Fálkinn


Fálkinn - 19.02.1960, Blaðsíða 3

Fálkinn - 19.02.1960, Blaðsíða 3
FALKINN 3 Þetta er stórhýsi Bygging- arsamvinnufélags prentara í Laugarnesi. Myndin er af líkkani af húsinu. LYFTUfl r I STÖBHÝSI Þá markaði þetta hús önnur tíma- mót í byggingarsögunni og kannski ekki ómerkari. Þegar fréttist um að það ætti að byggjast var stofnað fé- lag hér í bæ um skriðmót, sem hentug eru við byggingu háhýsa. Var húsið reist á þann hátt og síðan hafa mörg á eftir komið. Lyftur þær, sem eru í húsi Bygg- ingarsamvinnufél. prentara í Laug- arneshverfi eru smíðaðar í Vestur- Þýzkalandi af fyrirtæki Havemeier og Sander í Hannover, sem er þekkt firma hér á landi fyrir lyftur sínar allt frá því 1925. Til dæmis eru vörulyfturnar í Hafnarhúsinu frá þessu fyrirtæki, og hafa þær reynzt með afbrigðum vel, svo og lyfturn- ar í Alþýðuhúsinu svo að dæmi séu nefnd. Bræðurnir Ormsson hafa um- boð fyrir þessar lyftur hér á landi og sjá um uppsetningu þeirra og viðhald. Lyftunum er mjög • haganlega komið fyrir í Laugarnesstórhýsinu, en þær eru þrjár talsins. Þær eru það rúmgóðar að hægt er að koma fyrir í þeim sjúkrakörfum. Burðar- þol þeirra er 600 kg. (8 manna lyft- ur) og hraðinn 80 sm. á sekúndu. Lyfturnar eru útbúnar svonefndri safnstýringu, sem gerir það að verk- um, að lyftan geymir öll köll, ef svo má að orði komast og svarar þeim síðan í réttri hæðaröð upp eða niður. Þá er það nýjung við lyfturn- ar að þær stanza við stigapall á milli hæða svo fólk gengur annað- hvort sjö þrep upp eða niður til að komast að þeim eða frá. • tfr iffnJum attuftt • / BONN gengur pessi saga: Sonar- sonur Konráðs Adenauers kanslara spurði afa sinn hvernig honurn litist á, að hann yrði kanslari þegar hann vœri orðinn stór. — Nei, ekki líst mér á það, sagði gamli maðurinn. — Við getum ekki verið kanslarar báðir. ♦ S TRÁKPRAKKARI EINN suður i Afríku stal mannsbeinagrind úr skólanum, sem hann gekk í. Þjófn- aðurinn komst upp og þegar strák- urinn var spurður um tilganginn með þjófnaðínum svaraði hann: „Ég laumaði beinagrindinni í rúmið hjá honum pabba, til þess að sjá hvernig honum yrði við þegar hann vakn- aði.“ ♦ CHARLES PRINS, ríkiserfingi Breta, kom heim úr skólanum einn daginn, með sjö athugasemdir í einkanabókinni sinni. Fjórar þeirra voru út af því að hann hafði truflað kennsluna með hávaða og brambolti, tvœr fyrir að hafa kastað pappírs- kúlum í bekknum og ein fyrir að hafa brunað niður handriðið á stig- anum. ♦ ÞAÐ má segja að mörkuð hafi verið tímamót í byggingarsögu bæj- arins, þegar Byggingarsamvinnufé- lag prentara hóf undirbúning sinn að því að reisa átta hæða stórhýsi í Laugarneshverfi. Fram til þess tíma voru stærstu íbúðarhús ekki nema fimm hæðir og eingöngu notaðir stigar til þess að ferðast á milli hæða. Gefur auga leið, hvaða óþæg- indi það hefur fyrir þá, sem efstir búa. Ákveðið var aftur á móti að í þessu húsi skyldu vera þrjár lyft- ur. Með því skipti ekki lengur máli, hvort menn áttu heima á 1. eða 8. hæð. Síðan hefur fjöldi há- hýsa verið reistur hér í bænum og gert þar ráð fyrir lyftum, eða þær þegar komnar upp. Hinn nýi forseti Vestur-Þýzkalands tekur hér á móti erlendum sendiherrum. Forsetinn, dr. Liibke, er á miðri myndinni og talar hann við sendimann páfastólsins. 15 ára starf. Byggingarsamvinnufélag prent- ara hefur nú starfað í 15 ár og reist nokkur fjögurra íbúða hús við Hagamel, sambýlishús við Nesveg, sambýlishús við Hjarðarhaga, sam- býlishúsið í Laugarnesi og vinnur nú að byggingu 14 hæða háhýsis við Sólheima. Er það hæsta íbúðarhús, sem reist hefur verið hér á landi. Formaður félagsins er Guðbjörn Guðmundsson og hefur hann verið það frá upphafi. Það er ekkert vafamál að bygging slíkra stórhýsa til íbúða er mjög hagkvæm á allan hátt. Elga þeir sannarlega þakkir skilið, sem í því brjótast oft við lítil efni. ☆ HERTOGINN AF WINDSOR er til- haldssamur og tildurgefinn í klœða- burði, ekki síður en Wallis Simpson kona hans. Þegar hann þarf að fá sér föt lœtur hann sauma jakkann í London, og þar kaupir hann einnig efnið í brœkurnar, en lœtur sauma þœr í Ameríku. „Engir í heimi eru jafn snjallir í því að „byggja upp“ brœkur og bandaríkjaskraddararn- ir,“ segir hinn fyrrverandi Játvarður konungur áttundi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.