Fálkinn - 28.12.1960, Blaðsíða 17
SAMKVÆMISLEIKIR
Aldrei eru boð og skemmt-
anir tíðari en einmitt nú um
hátíðarnar. Og þegar menn
koma saman og eru orðnir
mettir af hátíðamat og góð-
gæti, reyna þeir eftir mætti
að skemmta sér. Það hefur
löngum þótt góð skemmtun
að fara í leiki, og væri því
ekki úr vegi að rifja upp
nokkra til skemmtunar.
Fyrir skömmu kom út Sam-
kvæmishandbókin GLETTA,
og hefur útgefandi hennar
veitt FÁLKANUM góðfús-
legt leyfi til þess að birta
nokkra af leikjunum, sem
þar birtast.
Blindteiknun
Einn þátttakandinn, við
getum kalláð hann Katrínu,
er beðinn að setjast við borð.
Hún fær blýant í hönd, papp-
írsblað fyrir framan sig, og
svo er bundið fyrir augun á
henni. Blindinginn er beðinn
að teikna lítinn grís. Katrín
ber því kannski við, að hún
kunni alls ekki að teikna, en
það er aukaatriði. Það gerir
ekkert til, þótt grísinn verði
dálítið undarlegur í laginu.
Þess verður þó að krefjast, að
hann hafi fjóra fætur, að
minnsta kosti eitt auga og
einn hala. Það er leyfilegt að
teikna grísinn í einu striki
að undanskildu augum og
hala, sem verður að setja á
út af fyrir sig. — Katrín
byrjar. Stjórnandinn má
helzt ekki skemmta sér of
vel yfir svona löguðum verk-
efnum. Hins vegar eru engin
takmörk fyrir, hve kröftug-
lega hann má hrósa henni
fyrir afrekið, enda þótt teikn-
ingin sé líkari flyðru, leður-
blöku og pokadýri heldur en
grís. Stundum svífur halinn
hátt á lofti, og augun eru eins
og líkþorn á fótunum. — Þeg-
ar Katrín er búin, tekur sá
næsti við.
Hátt aS fljúga
Þessi leikur er helzt fyrir
börn og unglinga, að minnsta
kosti mega höfuðpersónurn-
ar ekki vera alltof þungar.
„Flugmaðurinn“ er settur á
bretti, lausa borðplötu eða
annað slíkt. Hann stendur
með útrétta handleggi og
tveir aðrir halda um hendur
hans. Það er bundið fyrir
augun á „flugmanninum", og
nú er plötunni með honum
á, lyft varlega frá gólfinu,
— nokkrir sentímetrar er
nóg. Samtímis láta þeir, sem
halda um hendur flugmanns-
ins, handleggi hans síga nið-
ur, og þá finnst honum sem
sér sé lyft í ógnar hæð, enda
'þótt platan sé rétt við gólf.
Nú er flugmaðurinn beðinn
að stökkva niður, en hann
veigraði sér við því, og þeg-
ar hann herðir loks upp hug-
ann, ber hann sig að eins og
hann væri að stökkva úr mik-
illi hæð.
A8 reisa flöskur
Fimm tómar flöskur eru
settar á gólfið, þannig að
fjórar myndi ferhyrning og
sú fimmta í miðjuna. Einn
þátttakandi stendur hjá
flöskunum, en hinir standa í
hring umhverfis. Stjómand-
inn (í hringnum) byrjar ineð
að reyna að velta flöskum
með bolta. Hvort sem hon-
um tekst það eða ekki, á sá
næsti að reyna, sem stend-
ur þar næst, þegar boltinn
veltur. Ætíð skal kastað úr
hringnum. — Jafnskjótt og
ein eða fleiri flöskur velta
um koll, á sá næsti, sem
stendur í miðju, að flýta sér
að reisa þær við á réttum
stað. Takist það, áður en
næst er kastað, á sá þátttak-
andinn, sem næst átti að
kasta, að skipta við þau 1
miðjunni.
E Idspýtnaturn
Það er hægt að iðka þenn-
an leik á tvennan hátt, en í
báðum tilfellum verða menn
að hafa styrka og stöðuga
hönd. — Fyrst skulum við
spila um peninga. Á borðinu
liggur hrúga af eldspýtum
og þar hjá stendur tóm
flaska. Eftir röð setur hver
þátttakandi af öðrum eina
eldspýtu ofan á flöskustút-
inn. Eftir því sem turninn
hækkar, verður auðvitað erf-
iðara að láta eldspýturnar
haldast kyrrar. Sá, sem fellir
niður eldspýtur, verður af
með einn eyri fyrir hverja.
Spili menn ekki með peninga
er hver þátttakandi látinn fá
til dæmis 20 eldspýtur (ef
færri eru en tíu í leiknum)
eða 10 eldspýtur hver (ef
fleiri eru en tíu). — Eftir röð
setja menn eina eldspýtu á
flöskuna. Þegar leikmaður
fellir niður eldspýtur, verður
hann að taka þær í sinn
bunka. Sá fyrsti, sem losnar
við allar sínar eldspýtur hef-
ur sigrað.
Eggjaferð
Að jafnri tölu þátttakenda
(minnst átta, helzt fleiri)
eru valin tvö lið, sem setj-
ast á stólaröð hvort andspæn-
is öðru. Hver keppandi held-
ur á matskeið í munninum
(um skaftið) og hvert lið fær
eitt egg til umráða. Eggin
eiga að ferðast eftir röðinni
frá skeið til skeiðar og þau
eiga að leggja samtímis af
stað. Það er stranglega bann-
að að nota hendurnar.
Sankti Péturs-leikur
Hvers vegna Sankti Pétur
er bendlaður við þennan leik,
er ekki gott að vita, en það
skiptir minnstu og eitthvað
verður barnið að heita. —
Stjórnandinn skrifar nöfn
þátttakendanna hvert niður
af öðru á blað og spyr síðan
hvern og einn: „Hve marga
hermenn viltu hafa?“ Talan
(minnst 1, en mest 20) er
færð sem strik aftan við nafn
viðkomandi. Að því búnu er
hægt að byrja: Hermennirn-
ir skulu felldir, en aðeins ní-
undi hver. Stjórnandinn tel-
ur strik (frá efsta nafni til
neðsta og upp aftur ef með
þarf) og hver níundi fellur
úr. Sá, sem á síðasta her-
manninn, hefur unnið. Sem
viðeigandi undirspil við taln-
inguna, geta þátttakendurnir
raulað með grafarraust:
Dauði og djöfuls pína,
drepa þeir alla mína?
Hver þátttakandi getur
haft sína hermenn fyrir
framan sig og tekið þá
sjálfur burt, jafnóðum og
þeir falla. Svo undarlegt sem
það kann að virðast, er sá,
sem er með flesta hermenn-
ina, ekkert betur settur en
hinir. Sá, sem á 4 getur al-
veg eins unnið og hinn, sem
á 20.
FALKINN 17