Fálkinn


Fálkinn - 27.11.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 27.11.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN Þjóðleikhúsið: Edward, sonur minn eftir Noel Langley og Robert Morley Leikstjóri: Indriði Waage. Þýðandi: Guðmundur Thoroddsen. Hin ágæta og vinsæla leikkona frú Regína Þórðardóttir á um þess- ar mundir aldarfjórðungs leikaf- mæli.. Af tilefni þess frumsýndi Þjóðleikhúsið síðastliðið laugardags- kvöld leikritið Edward, sonur minn, eftir Noel Langley og Robert Mor- ley í þýðingu Guðmundar Thorodd- sen prófessors. Leikstjóri er Indriði Waage, en frú Regína leikur eitt aðalhlutverkið. Leikritið fjallar um eilíft og al- gengt vandamál, uppeldi einka- barns, Edwards, sem er eftirlæti og augasteinn foreídranna, svo sem oft vill verða um einkabörn. For- eldrarnir ætla honum ekki sérlega lítið hlutverk í lífinu, en faðir hans spillir honum í uppvextinum með ofdekri og peningaaustri, svo að hann verður mesta brekabarn, sem ekkert getur bjargað. Móðirin sér raunar, hvert stefnir og ákveður loks að gera tilraun til að ná drengn- um undan áhrifavaldi föðurins, en það mistekst. Edward er látinn kvænast ágætri konu, en hún fær ekki heldur bætt þá skapgerðar- bresti hans, sem misskilið uppeldi hefur mótað. Það virðist því allt að því kærkomin lausn, þegar þessi spillti dekurdrengur er látinn falla í stríðinu tuttugu og þriggja ára gamall. Skömmu seinna elur hin unga ekkja hans son, sem látinn er heita Edward í höfuðið á föður sín- um. Tengdafaðir hennar ætlar með hana og sonarsoninn úr landi til Ameríku, en heimilislæknir hans kemur, með brögðum, í veg fyrir það, svo að hann geti ekki, með of- dekri, spillt sonarsyninum, eins og hann hafði áður spillt syninum. Móðurina, Evelyn Holt, í þessum djúpa fjölskylduharmleik, leikur af- mælisbarnið, frú Regína Þórðar- dóttir af glóggum skilningi og djúpri og fölskvalausri innlífun. Leikur hennar er jafnsannur, hvort sem hún sýnir unga, glæsilega og um- hyggjusama móður, særða eiginkonu í hatramlegri baráttu við eiginmann sinn eða „gamla, þvaðrandi, drukkna konu". sem heimilisógæfan hefur bugað svo, að hún hefur leitað á náðir vínguðsins til að reyna að gleyma raunum sínum. Ef til vill er þó leikur hennar sannastur og beztur í hinni fullkomnu uppgjöf hennar fyrir ofurvaldi hinna dap- urlegustu örlaga. Þessi leikur var stórsigur fyrir frú Regínu, ef til vill stærsti sigur, sem hún hefur unnið á leiksviði. Hún kunni sannarlega að halda upp á afmælið sitt. Sem mótleikara hafði frú Regína ekki heldur neinn viðvaning, þar sem var Valur Gíslason í hlutverki eiginmannsins og föðurins, Arnold Holts. Þessi persóna þjáist ekki af of mikilli samvizkusemi, þegar um fjáröflunaraðferðir er að ræða eða það að fá vilja sínum framggengt. Það væri fullmikið sagt, að persóna þessi gengi alltaf glæpaveg, en þeg- ar út af honum bregður, gengur hún að minnsta kosti „götuna fram með honum". Það þarf engan að undra, þótt maður með aðra eins metorða- girni og valdagirni og Arnold Holt verði að lokum aðlaður og komizt í valdastöðu, þótt hann byrji raun- ar feril sinn sem tiltölulega mein- laus, en bráðheppinn brennuvarg- ur. Oll afbrot sín afsakar hann með ást sinni á einkasyninum, Edward, og þessi ást hans er sönn, þótt hún blindi hann og leiði hann afvega. Þennan margbrotna og samsetta per- sónuleika túlkar Valur Gíslason af- burðavel, fer um hlutverkið næm- um og öruggum listamannshöndum og fatast aldrei. Stórt hlutverk, Dr. Larry Parker, vin og heimilislækni Holtshjónanna, sem „hjálpaði Ed- ward inn í heiminn", eins og sá heimur varð nú líka, leikur.Róbert Arnfinnsson af traustleika, festu og öryggi hins sviðsvana manns. Tvö- faldan tugthúslim, Harry Soames, sem ekki er nógu samvizkulaus til að geta verið heppinn glæpamaður og kastar sér að lokum fyrir járn- brautarlest, leikur Rúrik Haralds- son af miklum tilþrifum. Hlutverkið vex í höndum hans og hann er bezt- ur undir lokin. Hanrey skólameist- ara leikur Haraldur Björnsson og er túlkun hans góð, einkum á þeirri stundu, er honum verður ljóst, að hann verður að sætta sig við tapað tafl. Kennara og umsjónarmann leika Baldvin Halldórsson og Helgi Skúlason og fá ekki tækifæri til að reyna mikið á sína annars ágætu hæfileika. Lítið hlutverk, Waxman lækni, lék Jón Aðils snurðulaust og röggsamlega. Summers þjón lék BessiBjarnason bráðskemmtilega.— Smáhlutverk léku Þorgrímur Ein- arsson og Klemenz Jónsson og fór þeim það báðum sómasamlega úr hendi. Phyllis Maxwell, konu Ed- wards, lék Bryndís Pétursdóttir af miklum yndisþokka og barnsmóður Edwards, Betty Fowler, lék Margrét Guðmundsdóttir og var túlk henn- ar á hlutverkinu sannmannleg. Einkaritara Arnold Holts, Eilleen Perry, leikur Þóra Eyjalín Gísla- dóttir. Hún mun vera nýliði á sviði Þjóðleikhússins, en hefur leikið í Hafnarfirði og ef til vill víðar. Eng- inn viðvaningsbragur var á henni og mun hún vera gott efni í leik- konu. Svo sem skiljanlegt er, með annan eins atorku- og athafnamann og Holt lávarð fær hann sér hjá- konu og verður einkaritari hans fyrir valinu og má ef til vill segja, að það sé handhægt, en ekki að sama skapi frumlegt. Eyjalín er sönn í túlkun sinni á báðum hlut- verkunum, einkaritarans og hjákon- unnar. En einkaritarinn á svo sterk ítök í ástkonunni, að hún þérar elskhugann í einkasamræðum í „ást- arhreiðrinu", eftir að hún er búin að vera ástkona hans í heilt ár. Sem sagt: starfið og alvaran fyrst, gleðin og gamanið númer tvö. En meðal ánnarra orða: Hversu lengi þurfa konur í Englandi að vera ást- konur, áður en þær dirfast að þúa elskhugann og hversu náinn þarf kunningsskapurinn að vera. Þéran- irnar í þessu atriði leiksins láta fremur ankannalega í eyrum. Leikstjórn Indriða Waage er mjög vandvirknislega af hendi leyst, en frumsýningarkvöldið átti afmælis- barnið, frú Regína Þórðardóttir, enda hylltu leikhúsgestir hana með marg- endurteknu og langvarandi lófa- klappi og að lokum varð sviðið eins og samfellt blómabeð tilsýndar. Karl ísfeld. Stutt ræða Montgomery marskálkur er sagð- ur mjög orðfár maður. Einu sinni varð hann halda rœðu, og var hún á þessa leið: „Þegar ég var á herskólanum var mér kennt: Stattu upp, svo að mað- ur geti séð þig. Talaðu greinilega, svo að maður geti heyrt þig. Talaðu stutt, svo manni líki vel við þig. — Þó'kfc fyrir mig." Og svo settist hann. V > iffff' \ :; ' \ : i*í*!í h 1t*' -, f 1 \:-. . ;¦¦¦ %* \!9 * ¦ Wkjl&:'' '¦¦¦'•¦ j& * M *'"''¦¦ ?¦¦ t¦¦s^;:;:feft, -v ¦ í^^ ÁA * Hrrrf r ! ^ ý Á \J mií *v "*¦¦ wmi wt'''4i,^l ¦^^^^^^^ffl '*ít A S^ h&^Ó m ^tí^k^) fk ¦ i' • ¦¦¦$[ '•: "^Sm^lP ; i j K?" ':': ¦^¦'¦' h' r 1 < • > Wí *^t * SP^ » i ^^11 ͧ!ff ¦b^^&S&^hHI^Li ^Hi ;.:. '., ..JNH ljR|ki ibnPi^K B^ S -w* ^^^ ÆFT UNDIR SPARTAKUS-MÓ' wt"¦ ^wl riÐ. — í kommommúnistalöndunum eru haldin stór íþróttamót, svarandi til Ölimpíuleikjanna. Þessi mynd er tekin á Stadion í Prag, þar sem ungar stúlkur eru að halda hópæfingu í leikfimi. Sokol-mótin í Tékkóslóvakíu voru víðf ræg f yr ir stríð, en þeim er enr i haldið við. I þeim mótumskiptaþátttakendurþúsundum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.