Fálkinn - 28.12.1960, Blaðsíða 13
KVIKMYIMD ÁRSIIMS AÐ MARGRA DÓMI
Dag nokkurn kemur AmeríkumaSur-
inn Homer til Pireus. Hann dýrkar hina
gömlu Hellas og leitar svars við lífs-
gátu sinni: Hvers vegna leið hin gríska
sígilda menning undir lok?
Um kvöldið kemur hann til knæpunn-
ar, þar sem Ilya og vinir hennar drekka,
syngja og dansa. Homer verður hugfang-
inn af Ilyu og hinni glaðværu og
skemmtilega stemningu, sem ríkir á
kránni. En er hann uppgötvar þá hryggi-
legu staðreynd. að Ilya er léttúðardrós,
hefur hann fundið lausn gátunnar: Hin
gamla Helles féll, af því að hún, á sama
hátt og Ilya, gaf sig á vald holdlegri fýsn
en vanrækti andlega iðkun. Hann reynir
strax að tala um fyrir henni og telja
henni hughvarf ...
Þetta er meginþráðurinn í kvikmynd-
inni „Aldrei á sunnudögum“, sem marg-
ir telja athyglisverðustu kvikmynd
þessa árs. Myndin er grísk og hefur
farið sigurför um allan heiminn að und-
anförnu. í hverri höfuðborginni á fætur
annarri hefur hún verið sýnd mánuðum
saman fyrir troðfullu húsi og samnefnt
lag úr myndinni er orðin landsplága
víða, en er nýkomið hingað og hljómar
nú á öllum veitingahúsum bæjarins og
í dægurlagaþáttum útvarpsins. Margir
álíta að leikkonan Melinda Mercouri,
sem leikur Ilyu, sé stjarna ársins á
himni kvikmyndanna. Sýningar á mynd
inni eru fyrir nokkru hafnar á Norður-
löndum og væntanlega líður ekki á
löngu, þar til íslenzkum bíógestum gefst
kostur á að sjá hona.
Bandaríski kvikmyndastjórinn Jules
Dassin hefur til þessa verið þekktastur
fyrir harðsoðnar myndir á borð við
„Úlfa næturinnar“, en í þessari nýjustu
mynd sinni hefur hann slegið á aðra
strengi. Myndin er lofsöngur til lífs-
gleðinnar og engin túlkar hana betur en
einmitt Malina. „Ég þekki engan, sem'
elskar lífið með slíkri þjáningu sem
hún,“ segir Dassin.
ALDREI Á
SUNNUDÖGUM