Fálkinn - 28.12.1960, Blaðsíða 11
BLANDA
var ekki sparaSur matur né drykkur
við hana. Svo bar það við nokkrum
dögum fyrir Þorláksmessu, að Signý
gamla lagðist í rúmið. Var hún svo
þungt haldin, að hún missti alla matar-
lyst og gat ekki einu sinni bragðað á
sviðum eða hangikjöti, en það þótti hús-
móðurinni allískyggilegt og taldi hana
bráðfeiga. Það rættist líka, að daginn
fyrir Þorláksmessu lá Signý örend í
bóli sínu. Kom húsbændunum saman
um það, að ekki þyrfti að vitja læknis,
því að öll dauðan.tiki væru greinileg
á kerlingunni. Líkið var bá þvegið og
fært í hrein klæði, en bví næst var
það flutt í herbergi inn at eldhúsinu
og lagt þar til. Leið svo ac dagurinn
og næsta nótt, en á Þorláksme.-v jmorg-
uninn leit húsmóðirin inn í herbergið
og gætti að líki kerlingar, en sá ekkert
athugavert við það. Þegar komið var
fram yfir hádegi á Þorláksmessu, setti
húsmóðirin upp pottinn með jólahangi-
kjötinu á hlóðirnar í eldhúsinu, og ie:ð
ekki á löngu þar til fór að sjóða í hon-
um og lagði angan af hangikjötinu um
allan bæinn. Þegar húsfreyjan hafði
grun um, að kjötið væri soðið, brá hún
sér fram í eldhúsið til þess að færa
það upp úr pottinum. Ekki hafði hún
lokið við að færa það upp, þegar henni
heyrðist eins og kallað væri úr herberg-
inu, sem líkið stóð uppi í. Húsfreyju
varð nokkuð bilt við, en herti þó upp
hugann og gægðist inn í herbergið. Heyr-
ir hún þá sagt veikum rómi:' „Ertu búin
„Látið þér nú ekki sona, herra dyra-
vörður. Segið mér heldur, hvers
vegna í ósköpunum ég er lokaður
hér inni.“
að sjóða blessað hangikjötið? Það kemur
vatn í munninn á mér aðeins af bless-
aðri lyktinni.“ — Annan dag jóla sat
Signý gamla með heimilisfólkinu og
snæddi jólahangikjötið, Hún var í sann-
kölluðu jólaskapi og tautaði oft fyrir
munni sér: „Ja, maturinn er mannskepn-
unnar máttur og yndi.“
★
Áðan ræddum við um matinn, og ekki
má gleyma því, sem er óaðskiljanlegt
honum — drykknum. Við minnumst
lítillega á hann eða öllu heldur afleið-
ingar hans, og glefsum í grein úr gömlu
blaði:
„Frá vísindalegu sjónarmiði eru timb-
urmenn afleiðing af skorti á Bi vítamíni
annars vegar, en hins vegar of miklu
magni af öðru ,,vítamíni“, svonefndu
alkóhóli. Sé hið síðarnefnda innbyrt í
of stórum skömmum, skapast. af því sér-
stök sóknaraðstaða í líkamanum og síð-
an hefur það harðvítuga sókn gegn Bi
vítamíninu, Á meðan hafa sýrur tekið
til við að ofsækja magaveggina og kvart-
anir fara að streyma til heilans. Sömu-
leiði streyma kvartanirnar hina leiðina
og um síðar orsabar þetta algjöra vinnu-
stöðvun hjá heilanum. En kvartanirnar
halda áfram að lemja á dyrnar, og höf-
uðverkurinn kemur á vettvans. Venju-
lega líður viðkomandi, rétt ein: og hann
hafi keyrt á fullri ferð beint a ;una
og þeim mun fyrr sem sjálfsmorði verð-
ur komið í kring, þeim mun betra. —
Til eru fáein ráð, sem reyna má við
þessum óttalegu skelfingum. Fyrst
skyldu menn hafa það hugfast, að sú
lækning, sem gerð er fyrir fram, er
að jafnaði betri en hin, sem gerð er
á eftir. Tæmið magann af áfengi áður
en það fær að gera nokkuð illt af sér.
Uppköst af hvaða tegund sém er, koma
þar að góðu gagni. Einnig eruð þér
áminntir um að hátta ekki fyrr en þér
hittið rúmið og getið aftrað því frá að
* snúast heila hringi. Reynið langa og
rösklega gönguferð og síðan sjóðandi
heitt bað . . . En að sjálfsögðu er að-
eins eitt óbirgðult ráð til við timbur-
mönnum: Að drekka ekki . . “
★
Það tíðkast mikið, að fremja allskon-
ar spádóma í kringum áramótin, og sér-
.staklega er spáð fyrir stórviðburðum
heimspólitíkurinnar næsta árið. Við
hugsuðum nú aðeins um sjálfa okkur
og brugðum okkur því til spákonu hér
í bæ til þess að skyggnast inn í fram-
tíðina.
Fyrst var það fortíðin, og strax við
fyrstu setninguna var tortryggnin á bak
og burt. Spilin lýstu mikilli dýrtíð,
minnkandi kaupgetu, hræðilegum skött-
um, óhjákvæmilegum sparnaði í tóbaks-
kaupum — og þetta stóð allt heima. „Það
er dýrt að lifa núna,“ sagði spákonan,
og við samþykktum það.
Þegar nú þessu var lokið, færðist mik-
ill vöxtur í dularmagn stundarinnar.
Þetta náði allt hámarki í svokallaðri
stjörnulögn. Spákonan lagði hjartakóng-
inn á mitt borðið og dró síðan lukku-
spilin og raðaði þeim éftir leyndardóms-
fullum reglum kringum kónginn. Nú
var sem sagt sú stóra stund runnin upp.
Hvað mundi gerast á næsta ári?
Spilin lofuðu fyrirtaksgóðri konu og
blómstrandi heimilislífi með hraðvax-
andi barnahóp. Efnahagurinn átti að
skána, skattarnir að verða léttbærari
og jafnvel ekki óhugsandi að eitthvað
drægi úr dýrtíðinni. Bilaði vatnskran-
inn í þvottahúsinu átti að komast í lag
og gigtin að minnka í fjörgömlum
frænda fyrir innan bæ. Hópur framlið-
inna heiðursmanna átti að verða að liði
í öllum erfiðleikum. Gamla reykjarpíp-
an, sem týndist í fyrra, átti að finnast
á miðju sumri. Þannig hvert fyrirheitið
öðru glæsilegra.
Og spákonan sópaði saman spilunum,
rétti sig upp í sætinu og sagði:
„Þetta verða þá 100 k: 'nur, takk —
og GLEÐILEGT NlÁRi 1