Fálkinn


Fálkinn - 19.02.1960, Qupperneq 9

Fálkinn - 19.02.1960, Qupperneq 9
FALKINN 9 atriði. Til þess að fá einhverja hug- mynd um málið verðum við að treysta minni yðar, Smith. Þér hafið lesið það sem stóð í skjalinu, og nú verðum við að biðja yður um að skrifa allt sem þér munið. Ég gaf aðstoðarstúlkunni yðar frí í tvo klukkutíma, svo að við gætum verið i næði. Hann leit kringuin sig eins og þjófur og sagði svo lágt: — Ef þér getið hjálpað okkur, eins og við vonum, skal ekki bregðast að ráðu- neytið' veiti yður viðurkenningu fyrir. Smith horfði forviða á hann. — Hann var ekki vanur að fá auka- borgun fyrir að gera skyldu sína. Andúð hans gegn kapteininum ágerðist þegar hann sá hve órótt honum var. Með einhverju óskiljan- legu móti fékk hann grun um, að Gordon hefði ekki hreint mél í pok- anum. Hann yppti öxlum og svaraði stutt: — Ef ég myndi eitthvað af þessu mundi ég fremur kjósa að bíða með að skýra frá því þangað til ráð- herrann kemur aftur. En því mið- ur — ég leit aðeins lauslega á blað- ið áður en ég símaði til ráðherr- ans, og mér er ómögulegt að muna neitt, sem það stóð. . . . —• Það er ómögulegt! sagði Gord- in. — Þér verðið að reyna að muna það. Hugsið yður hvað er í veði! — Þetta var málefni, sem mér kom ekki við, og sem ég hef enga þekkingu á. ég sá það strax, sagði Smith. — Ég man ekkert — alls ekkert — því miður, en. . . . Hann stóð upp og gekk fram að dyrunum. — Viljið þér hafa mig afsakaðan, ég verð að fara að vinna. Verið þér sælir! Smith stundi lágt og reyndi að teygja hausinn upp úr kviksyndinu, sem hann var kominn í. Allur skrokkurinn var lamaður, en hann gerði sér ljóst að ef hann sykki ögn dýpra þá væri hann glataður. Hann hafði verið í vatni með bæði nef og munn, en nú hallaði hann höfðinu aftur, upp á smáþúfu, — það var hún, sem hafði bjargað lífi hans. Honura tókst með miklum erfið- ismunum að halla höfðinu á hlið, en í sömu andránni fékk hann hóstakast og stundi hátt af kvölum. Hann opnaði augun og sá blóð- rennsli kringum sig. Hann langaði mest til að leggja augun aftur og hvílast, — en hann reyndi að klóra í bakkann, þó kraftarnir væru sára- litlir. Hann vissi að ef hann léti höfuðið síga þá var úti um hann. Hann hafði ekki hugmynd um hvernig hann var kominn á þennan stað, hann mundi ekkert hvað gerst hafði, en hugsaði aðeins um að bjarga lífinu. Óendanlega hægt fór hann að mjaka sér upp úr feninu og komst upp úr, og skreið svo í áttina til vegarins, sem var skammt frá. Loks var hann kominn hálfur upp á veg- arbrúnina og þá loksins þorði hann að hvíla sig. . . . Mók féll á hann um stund, en svo fór hann að jafna sig og settist upp. Hann tók á hnakkanum á sér og æpti af kvölum, og þegar hann leit á höndina var hún döðrandi í blóði. Það lá við að liði yfir hann aftur, en nú heyrði hann þung skref og grillti í háan mann, sem miðaði á hann byssu. Og nú mundi hann allt í einu hvað hafði komið fyrir hann áður en hann lenti í feninu, hálf- dauður. Gordon kapteinn og nokkrir menn í einkennisbúningum höfðu sótt hann — til yfirheyrslu, sögðu þeir. En í staðinn höfðu þeir ekið með hann út í skóg, uns þeir komu að þessari fúamýri. Þar höfðu þeir miðað á hann skammbyssum og og skipaði honum að segja sér það sem hann vissi úr skjalinu fræga, og þegar hann neitaði því höfðu þeir beitt hann pyntingum. Og þegar það dugði ekki höfðu þeir barið hann þangað þeir héldu að hann væri dauður og kastað honum svo í fenið, öruggir um að hann mundi aldrei finnast. Þeim datt ekki annað í hug en að hann væri steindauður. Var það ein þeirra, sem var kom- inn þarna aftur til að ganga úr skugga um að hann væri dauður? Arthur Smith gat ekki meira, hann lyppaðist út af og lokaði augunum. Beið eftir skotinu, sem leysti hann frá öllum kvölunum.... — Herra Smith! sagði Maud Miller með öndina í hálsinum þeg- ar Smith kom haltrandi inn í skrifstofuna daginn eftir. — Hvar hafið þér verið — og hvað er að sjá yður! Þér eruð allur reifaður. Á ég ekki að hjálpa yður. . . . — Þér réðuð mér til að létta mér upp og njóta veðurblíðunnar, munið þér það ekki? sagði Smith og 'reyndi að vera gamansamur. — Ég gerði það — og þarna sjáið þér árangur- inn! — Eg. . . . við höfum verið svo hrædd um yður, sagði hún og hafði ekki augun af því litla, sem af and- litinu á honum sást. — Gordon kapteinn hringdi í morgun og sagði að einhver, sem ekki lét nafns síns getið, hefði hringt til sín og sagt að þér hefðuð orðið fyrir slysi. Hann bað okkur um að auglýsa eftir yður í útvarpinu. . . . — Gordon kapteinn, hvæsti ljúf- mennið og röddin skalf af reiði. — Það er hann, sem ég er kominn til að tala nokkur orð við. Þér verðið að láta endirinn á sögunni bíða þangað til seinna, ungfrú Miller. Viljið þér rétta mér skammbyss- una mína — hún hefur legið þarna í borðskúffunni í mörg ár. — Hafið þér nokkur skot í hana, stamaði hún. — Hvað ætlið þér að gera við hana? Hún studdi höndunum á axlirnar á honum og hann sá að hún var með tár í augunum. — Hverju hafi þér lent í, Smith. Ég hef verið svc dauðhrædd um yður, og svo komið þér og heimtið skammbyssu — ég þekki yður ekki fyrir sama mann! Hann lyfti reifuðum höndunum á móti henni, en lét þær svo síga. — Réttið þér mér skammbyss- una, sagði hann dauflega. — Það gerir ekkert til þó hún sé ekki hlað- in, ég ætla bara að nota hana til að hræða. Ég fer inn til Gordons núna, og ef ég verð mjög lengi, gerið þér svo vel að hringja þá til lögreglunnar. Hann stakk skammbyssunni í vasann og haltraði út. Gordon kapteinn fékk raunveru- lega slag þegar hann sá Smith koma inn. Hann reyndi að standa upp en hneig niður í stólinn eins og hann hefði séð afturgöngur. — Já, það er ég, sagði Smith hás. Ég er ekki dauður, eins og þið hélduð. Bóndi, sem var á andaveið- um fann mig og kom mér til læknis, sem gat hjálpað mér. — Það eru tildrög bak við þetta, byrjaði Gordon, en Smith þaggaði niður í honum. — Nú skuluð þér ekki taka fram í fyrir mér, sagði Smith þreytulega. — Ég er máttfarinn, mig langar til að gera yður tilboð, áður en þér fáið tækifæri til að koma mér fyrir kattarnef. Hann hneig niður á stól, tók öndina á lofti, en svo hélt hann áfram: — Ég er þannig gerður að ég get játað hvenær hyggilegt er að láta undan ofureflinu, og ég met líf mitt meira en hernaðarleyndarmál, sem einhverjir týna. Ég veit hvar þér eruð staddur, Gordon kapteinn, en nú er ég fús til að segja yður hvað stóð í þessu skjali — en þá verðið þér að láta mig í friði framvegis. Þér getið farið með upplýsingarnar eins og yður þóknast — en mér finnst þér gætuð borgar mér eitt- hvað fyrir upplýsingarnar — þér vinnið varla ókeypis sjálfur. Gordon kinkaði kolli í ákafa. — Auðvitað —- við erum fúsir til að borga yður, því að þá eigum við ekki á hættu að þér kjaftið frá seinna. En það skulum við tala um á eftir, fyrst verð ég að fá upplýs- ingarnar. Hann leit á hendurnar á Smith og sá umbúðirnar og hélt áfram: — Þér getið líklega ekki skrifað sjálfur, en ef þér viljið lesa mér fyrir þá skal ég skrifa. Ég ætla bara að læsa dyrunum, svo að við fáum að vera í friði. Smith studdi höndunum undir höfuðið og fór að lesa honum fyrir, en þurfti að taka málhvíld við og við og hugsa sig um. Nokkru síðar stóð Smith við gluggann í skrifstofunni sinni og sagði Maud Miller alla söguna. — Nú hef ég logið kynstrum í hann til að gæða sér á, sagði hann og glotti út í annað munnvikið, — og ég hef gert lögreglunni aðvart. Það verður höfð gát á honum hverja sekúndu, dag og nótt, og þegar hann reynir að koma upplýsingunum af sér — lendir hann í gildrunni. Hann rétti allt í einu úr sér og starði út á götuna. Hár, grannur maður kom út úr dyrum hermála- ráðuneytisins og í sömu svifum um- kringdu 5—6 menn óeinkennisbún- ir hann og ýttu honum inn í bíl. Og augnabliki síðar komu fjórir með Gordon handjárnaðar á milli sín. Ráðherrann, sem hafði hætt ferðalagi sínu í miðju kafi, leit þakklátur til Smiths, sem sat al- reifaður andspænis honum. „Þér hafið ekki aðeins hagað yð- ur eins og hetja, heldur líka sem urræðagóð hetja! sagði hann. —- Kæri Smith, viðurkenninguna sem Gordon lofaði yður, mun stjórnin gjalda yður með mikilli ánægju, og auk þess get ég glatt yður með því, að þér hafið verið skipaður yfir- maður upplýsingaþjónustunnar. Við þurfum menn eins og yður þar. Smith þakkaði brosandi fyrir sig, og ráðherrann hélt áfram: — En við verðum að finna einhver ráð við gleymskunni yðar, Smith. Til þess að létta á yður skuluð þér fá að- stoðarmann, sem annast um smá- munina og á að sjá um að ekkert gleymist. — Þökk fyrir, en ég býst ekki við að þörf verði á því, svaraði Smith. — Ritarinn minn, Maud Miller, hef- ur lofað að giftast mér og hún mun framvegis sjá um, að ég hafi ekki önnur plögg heim með mér en þau, sem koma mér við — svo að það uppgötvast fljótt ef eitthvað óvið- komandi hefur slæðst í möppuna mína. . — Ég óska yður til hamingju, sagði ráðherrann brosandi. — Má ég bjóða yður í hádegisverð? — Þökk fyrir, en það verður að vera í eitthvert annað skifti. Ég hef lofað að borða með ungri stúlku, og vil helst ekki' láta hana bíða. Ég er gleyminn, eins og þér minntust á, en fyrsta stefnumótið mitt verð ég þó að reyna að muna! ☆ NÝJASTA MISS. — Varla var nýárið byrjað fyrr en Frakkar kusu sér fegurðardísina fyrir 1960. Hún er stúdent, 17 ára og heitir Brigitte — ekki Bardot en — Braz- er. Og hún var ekki sein á sér að komast i símann til að segja mömmu sinni fréttina. v_ SETUR ÚT Á EISENHOWER. — Ameríkanski hershöfðinginn Max- well D. Taylor hefur nýlega gefið út bók og fer bar ómjúkum orðum um hermálastefnu Eisenhower- stjórnarinnar og krefst algerrar endurskipunar á hermálum Banda- ríkjanna. — Taylor var formaður herforingjaráðsins en sagði af sér í fyrra út af ósamkomulagi við stjórnina.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.