Fálkinn


Fálkinn - 19.02.1960, Side 7

Fálkinn - 19.02.1960, Side 7
FÁLKINN 7 varð leið á honum fleygði hún hon- um eins og ónýtu leikfangi. Hann varð fyrstur þeirra „ónýtu leik- fanga“, sem hún hefur fleygt um æfina. Og þegar hún fleygði honum var hún — 16 ára. Hún hefur aldrei þurft að hafa neitt fyrir því að vera falleg. Hún er fædd falleg og verður það alltaf. Hún þarf ekki á dulráðum fegrun- arlistarinnar að halda. Og aldrei hefur hún þurft að haía fyrir því að verða rík. Faðir hennar var ríkur íri, sem rak listverslun í Bond Streeet í London, og auður Liz óx með hverju hjónabandi og launum sínum frá kvikmyndafélög- unum. Hún þurfti ekki heldur að leggja neitt á sig til þess að verða fræg. Hún varð víðkunn átta ára, er hún lék í myndinni „Lassie, komdu heim aftur!“ og síðan hefur hún verið fræg. Öll önnur undrabörn kvik- myndanna hafa fyrr eða síðar orðið að hætta að leika. Þannig fór Shirl- ey Temple og Judy Garland. En Liz hefur haldið áfram að blika sem toppstjarna á filmuhimninum. Hún hefur hærra kaup en nokkur önnur og fær 350.000 dollara fyrir hvert stórt hlutverk. Um hjónaböndin hennar fjögur hefur verið skrifað og pexað um víða veröld. í öll skiftin var það Liz sem sagði ,,ég vil og þá komst ekki annað að. Þann 6. maí giftist hún syni hótelkóngsins Conrad Hilton. Þau giftust í kaþólsku kirkj- unni „Góði hirðirinn“ í Hollywood. Það kom fljótt á daginn að þetta var misráðið hjónaband, og eftir 8 mánaða rifrildi og sálarstríð skildu þau, 29. janúar 1951. En 21. febrúar 1952 giftist Liz hinum værukæra Mike Wilding, sem var 20 árum eldri en hún. Hún virtist hafa fundið rétta manninn. Mike hafði það til að bera, sem dekur- barnið Nick Hilton hafði ekki. Samt fór nú svo að eftir 4 ár, 19. júlí 1956, tilkynntu þau að þau ætluðu að skilja. Þau höfðu átt tvo stráka Michaei Howard og Christopher Edward, sem nú eru 6 og 4 ára. Móðirin fékk þá báða við skilnað- inn. En svo giftist hún enn i Aca- pulco í Mexico undramanninum Mike Todd, í frebrúar 1957. Þau eignuðust dóttur, Elizabeth Frances, sem var aðeins fárra mánaða þegar Mike fórst í flugslysi 22. mars 1958. Hann var þá 51 árs. Hjúskapur Liz og Eddie Fishers virðist hafa byrjað vel. Hann beyg- ir sig fyrir dutlungum hennar eins og fyrri mennirnir, og eys yfir hana gjöfum eins og þeir, sérstaklega Mike Todd, gerðu. Þegar þau gift- ust gaf Eddie henni armband með 50 demöntum, nál með 30 demönt- um, tvo bíla og hús, sem Eddie söngvari keypti í Las Vegas. Þar búa þau með börnunum af fyrri hjónaböndum. I ,,hneykslis-hjónabandinu“ gegn- ir Eddie ekki öfundsverðu hlut- verki. Þetta er mesti meinleysis- maður og er stundum kallaður „Snoddas Ameríku11. Hann kom í þennan heim í Philadelphia 10. ágúst 1828 og vakti athygli sjö ára, er hann sigraði í söngkeppni yfir tólf stelpum. Árið eftir fékk hann I. verðlaun í barnakeppni. Faðir hans seldi ávexti og grænmeti úr kerru á götunum og Eddie söng til að draga kaupendur að. Átján ára fór hann til New York. Þá heyrði Eddie Cantor hann syngja, og réð hann í ferðalög með sér. Svo réðst hann til RCA — Radio Corporation of America — og þar hefur hann sungið sínar frægusúi plötur, svo sem „Anytime“, „I’m Walking Behind Yow“ og „Oh, mein pa-pa!“ sem yfir milljón eintök hafa selst af. Lágmarkssala laga sem Eddie hefur sungið er 350,000 ein- tök. Þegar hann giftist Debbie Reyn- olds, sem öllum bótti yndisleg stúlka, var hjónabandinu tekið með fögnuði. Þau eignuðust tvö börn, og allir héldu að þau væri hamingju- söm. En þá gleymdist að reikna með Liz Taylor. — Debbie varð örvingluð er hún frétti, að Liz og Eddie hefðu farið saman til New York, að skemmta sér. En hún hristi af sér áfallið og hélt áfram að leika. Sonur hennar, árs gamall, heitir eftir Mike Todd. Eddie og Debbie voru bestu vinir Todd- hjónanna — þau voru saman öllum stundum. Og eftir að Mike Todd fórst lét Debbie manninn sinn hugga ekkjuna. Og svo tók ekkjan manninn. Framh. á 14. síðu. uebbie Reynolds og Eddie Fisher hamingjusöm og nýgift í New York í september 1955. Ör Jarteinabók Guðmundar biskups góöa. HÉR fara margar sögur saman, og má þó eina senn segja, en þó skal nú fyrst segja frá jarteina- gerðum herra Guðmundar biskups, þó at þær eigi fyrr að standa í bókinni, ok er hér nú eigi merki- lega saman skipat, ok skal nú þar til taka, er Guðmundur byskup var andaðr ok ger var líkferð hans, at í þann tíma var kirkja at Hólum mjök hrörnuð, ok mátti eigi meir hringja en einum eða tvennum klukkum af sinni, ef kirkju skyldi óhætt. En er lík Guðmundar bysk- ups var borit til grafar, þá báðu formenn kirkjunnar hringja öllum klukkum. Þá var hringt tvennum klukkum, ok skalf mjög kirkjan. Þá mælti Jón prestr, at hringja skyldi öðrum tvennum, ok var svá gert. Þeir fundu þá, að kirkjan var nú fastari en áðr. Jón bað þá auka hringingina, ok síðan var hringt öllum klukkunum, ok hafa þeir menn svá sagt, er þar váru þá við, at þeim þætti sem stoð væri sett við kirkjuna í hvert sinn, er við var aukit um hringingina, svá at hún skalf þá alls ekki, ok þótti þetta merkilegr atburður. Margir hlutir aðrir urðu þar merkilegir á þeim degi, þótt hér sé eigi ritaðir, ok huggaði þá, er hryggvir váru, þegar, því þeir sá fagran upprisudag síns föður. En vér væntum, at Guðmundr byskup mun öðlazt hafa himnaríki með guði ok hans helgum mönnum at eilífu. Amen. Dýrbít í bæ. Þat er frásögn Gríms prests, at sá atburðr var í Bæ í Borgarfirði, — þar bjó þá Böðvarr Þórðarson, — þar lagðist dýr á fé bónda ok reif sundr meir en dæmi er til. Þetta var um haust. Þar kom Guðmundr byskup, ok tók Böðvarr bóndi all- vel við honum ok sagði honum frá dýrbíti því, er þar var á komit. Byskup mælti: „Viltu kaupa at mér, at eg gera at?“ Bóndi svarar: „Hvat mælið þér til, herra?“ Byskup mælti: „Þú skalt gefa mér tuttugu geldinga, þá er ek kýs af fé þínu.“ Böðvarr svarar: „Eigi nenni ek svá mikit til at gefa.“ „Lát vera þá,“ kvað byskup, „en þess get ek, at þú vilir þetta kaupa á morgun.“ Þar var byskup um nóttina, en at morgni fór sauðamaður til fjár, en er hann kom heim, sagði hann, at bitinn var forustugeldingr bónda, góður gripr, ok þótt bóndi hann eigi verri en tveir eða þrír sauðir aðrir. Nú fór bóndi ok sagði byskupi. „Hvat er nú til ráðs?“ sagði byskup. Bóndi mælti: „Nú vil ek kaupa þat, er þér buðuð mér í gær, herra því at þetta eru hin mestu býsn, er sauðr sjá er bitinn, því at aldrei festi dýr tak á honum fyrr en nú.“ Nú lét bóndi reka saman alla geldinga sína ok fekk menn til at láta velja. Eftir þat bað hann bysk- up til fara at sjá sauðina, en byskup gekk til ok sá, ok var þat ágæta fé gott. Valdi þá byskup vinum sín- um gjafir, en þat váru fátækir menn, guðs ölmusur. Ok er þessu var lokit, gekk byskup til kirkju ok með honum kennimenn allir, þeir sem til váru, ok mikill fjöldi leik- manna og markir fátækir menn, hans, virkta vinir, því at þeir voru jafnan margir með honum. En er byskup kom í kirkju, var hann skrýddr, ok með honum skrýddust allir prestar ok djaknar. Eftir þat kemúr upp messa, ok er hún eigi sungin með nokkru hátíðarhaldi, heldr var honum set ok samið í þá mynd, sem þá er byskupi er boðit at bannsetja sanna guðs óvini. At sunginni messunni gekk byskup inn með öllum sínum mönnum ok er þar i kyrrðum þann dag ok nótt- ina eftir. Um morgininn eftir fór sauða- maðr snemma til fjár at vanda sín- um. Hann fann fé allt heilt og ósakat, en hjá fénu fann hann mel- rakka dauðan með þeim hætti, at engi voru beinin í, helr var því líkt sem brjósk væri í, þar sem beinin höfðu verit. Svá höfðu hann bitit atkvæði Guðmundai- byskups ok bannsetning, sem nú mátti heyra. En ekki er þessi getit, at Böðvaii bónda yrði mein at dýrbíti síðan, meðan hann átti fyrir fé at ráða. Nú skildust þeir Guðmundur byskup inir bestu vinir, ok þótti sjá atburður fágætr ok fagurligur. ELISABETH ARDEN var með höiidina í fatla þegar hún kom til London seinast. Veðhlaupahestur- inn hennar, „Jewel Reward“, hafði bitíð hana í litlafingurinn þegar hún var að klappa honum, og bitið var svo slœmt að lœknarnir töldu ráð- legast að taka af henni fingurinn. — Það er dálítil bót í þessu máli, að hún hefur til þessa haft milljón dollara upp úr klárnum á veiðreiða- brautunum.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.