Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1961, Blaðsíða 21

Fálkinn - 01.03.1961, Blaðsíða 21
— Ég var aS segja viS Williams, aS mér fyndist þú ættir aS fara til Adel- aide meS Helgu og fá þér nokkurra daga hvíld þar, sagSi Adrian. — ÞaS er fráleit tillaga, sagSi Bern. — Ég þarf á Kötu aS halda. — Ég get ekki séS aS þér þurfiS aS hafa ritara í Kangaroo Fields? — Ég sagSi aS ég þyrfti á henni aS halda ... Rödd Berns varS allt í einu eins og grjót. — Og hún er starfsmaSur minn, auk þess sem viS ætlum aS gift- ast... — Ég vissi ekki aS þaS var svona langt komiS, sagSi Adrian eftir nokkra þögn. — En þaS er nú svo, sagSi Bern — og ySur kemur þaS aS minnsta kosti ekk- ert viS! — En Kata hefur líklega rétt til aS gera þaS sem hún vill, sagSi Adrian og reyndi aS tala rólega. — Jafnvel þótt hún væri gift ySur gætuS þér ekki skip- aS henni. Hún ræSur sjálf. — Vitanlega. Og ég býst viS aS vita hvaS hún gerir. Hún veit aS ef ég óska þess aS hún komi meS mér, þá er þaS skylda hennar aS gera þaS. Ekki rétt, Kata? — En ef ég biS þig um aS gera þaS ekki, Kata? sagSi Adrian. — Það er bezt, að þú segir honum sjálf að þú haldir þig að mér og stöð- unni þinni, Kata. Og að þú viljir helzt að hann skipti sér ekki af því, sem hon- um kemur ekki við. Kata leit á þá á víxl. — Ég hef sagt Adrian að ég geti ekki farið með Helgu til Adelaide. Ég þóttist viss um að þú þyrftir á mér að halda, Bern, og vitan- lega kem ég til Kangaroo Fields með þér ... Bern glotti sigrihrósandi. — Þér haf- ið fengiS yðar svar, Sullivan, sagði hann. Adrian rétti úr sér. — Ég skil það, sagði hann. Hann gekk út að dyrunum, svo sneri hann sér að þeim. — Það er sama með þetta te, Kata. Þakka þér fyrir. Ég hitti ykkur bæði mjög bráð- lega — ég á nefnilega að fljúga með ykkur til Kangaroo Fields. Hann skellti hurðinni á eftir sér, eins og honum væri sérstök nautn að því. Þegar Kata kom í sjúkrahúsið daginn eftir varð hún forviða er hún frétti að Helga væri farin. Litla hjúkrunarkon- an sagði henni að flogið hefði verið með Helgu til Adelaide um nóttina. —- Varð hún fegin að fara? spurði Kata efandi. — Hún lék á als oddi. Ég gat ekki betur séð en hún þekkti flugmanninn persónulega. Adrian hafði þá komið henni burt þegar. Skrítið að Helgu skyldi þykja vænt um að hann flaug með hana. Hún vissi hve mikill vinur Dennisonshjón- anna hann var. — Meðan ég man, sagði hjúkrunar- konan. Hún skildi eftir skilaboð til yð- ar, ungfrú O’Connor. Bað mig um að afhenda yður sjálfri þau. Ég skal fara og sækja miðann. Hún sagði að þetta væri áríðandi. — Því miður, ungfrú O’Connor en ég get hvergi fundið miðann núna. Ég lagði hann á óhultan stað, en hann er þar ekki núna. Ég skil ekkert í þessu ... eða misminnir mig ... en ég veit að hann er á öruggum stað ... Það er verst að ég hef ekki tíma til að leita lengur núna, yfirsystirin var að kalla í mig. En ég skal finna hann seinna og færa yður hann. Viljið þér gefa mér heimilisfangið yðar? Kata gaf henni það og fór svo í rann- sóknastofuna. Hún talaði fátt við Bern um daginn, enda var hann í önnum að búa sig undir ferðina. — Það er bezt að þú hafir með þér handtösku, Kata, sagði hann þegar hann var að fara úr skrifstofunni. — Það getur hugsast að við verðum þarna í marga daga. Það eru einhver skýli þar handa gestum. Kata fann á sér að eitthvað væri að gerast, sem hún vissi ekki um — og mátti ekki vita um. Það lagðist í hana að hvorki Adrian eða Bern hefðu verið hreinskilnir við hana. Þau áttu að leggja upp um dagmál morguninn eftir, svo að hún fór snemma að hátta. En henni var svo órótt að hún gat ekki sofnað, og hún var glaðvakandi þegar dyrabjallan hringdi. Það var litla hj úkr unar konan. — Mér þykir leitt að ónáða yður svona seint, en ég fann ekki skilaboðin frá ung- frú Prava fyrr en rétt áðan. Ég hafði lagt þau neðst í skúffuna mína. En mér fannst réttast að þér fengjuð þau í kvöld, því að ungfrú Prava sagði að þau væru áríðndi. — Það var fallega gert af yður, sagði Kata. — Kannski ég megi bjóða yður bolla af tei? Hjúkrunarkonan hristi höfuðið. — Þakka yður fyrir, en það er orðið fram- orðið og ég verð að flýta mér til baka. Kata lokaði dyrunum eftir henni. Hún tók bréfið og las það standandi úti í ganginum: „Kæra Kata! Ég flýg til Adelaide nótt, og nú veit ég að mér er óhætt, því að Adrian situr við stýrið. Ferðin var undirbúin á svipstundu, svo að enginn frétti neitt og reyndi að kyrrsetja mig. Ó, að þú gætir komið líka, Kata — ég veit, að þú ert í hættu þar sem þú ert — en ég vona að Adrian hafi gát á þér. Hann gerir að minnsta kosti það sem hann getur — og ég vona og bið að hon um takist það. Treystu honum, Kata — hann er eini maðurinn, sem þú átt að treysta. Trúðu ekki neinu, sem aðrir segja þér. Og gerðu það sem Adrian seg- ir þér að gera. Lifðu heil, góða mín. Þín Helga.“ Kata starði á bréfið. Bara að hún þyrði að trúa því, sem Helga skrifaði! Hún sofnaði með bréfið undir koddan- um og svaf betur en hún hafði gert lengi. Morguninn eftir var hún að hella í bolla handa sér þegar hringt var. Gat það verið að Bern kæmi svona snemma? Hún átti ekki von á honum fyrr en eftir þrjú kortér. •—■ Adrian! hvíslaði hún þegar hún opnaði dyrnar. — Fékkstu bréfið frá Helgu? spurði hann. Hún kinkaði kolli. — Trúir þú því sem hún skrifar? Hún kinkaði aftur. — Já, Adrian. — Gott! sagði hann. — Og þú ert enn ákveðin í að fara í þessa ferð? — Ég verð að gera það, sagði hún. — Ja, kannski verðurðu að gera það. En það getur orðið hættulegt, Kata — mjög hættulegt... Hann hélt á lítilli skammbyssu í hend- inni. — Kanntu að handleika þetta, Kata? Hún starði á hann og kinkaði kolli. — Já, Frank kenndi mér það í garðin- um heima. — Stingdu henni ofan í töskuna þína, en farðu varlega — hún er hlaðin. — En Adrian ... ? Hann tók fram í fyrir henni. — Ég hef engan tíma til að gefa skýringar, og það er ekki víst að ég viti meira um hvað koma kann, en þú gerir sjálf. Segðu engum að þú hafir byssuna. Hún vissi að það var Bern, sem hann átti við. Hún hikaði snöggvast, svo sagði hún einbeitt: — Nei, Adrian. — Dugleg stúlka! sagði hann. — Að- eins eitt enn: Sittu eins aftarlega í flug- vélinni og þú getur, eins nærri dyrun- um og hægt er. Reyndu að vera eðlileg, en ef eitthvað skeður, þá gerðu það sem ég bið þig um. — Ertu sammála? — Já, Adrian, sagði hún aftur. Allt í einu beygði hann sig og kyssti hana. — Ég elska þig — mundu það, hvað svo sem skeður í dag. Ég elska þig! (Framh.) Kata fann á sér að eitthvað væri að gerast, sem hún vissi ekki um —og mátti ekki vita um. Það iagðist í hana að hvorki Adrian eða Bem hefðu verið hreinskilnir við hana... FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.