Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1961, Blaðsíða 8

Fálkinn - 01.03.1961, Blaðsíða 8
Ég mætti gamla góða vini mínum honum Páli Dorn á götu um daginn. — Sælir, sagði ég. — Það er mikið að maður fékk að sjá þig. Hvað meinar þú eiginlega með þessu? Það eru að minnsta kosti sex mánuðir síðan við höfum sézt, en sleppum því. Lofaðu mér að líta á þig. Hvernig hefurðu það, síð- an þú giftir þig? Páll, hver skyldi hafa trúað því um þig? Ég skyldi hafa svar- ið fyrir, að þú yrðir alltaf piparsveinn. En kvenfólkið, nújæja, blessað kven- fólkið. Páll hló, tók í handlegg mér og við héldum áfram saman. Ég var hrærður: Páll Dorn giftur. Ég gat varla trúað því. Hvað er orðið af æsku okkar? Ætli hann muni eftir at- vikinu viðvíkjandi Mizi. . .? En mér virtist hann ekki vilja muna svo að ég hætti að hugsa um það. Við héldum áfram. Hann fékk sér vindil úr veski sínu og ég virti hann fyrir mér á meðan svo lítið bar á .Hann lítur út fyrir að vera ráðsettari. Það er einhver fyrirmannleg stilling yfir hon- um, sem gerir hann tignarlegan . .. Hamingjan góða. Maðurinn er giftur Mér liggur við að skammast mín fyrir léttúð mína. — Ég meinti það ekki alvarlega, sagði ég. — Þú veizt hvers konar ná- ungi ég er. Þú ert náttúrlega breyttur, — eiginmaður fallegrar konu ... Hann sleppti handlegg mínum snögg- lega, dálítið óþolinmóður: — Byrjaðu nú ekki á þessu líka . .. Ég get fullvissað þig um, að ég get ekki þolað það. Ég varð undrandi: — Nú? — Það er satt. Sýknt og heilagt „fall- ega konan þín“ og „fallega konan þín“ og endalaust „fallega konan þín“. Nei, það er of mikið af svo góðu. Mér þykir vænt um konuna mína. En hefurðu nokkra hugmynd um, hvað það er að eiga fallega konu? Ef þú hefur ekki reynt það sjálfur, þá ertu ekki fær um að ræða um það. En ég get sagt þér, að til þess að eiga fallega konu þarf þolinmæði Jobs. Hann byrjaði að blístra kröftuglega. Ég ímyndaði mér að ég hefði skilið hvað hann meinti, og var ánægður með sjálfan mig. — Sjáðu til, sagði ég. — Nú þegar syndir þínar ásækja þig, þá eru það aðeins makleg málagjöld. Það skaðar þig ekkert að fá að reyna hvað afbrýði- semi er. Páií’ Íéit á mig furðu lostinn: —• Það er enginn að tala um afbrýði- semi. Við hvað áttu eiginlega? — Ertu ekki afbrýðisamur? — Nei, þvert á móti. En ég get ekki gert þér þetta ljóst í fljótu bragði. Sann- leikurinn er sá, að falleg kona gæti ver- ið mjög skemmtileg, ef ... ef það væri ekki vegna fegurðar hennar. — Þetta er nú dálítið undarleg út- skýring. — Alls ekki. Taktu nú eftir. Það þýðir ekki að útskýra þetta fyrir þér. Ég ætla að koma með ofurlítið sýnis- horn. Ég sá, að hann mundi hafa gott af að tala um þetta efni. Og eftir að hafa kveikt í vindlinum, hóf hann að segja frá: — Þú getur ímyndað þér brúðkaups- daginn. Við erum að leggja af stað í brúðkaupsferðina. Ég er dauðfeginn að komast í burtu, orðinn hálfruglaður eftir allt umstang athafnarinnar. Við förum til Munich. Ég ætlaði að sýna henni borgina, heimsækja nokkra gamla kunningja og fara síðan upp til Bæ- heimsfjallanna. Það er ástæðulaust að lýsa fyrir þér fyrstu dögunum. Auðvit- að vorum við bæði mjög hamingjusöm og þar fram eftir götunum. En áður en langt um leið tók ég eftir því að ekki var allt eins og það átti að vera. Hún saknáði auðsjáanlega einhvers. Eitthvað var að. Hvað gat það verið? Ég spurði hana, en hún sagðist vera mjög ham- ingjusöm. Hún saknaði einskis og mér hefði skjátlast. Hún sagði, að sér þætti skemmtilegt í Munich, bara . .. Hún hikaði, en sagði loks: — Fólkið er svo ósiðað. Ég skildi ekki almennilega hvað hún meinti. Mínir gömlu góðu Munichbúar eru ef til vill dálítið alvarlegir og hæg- geðja, en ósiðaðir . . . hamingjan sanna. — Þeir eru ósiðaðir, sagði hún.' — Þú getur gengið um göturnar tímunum saman, án þess að nokkur veiti þér eft- irtekt. En auðvitað er mér alveg sama. Sérðu. Konan mín var móðguð. Falleg kona á von á því, að göturnar séu þakt- ar aðdáendum og Munichbúar voru ekki undir það búnir. Þú hlærð, en bíddu hægur. Þetta var aðeins byrjunin. Morguninn eftir sat ég inni á Maxi- milian kaffihúsinu. Klukkan var tíu. Við höfðum ráðgert að fara á listasafn- ið. Konan var að búa sig. Það er nokkuð sem þú berð ekkert skynbragð á fyrr en þú giftir þig. Ég var búinn að sitja þarna og bíða í heila klukkustund. Ég var búinn að lesa öll dagblöðin, þar með taldar auglýsingarnar. Ég var bú- inn að borða morgunverðinn. Ég sat við borð mitt í gluggaskotinu og horfði þunglyndislega yfir að söngleikahús- inu. Þú kannast við staðinn, Ibsen var vanur að sitja þar. Venjulega er fólk um þetta leyti ekki í veitingahúsi. Einu gestirnir voru nokkrir stúdentar, sem sátu við stórt borð í miðjum salnum og voru að spila. Það var mjög kyrrt. Ekkert hljóð heyrðist nema þegar ver- ið var að stokka og gefa spilin. Klukk- an varð ellefu, hálftólf. Ég var farinn að lesa auglýsingarnar í blöðunum í annað sinn. Skór fyrir fjallgöngumenn og þvílíkt — og leit öðru hverju til dyranna, sem líklegt var að hún kæmi inn um. Að síðustu kom hún. Auðvitað var hún mjög yndisleg í fallegri enskri dragt með lítinn hatt og í sólskinsskapi. Hún brosti til forstöðu- konunnar og spurði þj ónustustúlkuna, hvar ég sæti, fylgdi á eftir henni eftir endilöngum salnum og framhjá stúd- entunum, sem voru niðursokknir við spilin. Þegar hún var rétt við borðið þeirra missti hún regnhlífina sína. Ég stökk á fætur en var of seinn. Þjón- ustustúlkan var búin að taka hana upp. Agata þakkaði henni. Stúdentarnir höfðu ekki veitt þessu atviki neina eft- irtekt. Hún var í hvítrósóttum kjól með bók í kjöltu sér og horfði dreymandi út yfir vatnið. Hún var yndisleg, en... SMÁSAGA EFTIR HERMANN BAHR 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.