Fálkinn


Fálkinn - 27.11.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 27.11.1959, Blaðsíða 8
FÁLKINN Þessi laugardagsmorgunn var svo hressandi og lokkandi, að Rut afréð að láta húsverkin bíða, og fara út að ganga með Jet, svarta Labrador- hundinum sínum, til að fagna vor- inu. Það var dásamleg tilfinning að loka hurðinni eftir sér og labba niður veginn í glaða sólskini, með Jet dansandi á undan sér. Hún yrði að sinna innanhússverkunum, þeg- ar hún kæmi heim, en fyrst vildi hún njóta morgunsólarinnar og hreina loftsins. Stundum kom það fyrir — eink- um þegar veðrið var svona fallegt — að Rut, þessari ráðdeildarsömu og iðnu konu, varð hugsað til lið- inna daga og gamalla endurminn- inga. Hugur hennar hvarflaði oft tíu ár aftur í tímann. . . . Og það gerði hann líka í dag. Henni varð hugsað til ákveðins sumars, — þegar hún var ung, tvítug stúlka og hún var í sumarleyfi með nokkrum kunn- ingjum sínum í gistihúsi uppi á fjöllum. Þá var hún sæl, kát og síkvikandi, eins og æskan oft er. Þau höfðu leigt sér bát og róið út á vatnið. Þetta var um mitt sum- ar og vatnið var spegilslétt undir dimmbláum kvöldhimninum. Lín- urnar í fjallahringnum komu skýrt fram við sjóndeildarhringinn og grænir ásarnir spegluðust í vatninu. Umhverfið var svo fagurt að þau urðu hljóð af aðdáun, en loks fór einn piltanna að syngja: Róðu bátnum varlega, því þarna er straumur, og mundu, að lifið er aðeins draumur. Sá sem reri leit upp og tók undir. Svo heyrði Rut skæra sópranrödd Jill systur sinnar. Þetta var ein þeirra stunda, sem Rut gat aldrei gleymt. Oft varð henni hugsað til þess, að sú stund hafði valdið tíma- mótum í lífi hennar. Nú gat hún brosað að hinum á- köfu tilfinningum, sem höfðu ólgað í sál hinnar tvítugu stúlku, er hún sat í bátnum og hlustaði á sönginn. Báðir ungu mennirnir voru ást- fangnir af henni, ¦— þeir voru beztu vinir, en svo ólíkir sem hugsazt gat. Hún átti erfitt, því að hún var trúlofuð öðrum þeirra, — trúlofuð Alan — og hún var ekki viss um hvort það væri ekki Terry, sem hún elskaði. Þau sungu ennþá. Alan leit við og brosti til hennar um leið og hann greip hönd hennar og þrýsti hana. Róðu bátnum varlega, því þarna er straumur, söng hann, og Rut leit undan til þess að leyna æs- ingunni, sem var í augum hennar. Hana langaði til að standa upp og hrópa: — En ég vil ekki róa var- lega! Ég er ung og hraust og hef ekki séð neitt af lífinu ennþá! Ég vil fara út í lönd og upplifa ævin- týri! Mér leiðist, að vera grafin lif- andi uppi í sveit. Mig langar ekkert til að verða bóndakona! Það var í fyrsta sinn sem hún hafði játað þetta fyrir sér, og hún leit snöggt til Alans til að sjá hvort hann hefði getað lesið hugsanir hennar. En hann brosti bara vin- gjarnlega og viðfeldna brosinu sínu og bauð súkkulaði úr öskju, sem hann hafði keypt í ferðinni. Alan var hugulsamur og nærgæt- inn. Lífið með honum mundi verða líkt því að róa varlega mót straumi. Hann var ósvikinn sonur moldar- innar, maður sem elskaði skepnur og allt, sem lifði og gréri á litla bæn- um hans, sem var skammt fyrir utan bæinn, sem Rut átti heima í. Þau höfðu verið trúlofuð eitt ár — og hlotið blessun allra. Þegar liði á haustið, mundi Rut flytjast af heim- ili móður sinnar og verða húsmóðir á býli Alans. Þar mundi lífið ganga rólega og skipulega — ár eftir ár. Hún sá það glöggt í huganum, Og hver taug í henni var í uppnámi og æpti mótmæli. — Nú var nóg komið af þessu lagi. Við skulum syngja eitthvað skemmtilegra. Terry hvíld sig á ár- inni. Það glitraði á hárið á honum í kveldsólinni. Hann fór að kyrja nýtt lag og leit um leið laumulega til Rutar og brosti, og þá fór hjarta hennar að slá hraðar, eins og alltaf þegar Terry talaði við hana eða snerti hana. Hún starði töfruð á hann, og fann að það var eitthvað við hann, sem dró hana að sér, hvort henni líkaði betur eða verr. Terry var allt það, sem hana hafði dreymt um, en ekki fengið skýringu á fyrr en hún kynntist honum. Hún hafði hlustað eins og fjötruð í læðing á öll hin glæsilegu áform, sem hann hafði gert um framtíð sína — áform, sem hún vissi að hún gæti notið með honum, ef hún vildi. Sama kvöldið faðmaði Terry hana að sér á svólunum við gistihvjið. Hann kyssti hana, og Rut vissi að henni þýddi ekki að spyrna á móti. Hún endurgalt kossana af öllu hjarta. — Elskan mín, hvíslaði hann. — Þú elskar ekki Alan, og þú veizt það sjálf. Þetta er allt misskilning- ur, — það er ég sem þú elskar, — er það ekki? Loksins varð hún að meðganga það. — En hvað á ég að gera? Ég ELIZABETH H&RDING: verð að koma heiðarlega fram við Alan . . . ¦—• Við verðum að segja honum það, sagði Terry einbeittur. — Hann skilur það áreiðanlega. Hann er bezti maður. Mig langar ekki til að gera honum mein, en við höf- um ekki orðið ástfangin hvort af öðru af ásettu ráði, — það kom af sjálfu sér. Þetta var alveg satt, hugsaði hún með sér, og sú tilhugsun huggaði hana. Tilhugsunin um hve harða baráttu hún hafði háð gegn tilfinn- ingum sínum til Terry, gaf henni þor til að fara til Alas hálftíma seinna og biðja hann um að mega rjúfa trúlofunarheitið. Þetta var ekki létt, en Alan tók því prúð- mannlega. Hann virtist jafnvel ekki verða neitt hissa, en Rut vissi, að honum leið illa, og hún reyndi að skýra fyrir honum tilfinningarnar sem Terry hafði vakið hjá henni. — Alan, upp á síðkastið hefur mér fundizt ég vera að kafna í þessari ró og værð í sveitinni! Það er eitt- hvað í mér, sem þráir að komast Daginn eftir var sumarleyfinu lokið og Rut fór heim til sín. Hún var sæl og hrygg um leið. Fór að brjóta heilann um hvað Alan mundi nú taka fyrir, er hann fengi ekki konu til að stjórna búinu. En hún þurfti ekki að velta því fyrir sér lengi. Undir eins og trúlofun Rut og Terry varð heyrin kunn seldi Alan jörðina sína og að svo búnu fór hann til Ástralíu. Þau höfðu ekkert af honum frétt öll þessi tíu ár. Það var líkast sem hann væri horfinn úr tilveru þeirra fyrir fullt og allt. Hér nam hugarrás hennar staðar. — Skýringin er ofur einföld, Rut. Við Dick höfum unnið saman í mörg ár. LÖNG ÁR út í veröldina, — þráir að lifa með- an ég er ung! Og alveg eins er á- statt um Terry. Við tölum sama hjartans mál, óskum okkur þess sama og höfum sama markmið í lífinu. Alan tók stillilega fram í: — Þú skalt ekki æðrast. Ég skil, hvernig þér er innanbrjósts. Ég skil líka, að þú mundir aldrei verða ham- ingjusöm sem sveitakona. Hún tók eftir að hún hafði gengið í hring og var komin nærri því heim aftur. Hún var rétt við veg- inn, sem lá upp að Víðigerði, og hún grillti toppinn á reykháfnum yfir trjátoppana. Til hægri og vinstri voru akrar — akrar, sem lágu undir jörðina. Hún nam staðar við hliðið og horfði á auglýsinguna, sem skýrði frá því að Víðigerði væri til sölu með öllu tilheyrandi — útihúsum,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.