef Bent hefði verið í flugvélinni. Hún strauk fingrinum um litlu gullnæluna. — Ætli það sé ekki bezt að ég saumi hana fast í jakkahornið hans, hugsaði hún með sér. Vitið þér ...? að það kostar að jafnaði 150 dollara að lækna malaríu- sjúkling í Grikklandi? Síðasta ár voru læknaðir 3.500 sjúklingar og kostaði það samtals 520.000 dollara. Þetta virðist nokk- uð mikið, en áður en farið var að berjast gegn mýraköldunni, 1949, komu árlega fyrir yfir 2 milljónir sjúkdómstilfella, og var talið, að sýki þessi kostaði Grikki 50 milljón dollara á ári. að sannað er, að skjaldbök- ur geta orðið 300 ára? Þannig getur skjaldbaka, sem á sínum tíma sá Napóleon sem fanga á bezta aldri, verið í blóma lífsins núna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.