Fálkinn


Fálkinn - 19.02.1960, Page 6

Fálkinn - 19.02.1960, Page 6
6 FALKINN Liz Taylor er kauphæst og mest dekurskjóða allra kvenna í Hollywood. Síðan hún giftist Eddie Fisher 12. maí í fyrra er hún kölluð „hjónadjöfulhnn'L — Fólk talar illa um hana og spáir að hún verði fljót- lega leið á Eddie — fjórða manninum sínum. og heitir nú Elisheba Rachel Taylor. Rakelar- nafninu bætti hún við, þvi að það er uppáhaldsnafn hennar úr Biblíunni, en Elisheba er sama sem Elizabeth. Þetta fjórða hjónaband Liz Taylor þykir ögrun gegn öllu velsæmi. Al- menningur fordæmir hana fyrir að giftast manni beztu vinkonu sinnar aðeins einu ári eftir lát mannsins síns. — Hún var sú ekkja, sem allir vorkenndu mest, en nú er hún sú kona, sem allir fyrirlíta mest. . . . Og ekki bætti það úr skák að stjúp- sonur hennar var látinn vera svara- maður. Enginn vill fyrirgefa Eliza- beth Taylor-Hilton-Wilding-Todd- Risher, sem hún er kölluð nú, til að rifja upp þá, sem hún hefur verið gift síðustu tíu árin. Það þykir höfuðsynd, að hún skuli hafa stolið manni bestu vinkonu sinnar, tveggja ungbarna föður. Þó að Liz Taylor og Eddie Fisher Vegas 12. nýgift „upp á hebresku“ í Las maí í fyrra. Ameríkumenn séu fáanlegir til að gleyma Stompatane-morðinu og hneyksli Lönu Turner, vilja þeir hvorki né geta gleymt hjónadjöfl- inum Liz. Öll þjóðin er á móti henni. Það er ekki tiltökumál þó ,,Siðgæðissambandið“ hafi sent frá sér áskorun um að harma þetta athæfi og biðja fyrir Liz Taylor! Leikhúseigendasambandið neitar ar sæma hana verðlaunum til sára- bóta fyrir Oscarsverðlaunin, sem hún ekki fékk, og ber það fyrir sig, að ekki megi sýna fólki, sem hagar sér svona, viðurkenningu. Félagið „Móðir og faðir“ hefur haldið stjórnarfund til að hindra að hún Liz og Mike Wilding með fyrra barnið. Liz og Mike Todd með W'ilding- drengina í London 1957. fái að halda fyrirlestur yfir 500 stúdentum í Kaliforníu. Þeir sem áður kölluðu hana „upp- áhald allrar Ameríku“ kalla hana „norn allrar Ameríku“ núna. Lík- lega mundi margir bogna undir þessu. En Liz virðist ekki taka það nærri sér. Síðan hún var barn hef- ur hún vanist því að fá að gera hvað sem henni datt í hug, og að allir létu allt eftir henni. Með öll- um kynslóðum er alltaf kvenfólk, sem dregur athygli að sér og töfrar alla. Liz Taylor er ein af þeim. — Sögurnar um fegurð hennar eru engar ýkjur. Andlitið er sakleysis- legt og blá augun töfrandi. Hún virðist mjög tilfinninganæm og eiginlega feimin. Stundum sperrir hún upp augun, eins og hún sé hvædd við fólkið kringum sig. En í fallegu barnsandlitinu eru drætt- ir, sem sýna að þessi manneskja veit hvað hún vill og er skapföst og óendanlega þrekmikil. Maður heldur að hún sé blíð og lítillát, en það er hún ekki. Þvert á móti. Hún veit hvað hún vill og hvernig hún á að koma vilja sínum fram. Liz er kona, sem aðeins hugsar um sjálfa sig. Henni mundi aldrei detta í hug að fórna neinu. Alla sína æíi hefur hún fengið allt sem hún hefur óskað sér, hversu dýrt sem það var, án þess að þurfa að hafa nokkuð fyrir því. Hún hefur ailtaf fengið mennina sem hún vildi ná í. Glen Davis, tenniskappinn, var fyrsti maðurinn sem hún trú- lofaðist opinberlega. Þegar hún Igyðingasamkunduhúsinu Beth Sholom í Las Vegas voru fræg hjón — gefin saman 12. maí í fyrra: Eddie Fisher og Elizabeth Taylor. Hjónavígslan fór fram að gyðinga- sið, undir blómskreyttum tjald- himni, og eftir að brúðhjónin höfðu drukkið „vígsluvínið“ og þegið hin- ar sjö vígslublessanir, voru þau lýst rétt hjón. Brúðurin var í grænum chiffon- kjól frá Hollywoodskraddaranum Jean Luis, en Eddie í bláum kamb- garnsfötum og með litla húfu á koll- inum, svo sem hebresk venja mælir fyrir. Svaramaður brúðarinnar var Mike Todd jr., stjúpsonur brúðar- innar og sonur þriðja manns henn- ar, Mike Todd, hins fræga leik- stjóra. Athöfnina framkvæmdi rabbíinn Max Nusslaum, sem hafði snúið Liz til gyðingatrúar. Og því fylgdi að hún varð að hebreska nafnið sitt, Liz og Nick Hilton nýgift í Venezia. ara haa óaman EDDIE FISHER LIZ TAYLOR?

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.