Fálkinn - 28.12.1960, Blaðsíða 28
Framhaldssaga eftir Patricia Fenwick
STJÖRNUHRAP
Það var ekki fyrr en löngu síðar . .. eftir marga svefnlausa
klukkutíma, að henni datt annað nýtt í hug. Hún mundi rödd
Valerie í myrkrinu, háa og grama: „Hún er alltof góð og
alúðleg til þess að líða fyrir það eitt að hún er ekki...“
Nú átti hún hægt með að botna stetninguna:
„ . .. að hún er ekki Diana.“
EKKI TREYSTANDI.
Um klukkan átta morguninn eftir var Hugh farinn í skrif-
stofuna. — Ef eitthvað er að skaltu ná í Coral, sagði hann
áður en hann fór. — Þú skalt ekki vera hrædd við að síma til
hennar ef þú þarft á hjálp að halda. Hún tekur þig að sér
þangað til þú getur bjargað þér sjálf.
Irena svaraði því engu. Hún hefði ekki hringt til Coral
núna, hversu mikið sem legið hefði við. Eftir þessa andvöku-
nótt var hún komin að þeirri niðurstöðu, að sér félli ekki við
Coral, og að henni væri ekki treystandi. Hún einsetti sér að
spyrja Valerie um Coral næst þegar hún sæi hana.
Hún ætlaði að spyrja hana um Diönu líka. Hún gæti feng-
ið nánari upplýsingar um stúlkuna, sem Hugh ætlaði að gift-
ast, hjá Valerie. Hún vildi vita hvort hann hefði verið mikið
ástfanginn af henni, til dæmis. Hún vissi, að Valerie mundi
segja henni eins og var. Valerie hafði komið fram sem ein-
læg vinkona frá því fyrsta að hún kynntist henni.
En fyrst varð hún að bjarga sér í dag. Og ég skal láta Mariu
og Önnu skilja mig, hugsaði hún með sér. Næst þegar Coral
borðar miðdegisverð hérna, skal ég segja þeim fyrir verkum
en ekki hún.
Hún leitaði í töskunni og fann portúgalska orðakverið, sem
hún hafði keypt í London, og með það að vopni og nokkrar
setningar, sem hún hafði lært, fór hún fram í eldhúsið.
— Bona die, Anna — bona die, Maria. Þetta var ofur ein-
falt og báðar brostu og heilsuðu á móti. — Bona die, senhora.
Með stoð orðakversins tókst henni að setja saman nokkrar
einfaldar setningar. Líklega voru þær ekki málfræðilega
réttar og stundum kom spurningarsvipur á stúlkurnar, en
einhvers konar samband varð þó úr þessu. Þegar hún fór
upp í herbergið sitt afréð hún að kaupa portúgalska málfræði
og læra málið vel. Ef Coral fengi tækifæri til þess, mundi
hún eflaust taka við hússtjórninni — og nota sér kunnáttu-
leysi Irenu í málinu. Það skal ekki verða, að mér heílli og
lifandi, hugsaði hún með sér. Ekki eftir það, sem hún gerði
í gærkvöldi.
Hún var að opna síðustu töskuna, þegar síminn hringdi.
Hugh, hugsaði hún með sér og hljóp í símann. Ætlaði hann
að bjóða henni að koma út og borða með sér hádegisverð, eða
hringdi hann bara til þess að spyrja hvernig henni liði?
— Halló! sagði hún eftirvæntingarfull.
En það var ekki rödd Hughs, sem hún heyrði í símanum,
heldur Brians.
— Halló, Irena, — hvernið líður þér?
Hún reyndi að leyna vonbrigðum .sínum. — Halló, Brian,
Hún var að opna síðustu töskuna, þegar símínn
hringdi. - Hugh, hugsaði hún með sér og hljóp í
símann. Ætlaði hann að bjúða henni að koma
út að borða með sér?
mér líður ágætlega. Ég er að taka upp úr síðustu töskunni.
minni.
— Viltu borða hádegisverð með mér? spurði hann. — Ég:
fer ekki að vinna fyrr en eftir nokkra daga.
Irena var á báðum áttum. En það var engin ástæða til
að hún afþakkaði boðið.
— Þökk fyrir, það vil ég gjarna, Brian.
— Ágætt! Þá kem ég og sæki þig eftir hálftíma.
Það verður gaman að sjá hann aftur, hugsaði hún með
sér. Hún varð að útskýra fyrir Önnu og Maríu, að hún ætl-
aði að borða úti. Hvað var nú orðið af orðakverinu?
Loks fann hún það, og var lengi að finna það, sem hún
þurfti að segja. Þær svöruðu báðar með langri romsu og
hún var í vafa um, hvort þær hefðu skilið sig rétt. Réttast
væri, að fá Brian til að útskýra þetta betur fyrir þeim, þegar
hann kæmi, hugsaði hún með sér og fór upp til að skipta
og fara í sumarkjól.
Hún valdi kjól, sem var rauður og hvítur og var skemmti-
legur, fannst henni, þegar hún stóð og skoðaði sig í speglin-
um og farðaði sig. Hún var ferðbúin þegar Brian kom.
— Þú lítur ljómandi út, sagði hann, og hún hló, er hún
heyrði skjallið, sem auðheyranlega kom frá hjartanu.
— Hvert eigum við að fara? spurði hún. — Á ég að vera '•
með hatt? Ég veit ekki hvernig fólk hagar sér hérna.
Hann hristi höfuðið. — Nei, alls ekki. Hér nota engir hatta,
nema þegar þeir fara í kirkju. Þú nýtur þin bezt eins og
þú ert.
— Þá er ég tilbúin, sagði hún.
Hún hafði ekki komið út fyrir dyrnar síðan hún kom í
gær. Henni fannst hálf snubbótt, að fyrsta ganga hennar út
í bæinn skyldi verða með Brian en ekki Hugh, en hún gleymdi
því brátt, því að svo margt nýstárlegt bar fyrir augu í þess-
ari yndislegu borg.
Þau gengu fram Avenida Atlantica og Brian benti henni
á það, sem honum fanst vert að hún tæki eftir, og loks komu
þau að veitingastað, sem stóð skammt frá götunni, en múr
fyrir framan, meðfram gangstéttinni. Þau fengu sér borð
við múrinn og brosandi þjónn bar þeim heitan hádegisverð,
sem Irenu fannst mjög bragðgóður, en fullstrembinnn í
svona miklum hita. Hún hafði stungið upp á litlum smá-
rétti, en Brian hafði sagt, að það væri nær ómögulegt að
fá „léttan mat“ í Rio.
Þegar þau voru komin að kaffinu, fór Irena að tala um
Grant Summers og hagaði orðum sínum með gætni, svo að
Brian skyldi ekki gruna ástæðuna til þess að hún var að
forvitnast um húsbónda hans.
— Hvers konar maður er hann? Líkar þér vel við hann?
— Hann er réttur maður á réttum stað, sagði Brian hik-
laust.
— Hvað áttu við með því?
— Hann líður ekkert nöldur af verkamannanna hálfu.
Við höfum um tvö hundruð brasilískra verkamanna á eyj-
unni og þeir voru stundum erfiðir, þangað til hann var sen^-
ur þangað. Hann hefur þá alveg í vasanum — þeir eru laf-
hræddir við hann.
— Hræddir?
Brian kinkaði kolli. — Hann ér hár og þrekinn, svo að
menn hafa beyg af honum, þó hann fari sér hægt. Hann
brýnir aldrei raustina, þegar hann talar við þá, en hann
þarf aldrei að segja þeim neitt tvisvar. Það liggur í því,
hvernig hann segir það — og hvernig hann horfir á þá. Ég
held, að hann dáleiði þá.
— Hann er giftur, — er það ekki?
— Jú.
— Hvernig er frúin?
— Ég þekki hana ekki. Þau hafa ekki verið gift nema
í nokkrar vikur.
Já, alveg rétt, hugsaði hún með sér. Hún hafði gleymt
því. Það var þýðingarlaust að fara frekar út í þá sálma.
— Nú held ég, að ég verði að fara að dragast heim, sagði
hún afsakandi. — Coral Farbray kemur og sækir mig klukk-
an þrjú, og mig langar til að kaupa mér portúgalska mál-
fræði á leiðinni heim. Hvar get ég fengið hana?
28
FALKINN