Fálkinn


Fálkinn - 19.02.1960, Síða 13

Fálkinn - 19.02.1960, Síða 13
FALKINN 19 K-K* Vízk aa FALLEG DRAGT. Tízkuhúsið HERMES í París segir að þessi dragt sé einkanlega ætluð kvenfólki, sem fer á veiðar, og mun þá átt við dýi’aveiðar fremur en manna. Efnið er köflótt TVÍD, en jakkinn grænn og köfióttur trefilL Sé jakki og pils fóðrað með vindþéttu fóðri eru þetta hlý föt, þó kalt sé í veðri. LINDIGRÆNT — ECKALYPTUS. I vor sem leið, kom frafu nýtt afbrigði af græniun lit, og hann virðist ætla að lialda hér áfram og verða tízkulitur í vetur líka. í vor var liturinn kallaður „lindi-grænn“ en hef- ur nú breytt imi nafn og er kallaður eckalyptus, þvi að þetta tré er sígrænt, en lindi- tréð ekki. Hér eru skór og taska úr skinni með þessum nýja lit, sem þykir fara vel við grá, svört og brún föt. „Eg vona að ég geri yður ekki mjög mikið ó- næði,“ sagði hún óg lygndi aftur augunum. „En mig langar til að segja yður, að mér þykir afar leitt að heyra þetta hræðilega, sem hún ungfrú Harrison hefur gert. Það hljóta að vera mikil vonbrigði fyrir yður, að aðstoðarlæknir yðar geri sig seka í svona tiltæki.“ Ef Philip MacDonald hefði verið rórra innan- brjósts, mundi hann hafa spurt hvernig Elsie vissi um þetta. Tíðindi éru að vísu fljót að spyrjast á siúkrahúsum, en að Elsie vissi þegar hvað farið hafði á milli hans og Soi>ju, benti helzt á að hún hefði hlerað við skráargatið. „Það kom sannarlega á óvart,“ sagði hann og ýtti fram stól handa henni. „Mér hefði sízt af öllu dottið í hug, að ungfrú Harrison gerði slíkt.“ „Ekki furðar mig á því,“ svaraði Elsie. „Ung- frú Harrison hefur mjög róttækar siðferðistil- finningar. Nóttina eftir dansleikinn á sjúkra- húsinu gisti hún til dæmis heima hjá unnustan- um sínum. Ég veit það, því að ég sá hana sjálf koma út frá honum um morguninn.“ MacDonald hrökk við. Þegar hann var minntur á dansleikinn sá hann fyrir augum sér Sonju í létta danskjólnum. Hún hafði verið svo ungleg og sakleysisleg, að hann átti bágt með að trúa að hún væri útsláttarsöm. En það sem Elsie sagði nú, sýndi aðeins að oft er úlfur undir sauð- argæru. Móðir hans hafði á röngu að standa er hún sagði að kvenstúdentarnir væru eins og börn. En ef hún hefði haft eins mikla reynslu og hann, mundi hún hafa sagt allt annað. „Ég skil,“ sagði hann hljóðlega. „Ungfrú Harrison hlýtur að vera flón, úr þvi að hún fyrirgerir tækifærinu til að fá að vinna hjá öðrum eins manni og yður,“ hélt Elsie áfram. Hún horfði á hann stórum bláum augum með óblandinnni aðdáun, sem hvaða manni sem vera skyldi, hefði fundist ómótstæðileg. „Nú fáið þér bráðum ungan og áreiðanlegan mann í henn- ar stað, og þá er ég viss um að allt verður öðru- vísi. Ég er yður algerlega sammála um, að kven- fólk á ekki að sækja lengra en í hjúkrunar- kvennastöðuna. Ungfrú Harrison ætti að láta karlmennnina um læknisstörfin.“ „Ef allar hjúkrunarkonur væru jafn óeigin- gjarnar og trúar og þér eruð, systir Elsie, væri enginn vandi að vera læknir,“ sagði MacDonald. Hann þrýsti innilega að hendinni á henni. „Ég hef takmarkalaust traust á yður.“ „Og ég á yður, Philip,“ svaraði Elsie hikandi. Hún dirfðist að nefna skírnarnafnið. „Þér eruð dásamlegur læknir. Mér er það mikill heiður að fá að vinna með yður.“ Þessir gullhamrar og fegurð stúlkunnar hlutu að hafa djúp áhrif á MacDonald einmitt núna. Elsie færði sig upp á skaftið er hann svaraði engu, og mjakaði sér nær. Áður en MacDonald vissi af hafði hann tekið hana í fangið. Hann hafði aldrei hirt um að skilgreina tilfinningar sínar gagn- vart Elsie Smith. Hún var mjög lagleg, honum þótti gaman að hafa hana nærri sér og fannst þægilegt að tala við hana. Af því að hann gekk fyrst og fremst upp í starfi sínu, tók hann ekki eftir að þessi eigingjai’na og ófyrrileitna stúlka var smátt og smátt að sölsa hann undir sig. „Þú ert góður félagi, Elsie,“ sagði hann loð- mæltur. Viltu koma heim til mín í te, ein- hvern daginn? Hún móðir mín segir að ég ætti að kynnast fleiru kvenfólki.“ „Það langar mig mikið, Phihp,“ hvíslaði hún bljúg. En ég segi það eins og það er — ég er feimin við að kynnast henni, jafn frægan son og hún á.“ „Það er hreinn og beinn óþarfi,“ sagði hann. „Hún mamma er ákaflega blátt áfram. Hún er dásamleg kona ofan úr Hálöndum. Ég er viss um að ykkur kemur prýðilega saman.“ Meðan þessi hjartnæmi leikur fór fram milli yfirlæknisins og Elsie, hljóp Sonja í flýti úr sjúkrahúsinu. Henni fannst hún vera að missa vitið. í fyrsta skipti á ævi sinni kenndi hún svo yfirbugandi harms, að hún gat hvergi séð ljósan blett. Hvað átti hún að gera af sér? Hvar átti hún að leita huggunar? Venjulega trúði Sonja Annie gömlu fyrir raun- um sínum. Annie hafði þurrkað af henni tárin síðan hún var lítil telpa. En þetta mál var of flókið til þess að gamla konan gæti hjálpað. Hún mundi ekki skilja þann geigvænlega kvíða, sem var að merja Sonju. Þá datt henni í hug unnustinn, Max Brentford. Hann var læknir sjálfur og mundi skilja hvernig þessi hræðilega ákæra kvaldi hana. Og auk þess gæti hann ef til vill hjálpað henni til að komast fyrir hvernig Kathleen hefði náð í meðalið. Kannske var það einhver af læknastúdentunum, sem hafði útveg- að henni það í sjúkrahúsinu eða annars staðar að. Sonja gleymdi alveg sinni meðfæddu sparsemi og hóaði í leigubíl og ók heim til Max. Henni var svo mikið í hug, að hún gleymdi alveg að hringja á undan sér til að spyrja hvort hann væri heima. Sem betur fór var hann það. Hann hafði séð hana úr glugganum í bókastofunni og kom sjálfur til dyra og opnaði. „Þetta var gleðilegt þó það kæmi á óvænt,“ sagði hann og togaði hana inn úr dyrunum. „Ég hélt að þú værir lokuð inni yfir holskurði með MacDonald yfirlækni.“ „Ég verð að tala við þig um alvarlegt mál,“ sagði Sonja móð. „Það er hræðilegur atburður.“ Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kL 10—12 og 1%— 6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.