Fálkinn - 28.12.1960, Blaðsíða 19
FRETT ARSINS 1960?
Fyrsta fréttin um frímerkjabrask Ein-
ars Pálssonar og félaga hans birtist í
Alþýðublaðinu 19. janúar. Og fyrsta frétt-
in um Lundgaardmálið, — frímerkja-
málið, sem kennt er við danskan verk-
fræðing að nafni Lundgaard — birtist
í Alþýðublaðinu 9. júní síðastl.
Olíumálið svonefnda, það er að segja
brask Olíufélagsins h.f., nær allt aftur
til ársins 1958, þegar rannsókn hófst í
því. En málið reis hæst á þessu ári og
varð mjög umtalað, sérstaklega þegar
Vilhjálmur Þór dróst inn í það.
★
Tómas Karlsson, fréttastjóri Tímans,
er á sömu skoðun og Matthías Jóhannes-
sen. Honum dettur fréttin um fund Úr-
anusar fyrst í hug, þegar hann lítur
í huganum yfir árið, sem nú er að líða.
Hann segir:
— Okkur blaðamönnum er oft legið
á hálsi fyrir að vera einum um of
fréttaþyrstir. Við erum ásakaðir fyrir
að gera okkur mat úr öllu og gera úlf-
alda úr mýflugu, hvenær sem tækifæri
býðst. Sumir segja jafnvel, að það sé
ekki eðlilegt, hvað við gleðjumst yfir
Tómas Karlsson.
Hersteinn Pálsson.
slæmum fréttum. En þetta er hreinn
misskilningur.
Þegar ég lít yfir stærstu fréttir árs-
ins, þá finnst mér blasa við, að fréttin
um fund Úranusar sé þeirra mest og
stærst. Það má að sjálfsögðu endalaust
deila um mat á fréttum, slíkt er meira
og minna háð smekk og viðhorfum, —
en þetta er sem sagt mitt álit. Togarinn
Úranus hafði verið talinn af, þegar hann
fannst, og fagnaðarbylgja fór um
Reykjavík, þegar gleðitíðindin bárust.
Og ég held, að það sé ekkert skemmti-
legra í starfi blaðamannsins en einmitt
að geta fært góðar og gleðilegar fréttir.
★
Þegar við litum inn til Hersteins Páls-
sonar, ritstjóra Vísis, voru aðeins tveir
dagar þar til blaðið átti fimmtíu ára
afmæli, svo að það var engin furða þótt
Hersteini yrði að orði:
— Þið þurfið ekki að spyrja hver er
stærsta frétt ársins hér hjá okkur. Hún
er auðvitað sú, að Vísir átti fimmtíu ára
afmæli á þessu herrans ári. Það er í
sjálfu sér ekki svo lítil frétt, þegar dag-
blað verður fimmtugt og það meira að
segja elzta dagblað á íslandi!
Hersteinn sýnir okkur nýútkomið af-
mælisblað Vísis, 150 blaðsíður og stærsta
blað, sem gefið hefur verið út á íslandi,
og segir, að þeir hafi unnið við það nótt
og dag að undanförnu.
En við vorum að spyrja um frétt árs-
ins.
— Ég mundi segja, að stærsta frétt
ársins og sú sem mest áhrif hefur haft
á líf og afkomu allra landsmanna, hafi
verið fréttin um gengisbreytinguna, sem
gerð var á þessu ári. Það mætti að sjálf-
sögðu nefna fjölmargar stórfréttir af
einstökum atburðum, en að mínum dómi
hafði fréttin um gengisbreytinguna mest
áhrif.
★
Að lokum heimsóttum við ívar H.
Jónsson fréttastjóra Þjóðviljans og lögð-
um fyrir hann spurninguna um frétt árs-
ins. Hann valdi Úranusfréttina eftir dá-
litla umhugsun.
— Það var bæði stór frétt og góð frétt,
segir hann. Ég man alltaf eftir þessum
degi. Ég var í einhverju viðtali, þegar
fregnin barst og ég gleymi aldrei við-
brögðum þeirra, sem þar voru. Ég held
að allar aðrar stórfréttir hverfi í skugga
þessarar. Það hefur enginn þeirra haft
í för með sér eins afdráttarlausar kennd-
ir og hún. Þegar svona óvæntar gleði-
fréttir berast, snerta þær mann einhvern
veginn þannig, að þær gleymast ekki
í bráð.
— Hvaða aðrar stórfréttir mundir þú
nefna?
— Það er svo sem af nógu að taka.
Ég get nefnt viðreisn ríkisstjómarinnar,
ef þið viljið, — embættisaflausn Vil-
hjálms Þórs, Keflavíkurgönguna og
Þingvallafundinn, ræðu Guðmundar í.
Frh. á bls. 33