Fálkinn - 28.12.1960, Blaðsíða 12
*
21. MARZ -
20. APRÍL
21. APRÍL-
21. MAÍ
22. MAÍ
21. JÚNÍ
22. JÚNÍ
22. JÚLÍ
23. JÚLÍ -
23. ÁGÚST
24. ÁGÚST-
23. SEPT.
24. SEPT-
23. GKT.
24. GKT..—
22. NÓV.
23. NÓV.
21. DES.
22. DES. —
20. JAN.
21. JAN. —
1B. FEBR.
19. FEBR. —
20. MARZ
■iHiiiiiiiiiim
lillllililllliigililliiljiiB
STJÖRN USPÁIN
Hrútsmerkið.
Þeir, sem eru fæddir undir þessu merki, eru oft mjög sjálf-
stæðir og viljasterkir menn, sem eiga erfitff með að lúta
stjórn annarra. Þetta kann að koma sér illa í þessari viku,
en ef aðgát er höfð í tíma, býðst gullið tækifæri.
Nautsmerkið.
Yður. berst mikilvægt bréf, sem opnar yður nýja leið,
sem hingað til hefur verið harðlokuð. Dálítið meiri dugn-
aður í starfi yðar er æskilegur hið bráðasta. Ef þér hafið
augun hjá yður, býðst ljómandi gott tækifæri. Að sjálfsögðu
gerið þér yður dagamun um áramtóin, og þá gerast mjög
óvæntir atburðir.
Tvíburamerkið.
Allt gengur snurðulaust á vinnustað, en í einkalífinu geng-
ur bæði upp og niður í þessari viku. Þér fáið óvænta upp-
örvun frá manni, sem þér átt.uð sízt von á góðu frá. Gætið
þess vel, að láta ekki framagirni yðar bit-na um of á öðrum.
Krabbamerkið.
Vikan eikennist af góðum hugmyndum, sem þér fáið og
sem þér skuluð framkvæma á stundinni. Gætið þess að
blanda yður ekki inn í deilu milli tveggja manna, sem þér
þekkið báða mjög vel. Það verður óvenjumikið um dýrðir
hjá yður um helgina — en pyngjan verður heldur betur
mjóslegin á mánudaginn.
Ljónsmerkið.
Það er veikur hlekkur í áætlunum yðar. Reynið að finna
hann, áður en allt er um seinan. Föstudagurinn verður mjög
skemmtilegur dagur. Maki yðar kvartar með rét.tu yfir því,
að þér sýnið heimilinu og börnunum tómlæti og áhugaleysi.
Gætuð þér ekki kippt því í lag?
J ómfrúarmerkið.
Þetta getur orðið erfið vika og vissara að taka engar al-
varlegar ákvarðanir í henni. Það er heldur dökkt útlitið í
peningamálum yðar og verður það næstu vikur, en upp úr
áramótunum ætti það að skána töluvert. Gætið þess að haga
yður skynsamlega um áramót.in!
V ogarskálairmerkið:
Óvænt heimsókn eins eða fleiri manna, sem þér hafið ekki
séð lengi, getur varpað ljóma yfir þessa viku. Þér hljótið
harða gagnrýni á föstudaginn, en hún er að miklu leyti rétt-
mæt, svo að þér skuluð ekki reiðast of mikið. Rólegt og þægi-
legt gamlárskvöld.
Sporðdrekamerkið:
Alvarlegur misskilnigur kemur upp milli yðar og manns,
sem þér eigið mikið undir. Þér takið yður þetta nærri, en
misskilningurinn leiðréttist, áður en hann hefur haft illt í föi
með sér. Annars brosir gæfan við yður með rósrauðri rómantík
á hverjum fingri.
Bogmannsmerkið.
Yður líður bezt, þegar þér getið lifað í friði og samræmi
við umhverfið. Þess vegna er hyggilegast að halda sér á
mottunni, þegar vinir yðar vilja draga yður út í áhættusamt
fyrirtæki nú um áramótin. Sumir hafa gaman af að taka á
sig áhættu og standa 1 stríði, en þér eruð ekki maður til slíks.
Steingeitarmerkið.
Sá misskilningur, sem þér hingað til hafið látið sem vind
um eyru þjóta, á sér dýpri rætur en yður grunar, og fyrir
marga fleiri en yður verður það mikill léttir, ef þér gerið
eitthvað í málinu. Þetta verður mjög hagstæð vika á sviði
ástamálanna.
VatnsberamerJcið.
Ósk rætist, en eftir á að hyggja er ánægjan yfir því ekki í
réttu hlutfalli við vonina og tilhlökkunina á undan. Þér eruð
þá reynslunni ríkari og látið ekki blekkjast öðru sinni. Hjá
ungu fólki er vikan rósrauð af rómantík og hinir eldri létta
sér upp svo um munar.
Fiskamerkið.
Það er varásamt að leika sér að ástinni og hefnir sín ævin-
lega. Þér skuluð áfram stefna hiklaust að takmarki yðar og
yður verður vel ágengt í því í næstu viku. Vinum yðar finnst
þér vanrækja þá, og þess vegna væri tilvalið að bæta úr því
nú um áramótin.
:::
i::
Verkamennirnir við höfnina í Pireus
vinna baki brotnu fyrir lágu kaupi. En
þeir eiga sér sameiginlega gleði: Hina
fögru Ilyu. Hún er ekki götudrós í eig-
inlegum skilningi. Hún selur ást sína
einungis þeim; sem henni geðjast að,
og hina glaðværu hafnarverkamenn
elskar hún og deilir ást sinni jafnt og
ríkulega á milli þeirra. Ilya hefur sett
sér eina ófrávíkjanlega reglu: Engin
viðskipti á sunnudögum! Þá býður hún
öllum vinum sínum til sín í einu. Og hún
á sér einn veikleika: hún elskar hina
sígildu grísku harmleiki. Þegar leiklist-
arhátíðin í Aþenu hefst, hengir hún upp
skilti á dyrnar hjá sér með svohljóðandi
áletrun: „Lokað vegna grísks harm-
leiks“.- En hún túlkar hina gömlu harm- »
leiki á sinn eigin hátt: þeir enda allir
vel.
Efst: Tilraun Homers til þess að
breyta líferni Ilyu, gerir hana óham-
ingjusama og leiða.
Fyrir neðan: Þá fyrst tekur hún gleði
sína aftur, þegar hún tekur upp fyrra
lífemi sitt í glaumnum á kránni.
Til hliðar: Á kránni dansa hafnar-
verkamennirnir sólódansa undir á-
hrifum absinth — gefa sig alla hrynj-
andinni á vald.