Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1961, Blaðsíða 17

Fálkinn - 01.03.1961, Blaðsíða 17
RLEIKURINN fram hjá þessu húsi þarna í gærkveldi. Allt í einu ruku tveir einkennisklæddir lögreglumenn á mig, tóku sinn í hvora öxlina á mér — og sögðu: „Þú hingað. Hér er hlýtt, hér er hátíð og hér er matur og gjafir. Allt til reiðu, vinur. Gerðu svo vel.“ — Og ég, sem ekki vissi hvaðan á mig stóð veðrið, hrökklaðist inn í forstofuna og inn eft- ir henni. Ég var rifinn úr frakkadrusl- unni minni og síðan hrint inn í loga- * gylltan speglasal svo að annan eins hafði mig aldrei dreymt um og þar var allt til reiðu. Nú, og á eftir hrökklaðist ég hingað á heimilið með restinni eða rétt- * ara sagt þeim, sem urðu eftir þegar hinir fóru.“ Forstöðumaðurinn varð ekki lítið hissa. Hann vildi þó ekki gera þetta endasleppt við gamla manninn. Ef til vill myndi hann muna þennan atburð — og minnast líknarsamtakanna í arf- leiðsluskrá sinni. Hann bauð honum til miðdegisverðar með öðru utangarðsfólki þennan dag. Og þar sat gamli maður- inn, glaður og ánægður. Að miðdegis- verðarboðinu loknu, gekk forstöðu- maðurinn til bóndans ríka og spurði hvernig honum hefði líkað. „Jú, ágætlega. Þetta er gott fyrir ferðamenn.“ Hann og forstöðumaðurinn fylgdust að út í fordyrið. Það var eins og gamli maðurinn ætti eitthvað ósagt. Allt í einu greip hann lauslega í handlegg forstöðumanns og sagði mjúkri innilegri röddu og með bænarsvip í augunum: „Heyrðu góði. Kannski ég þiggi ann- ars frakkann.“ Sagan a'f þessu var sögð í samkvæmi nýlega. Þar var forstöðumaður hluta- félags nokkurs. Hann sagði: „Hvað hét þessi maður?“ Sögumaðurinn mundi ekki nafnið. „Hann hefur víst ekki heitið Jón Jónsson frá Bsqjarbæ í Bæjarsveit?“ „Jú, einmitt. Það var hann.“ „Já, datt mér ekki í hug,“ sagði for- stjórinn. „ Hann hefur nýlega verið bú- inn að fá útborgaða vextina af 150 þús- und krónum, sem hann keypti fyrir hlutabréf í fyrirtæki okkar. Ég held að hann hafi fengið þá útborgaða 21. desember.“ Eftir guðsþjónustuna langaði mig til að sjá hvernig umhorfs væri á þess- um stað á stórhátíð. Allt í einu ruku tveir lögreglumenn á mig ...

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.