Fálkinn


Fálkinn - 28.12.1960, Blaðsíða 10

Fálkinn - 28.12.1960, Blaðsíða 10
Teningunum er kastað! Nýtt ár geng- ur í garð og atburðir hins liðna standa frammi fyrir okkur, sumir ljúfir og elskulegir, eins og setning úr skáldsögu eftir Guðrúnu frá Lundi, aðrir óhagg- anlegir og miskunnarlausir, eins og bak- hluti bankastjóra frammi fyrir háttvirt- um dómurum! Það mætti rifja upp margt skrítið og skemmtilegt frá liðnu ári, svo sem óeirðir í Litlu-Kongó, ball- ið, sem aldrei var haldið, frímerkjavið- skipti, rölt Brúsaskeggja, olíuverzlun, morðbréf, dægurlagið, sem varð svo vin- sælt, að jafnvel þriggja ára rollingar heyrðust syngja Það á götum úti: „Díð- an æl ég að dofa hjá ér .. .“, jólabæk- urnar, sem urðu fleiri en síldarnar, sem veiddust í sumar, lausafregnir af drauga- gangi fyrir norðan og svona mætti lengi telja. Við skuldum láta annálariturum framtíðarinnar eftir að skrásetja öll þessi merku tíðindi, en bregða okkur í staðinn langt aftur í tímann. ★ „Það var alsiða fyrrum, að láta ljós lifa alla nýársnóttina, og húsfreyja fór um bæinn og hafði yfir þennan formála: „Komi þeir, sem koma vilja, veri þeir, sem vera vilja, fari þeir, sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu. Og til var sá siður, að minnsta kosti nyrðra, að konur skömmtuðu hrokaðan disk af hangiketi og öðrum fagnaði og létu á afvikinn stað frammi í bænum handa huldufólkinu, og átti það alltaf að hverfa. Þessu mun ekki vera hætt fyrir löngu á einstöku stað, og víða er enn venja að kveikja í hverju horni á gaml- árskvöld. — Á nýársnótt var og bezt og happadrjúgast að sitja úti á kross- / götum, ef maður var nógu stilltur og kunni með að fara. Þá varð allt vatn snöggvast að víni á nýársnótt, kirkju- garðar risu og kýrnar töluðu í fjósinu. Þá er talið víst, að óskastundin væri á nýársnótt. Þá féll og búrdrífan og var mikilsverðandi fyrir húsfreyjur, að geta handsamað hana. Það má áreiðanlega taka mark á öllu, sem mann dreymir á nýársnótt. — Það er gömul trú, að á gamlárskvöld á maður að geta séð konuefni sitt eða kona mannsefni, með því að horfa í spegil í koldimmu her- „Þegar ég er loksins kominn í stemn- ingu, þarft þú endilega að trufla mig !“ bergi. Pyrst á að hafa yfir þulu, sem fáir kunna nú, en enginn má vita um þetta og enginn vera við. Fyrst koma kynjamyndir í spegilinn, en svo á að koma hönd með hníf eða eitthvert vopn. Hún á að koma fram þrisvar sinnum, en ekki má snerta hlutina eða taka við þeim, því að það verður manni til ógæfu. Seinast fara myndirnar í spegl- inum að skýrast, en loksins kemur fram hin rétta mynd, varir nokkrar mínútur og svo hverfur allt. Fyrstu myndirnar sjást sem í þoku. Svo má líka liggja á krossgötum, t. d. þar sem búr- og eldhúsdyr mætast í göngum á bæjum. Þá birtist manni tilvonandi kona hans, eða komu mannsefni hennar. Komu þau og bjóða manni gjafir, en þær má mað- ur ekki þiggja, því að það verður til ógæfu. Maður nokkur lá í krossgötum og kom konuefni hans þar til hans og bauð honum margt. Loks þáði hann rýt- ing einn fagran. Löngu síðar, er þau voru gift, varð þeim einu sinni sundur- orða, og féll manninum það svo illa, að hann drap sig á rýtingnum . . .“ ★ „Maturinn er mannskepnunnar mátt- ur og yndi,“ segir gamalt máltæki, og aldrei sannast þetta rækilegar en ein- mitt um hátíðarnar. Það rifjast upp fyrir okkur gömul, sönn saga um mat- gogg, og hún er á þessa leið: „Blessuð matarlystin er allri blessun betri,“ var Signý gamla vön að segja, þegar henni var borinn einhver girni- legur matur, svo sem hangikjöt eða svið, sem voru ljúflingsréttir hennar. Annars þurfti hún aldrei að kvarta yfir lystar- leysi, því að hún át daglega ekki minna en ætlað var tveimur matlystugum og fílefldum karlmönnum. En matnum var heldur ekki kastað á glæ. Það sást bezt á kerlingunni, Hún vó 200 pund og vel það, þó að hæð hennar væri ekki meiri en í meðallagi. Á þverveginn var kerl- ingin heldur fyrirferðarmeiri, því að á því sviði gat hún boðið birginn olíu- ámu og meðal bjórtunnu. Þó að Signý væri orðin roskin kona, meira en sjö- tug, var hún ennþá heilsugóð, enda hafði henni sjaldan orðið misdægurt um dagana. Hún hafði líka átt góða daga síðustu tíu árin, en þau hafði hún dval- ið hjá heiðurshjónunum á Hala, og þar „Gleðilegt nýár! En segið mér eitt: Hvernig er eigilnlega með þennan strætisvagn? Er hann hættur að ganga?“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.