Fálkinn - 28.12.1960, Blaðsíða 32
Misheppnuð njósnastarfsemi -
Frh. af bls. 15
sömuleiðis Heinrich Himmler, Hermann
Göring og Alfred Rosenberg, svo nokkr-
ir séu nefndir.
Sú var afstaða von Papens, að hús-
bóndi hans, Ribbentrop utanríkisráð-
herra hataði hann engu minna en
hann fyrirleit Kaltenbrunner, en sá
maður blandaði sér iðulega í mál Pap-
ens. Moyzisch lautinant nefndist fulltrúi
í sendiráðinu í Ankara, en í raun og
veru var sá maður njósnari Kaltenbrunn-
ers þar, og skyldi gegna því hlutverki
að hafa vakandi auga með starfsliði
sendiráðsins, að meðtöldum sjálfum am-
bassadornum von Papen.
En þótt sá góði lautinant væri þann-
ig á snærum Kaltenbrunners, bar hann
eigi að síður takmarkalausa, nær barna-
lega virðingu fyrir von Papen, og taldi
hann framúrskarandi stjórnmálamann.
Auk þess var ambassadorinn af aðals-
ættum, og mun það hafa gert sitt til að
auka álit hans.
Þá gerðist það, að albanskur maður,
sem var þjónn hjá brezka sendiherran-
um, Sir Hughes Knatchbull-Huggessen,
leitaði sambands við Moyzisch lautinant
og bauð honum filmuspólu gegn góðri
borgun. Staðhæfði maður þessi, að þar
væru mikilsverðar ljósmyndir af ýms-
um leyniskjölum, er húsbóndi hans taldi
vel læst inni í eldtryggum skáp.
Moyzisch leitaði ráða hjá von Papen.
Hann ráðgaðist síðan við yfirstjórnina í
Berlín, er gaf leyfi til kaupanna. Mynd-
irnar voru síðan keyptar fyrir tuttugu
þúsxmd pund og lautinantinn fékk vil-
yrði fyrir fleirum. Var þetta upphafið
að einni hlægilegustu fjarstæðu í sögu
njósna um allan heim.
Með aðstoð „Síseró-aðgerðanna“ bár-
ust nú sendiráðinu ljósmyndir af leyni-
skjölum í stríðum straumum. Filmurn-
ar voru framkallaðar og sendar til Ber-
línar. En þeim Ribbentrop og Kalten-
brunner kom ekki saman um, hvernig
nota skyldi upplýsingar þær, er stöðugt
komu frá Ankara.
Eitt sinn tók Ribbentrop nokkrar spól-
ur til sín, án þess að láta Kaltenbrunner
sjá þær, en þá gaf Gestapóforinginn
Moyzisch skipun um, að senda honum
— Kaltenbrunner — sjálfum spólurnar,
upp frá þessu. Og umfram aUt skyldi
hann forðast að láta von Papen sjá þær.
Moyzisch hlýddi skipuninni samvizku-
samlega, allt þar til er hann framkall-
aði filmu af frétt nokkurri, er af mátti
ráða, að Tyrkland væri þess albúið að
fallast á að taka brezka liðsforingja í
her sinn. Þetta voru svo mikil tíðindi,
að ambassadorinn varð að fá að vita það.
Og nú gerði von Papen snjallræðið!
Hann sneri sér til tyrkneska utanríkis-
ráðherrans og heimtaði skýringu. Það
væri allt of vægt orðalag að segja, að
geysilegt uppnám hefði orðið. Jafnskjótt
32 FÁLKINN
sem hinn þýzki ambassador var genginn
út úr dyrunum, þaut utanríkisráðherra
á fund brezka sendiherrans eins og leift-
ur færi. Varð honum þegar ljóst, að ein-
hvers staðar hlaut að hafa „lekið“ innan-
húss hjá honum, og herti því á öllu eftir-
liti. Von Papen hafði sjálfur sett ræki-
lega undir lekann!
Ótrúlegast af öllu er þó hitt, að Þjóð-
verjar notfœröu sér yfirleitt ekki það
óhemju magn upplýsinga, sem albanski
þjónninn útvegaði þeim gegn góðri borg-
un, er upp á síðkastið var að vísu greidd
í fölskum pundaseðlum. Er það sennilega
hið mesta glappaskot, sem njósnakerfi
hefur gert sig sekt um á stríðstímum.
Ástæðan til þess var sú, að þeir efuð-
ust stöðugt um, að upplýsingarnar væru
áreiðanlegar.
En Þjóðverjar gerðu iðulega slíkar
skyssur. Þeir hafa ætíð verið svo gjarn-
ir til að binda sig við kerfi og nákvæmni,
en það hefur leitt til þess að komizthefur
upp um marga njósnara þeirra. Brezka
upplýsingaþjónustan lagði málið í hendur
sérfræðingum, og þeir störfuðu langtum
sjálfstæðara hver út af fyrir sig. En
Þjóðverjar byggðu á fjölda njósnaranna.
Bandaríkjamenn voru ekki að tvínóna
við hlutina. Einn af sonum hans „Samú-
els frænda“ starfaði við Office of Stra-
tegic Service (Herstjórnarskrifstofu
Bandaríkjanna). Árið 1944 sendi hann
der Fúhrer bréfspjald með stuttri en
stórmóðgandi kveðju. Undir kveðjuna
skrifaði hann: „Amerískur liðsforingi í
Þýzkalandi.“
EITT hið mesta af öllum heimsku-
pörum, sem drýgð hafa verið á sviði
njósnamálanna, átti sér stað við ítalska
sendiráðið í Berlín árið 1929. Júgóslav-
neskur njósnari komst í samband við
skrifstofustúlku, er starfaði fyrir einn
sendiráðsfulltrúann. Bauð hann henni
álitlega fjárupphæð, ef hún vildi lána
honum bókina með dulmálslyklinum yf-
ir nóttina.
Ritarinn hugsaði ráð sitt og setti dæm-
ið upp eitthvað á þessa leið: Ef lítið og
fátækt land hefur ráð til að borga svo
vel fyrir lánið, hlýtur ríkt land og stórt
að geta borgað miklu meira. Hún samdi
því við franska sendiherrann, stal dul-
málslykilinn til þess að láta mynda
hann. Síðan lánaði hún Júgóslavanum
bókina á eftir.
En þegar hún kom á skrifstofuna dag-
inn eftir, sá hún sér til mikillar skelf-
ingar, að fulltrúinn húsbóndi hennar
var þegar kominn, og vonlaust fyrir
hana með öllu að skila bókinni aftur á
sinn stað.
Það var mjög mikið að gera í sendi-
ráðinu um þetta leyti, og þegar á leið
daginn kom sendiherrann sjálfur inn og
spurðist fyrir um hverju sætti tregða sú
við afgreiðslu, sem hann hafði komizt
á snoðir um. Varð þá fulltrúinn að kann-
ast við, að dulmálsbókin var blátt áfram
horfin.
Af ótta við það, hvernig Mússólíni
kynni að bregðast við sannleikanum,
komu þeir sér saman um að halda hvarf-
inu leyndu. Reyndu þeir að þýða til-
kynningar þær, er bárust frá Rómaborg,
eftir beztu getu, með því sem þeir mundu
af dulmálslyklinum. Á skrifstofustúlk-
una féll aldrei grunur! Bókin virðist
aldrei hafa komizt á sinn stað, og að
hæfilega löngum tíma liðnum sagði hún
upp starfi sínu, sem ekki var furða, og
dró sig í hlé. Og svo héldu skeytasend-
ingar áfram, fram og aftur, í heilt miss-
eri, eftir „minnislyklinum". Óneitanlega
verður slíkt þó að teljast hæpinn grund-
völlur.
Sá varð þó endir á, að þjófnaður dul-
málsbókarinnar barst til eyrna yfirvald-
anna í Róm, og allt fór í bál og brand
hjá sendiráðinu.
Við höfum vanizt því, af kvikmynd-
um og sakamálasögum, að sjá kven-
njósnurum lýst sem frábærum fegurðar-
dísum, sem hlaðnar eru snilligáfum og
óbilandi hugrekki. En sérfræðingur einn
í þessum málum, Basil Thomson, er for-
stöðu veitti rannsóknadeild Scotland
Yard, í fyrri heimsstyrjöldinni, hefur
látið hafa það eftir sér í stuttu máli, að
konur séu lélegir njósnarar.
Hvað er þá um hina sögufrægu njósna-
konu, Mata Hari? Hún stundaði njósnir
fyrir peninga og ástir, og fékk aldrei
nóg af því, hvorki hinu fyrra né síðara.
Hitt er staðreynd, að sem njósnari fékk
hún litlu til vegar komið, er gagn væri
að. Endalok hennar urðu þau, að hún
var seld í hendur Frökkum, af sjálfum
húsbónda sínum, snillinjósnaranum
Canaris, og lauk lífi sínu frammi fyrir
aftökusveitinni.
Jafnvel sjálfur Canaris missti tök á
því, er til lengdar lét, að leika tveim
skjöldum. Sem kunnugt er, tók hann
þátt í samsærinu gegn der Fuhrer, og
urðu það æfilok hans, hræðileg endalok.
En það gildir einu hvort njósnararnir
eru snillingar, ellegar þeir haga sér eins
og hálfbjánar. Störf þeirra eru alltaf
jafn hættuleg, og henta þeim ekki, sem
hræddir eru um líf sitt.
Rjópan -
Frh. af bls. 9
niður í hópinn eins og örskot væri með
sömu tilburðum og þegar þeir slá með
vængjunum, en þegar hann er nær því
kominn að einni rjúpunni, breytir hann
áætlun og grípur hana í klærnar og eins
og hálf stanzaði í loftinu um leið. Þann-
ig flaug hann með hana lifandi í burt'u
og sá ég greinilega, hvernig hún brauzt
um.
í heimkynnum rjúpunnar eru refirnir
háskagripir. Þeir ná þeim á öllum tím-