Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1961, Blaðsíða 14

Fálkinn - 01.03.1961, Blaðsíða 14
UM KARDIMOMMU- BÆINN OG FLEIRA Það er ekki ofsögum sagt af vinsæld- um hins snjalla barnaleikrits Thor- björns Egner, „Kardimommubænum", sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt að undan- förnu. Sæti Þjóðleikhússins hafa verið fullsetin í hvert einasta skipti af hin- um ungu og þakklátu áheyrendum. Til marks um ánægjuna, sem börnin hafa af þessari leiksýningu, er sögðu eftir- farandi saga: Drenghnokka hafði verið lofað að sjá ,,Kardimommubæinn“ og innti hann að sjálfsögðu daglega eftir efndum þess loforðs. Biðtíminn varð nokkrir dagar, þar sem ekki reyndist kleift að fá að- göngumiða fyrr. Strákur var heldur bet- ur orðinn óþolinmóður og hugsaði ekki um annað en ræningjana og hana Soffiu frænku nótt sem nýtan dag. Loks rann upp hin mikla stund. Hann var klæddur i sparifötin og fór i leikhúsið í fyrsta sinn. Þegar leiknum lauk og allir hinir smá. vöxnu áheyrendur voru í sjöunda himni yfir leiknum, þá brá svo við, að þessi litli vinur okkar vatnaði músum og var óánægðúr með tilverunaj, Hann var spurður að því hverju þetta sætti og svaraði með kökk í hálsinum: — Þetta byrjaði allt of seint og end- aði allt of snemma. ♦ Einu sinni voru strætisvagnafargjöld- in í Aberdeen sett niður, og þó undar- legt megi virðast, þá vakti þetta ekki ánægju nema hjá sumum. Einum manni varð að orði, er hann heyrði um lækk- unina: — Áður sparaði ég mér þrjú pence „Góðir áheyrendur. Ég segi ykkur í fyllsta trúnaJði . . 14 FALKINN með því að ganga í stað þess að fara í strætisvgni, en nú spara ég ekki nema eitt penny. Hvaða vit ætli sé svo í svona ráðslagi? 4 Skoti einn var á skemtmiferðalagi í Gyðingalandi og kom að Galíleuvatni. Hann langaði að róa út ávatnið og spurði hvort hann gæti fengið bát og hvað hann kostaði. Honum var sagt, að bát- urinn koscaði þrjá shillinga og sex pence um tímann. — Þrjá og sex, hrópaði hann upp. — í Aberdeen fáum við bát leigðan fyrir sex pence á tímann. — Já, en þetta er Landið helga, svar- aði bátsmaðurinn, — og þetta er stöðu- vatnið, sem Frelsarinn gekk á einu sinni. — Mig skal ekki furða, þótt hann gengi vatnið, úr því að svona er, sagði Skotinn drumbslega og fór sína leið. 4 Strákurinn var píndur til að taka lýsi tvisvar á dag, en við hverja inntöku var látið eitt penny í sparibaukinn hans. Þegar búið var úr flöskunni, opnaði faðir hans sparibyssuna hátíðlegur á svip og taldi innihaldið: — Tveir shillingar og tíu pence, sagði hann. — Það er einmitt nóg fyrir nýrri lýsisflösku handa þér. 4 Þegar milljónamæringurinn John D. Rockefeller var ungur, skeytti hann lítt um fataburð sinn, fremur en eftir að hann var orðinn gamall. Hann var lítið snyrtimenni og mátti oft sjá hann með bót eða blett á fötunum sínum og slitgljáa á ermunum og rassinum, Hann skeytti lítt um það, er vinir hans bentu honum á, að þessi klæðaburður væri ekki sæmandi manni í hans stöðu. — Af hverju ertu svona sóðalega til fara, spurði kunningi hans hann einu sinni. — Þykistu ekki hafa efni á að kaupa betri föt? — Hvað er eiginlega að þessum föt- um, spurði olíukóngurinn. — Það er allt út á þau að setja. Þau eru orðin gömul og fara illa, svaraði kunninginn. Hann íaðir þinn, sem var þetta einstaka snyrtimenni, mundi blygð- sat sín fyrir að sjá þig í þessum lörf- um. — Bíddu nú hægur, svaraði Rocke- feller. — Þessi föt, sem ég er í núna, eru einmitt af honum föður mínum. Nú fer að líða á heimsókn hinna heppnu vinnenda í Bingó-spili Fálkans hér í Hamborg. Margt hefur verið skoðað en sem að líkum lætur verður milljónaborg, sem að auki býr yfir mörgum sögulegum verðmætum og minningum, ekki skoðuð til fullnustu á einni viku. ☆ í kvöld ætla ferðalangarnir að fara í aðalskemmtihverfi borgarinnar, St. Pauli og sjá hvernig lífið gengur þar. Eins og fyrr fara þeir með almennings- vögnum, að þessu sinni í U-Bahn, eða neðanjarðarbrautinni. Á stöðinni St. Pauli stíga þeir út og þegar kemur upp tröppurnar blasir aðalgatan, Reeperban við á vinstri hönd. Ferðalangarnir fara yfir Seilerstrasse og virða fyrir sér neon-ljósaauglýsingar veitingahúsanna, sem glitra hér í öllum regnbogans litum. Handan götunnar er veitinghúsið Ziller- tal og pangað leggja ferðalangarnir leið sína. Zillertal er sérstætt hús á þessum slóðum að því leyti að þar leik- ur lúðrasveit fyrir dansi og allt er í bæjernskum stíl. Bjórkollur með hand- fangi standa á hverju borði og brátt syngja allir með. ☆ Eftir viðstöðu á Zillertal fara ferða- langarnir okkar aftur yfir Reeperban og þar er úr nógu að velja: Kaffehaus Kase, Lausen, Karuseller bar og mörg fleiri sem of langt yrði upp að telja. Kannske fara ferðalangarnir okkar líka í götuna Grose Freiheit og líta inn á Regina eða Mehrer eða fara niður í kjallarann þar sem gestum gefst tæki- færi til að koma á bak asna, sem eys, prjónar og bitur gestina ef hann er í því skapi. Það er sem sagt engin hætta á að ferðalöngunum leiðist og ef þetta er síðasta kvöldið í Hamborg, þá geta þeir með góðri samvizku farið seint að sofa, því fátt er betra þreyttum en að fá sér blund í Viscount skrúfuþotum Flugfélags íslnds á heimleið frá útland- inu. Og þar sem við kveðjum nú hina heppnu vinnendur í bingóspilinu, þá óskum við þess af alhug, að þeim gangi allt í haginn í ferð sinni, ekki síður en þeim sem við höfum haft í huga hér á síðunum að undanförnu og við ósk- um þess og vitum reyndar fyrirfram, að þeir verða ánægðir er þeir stíga út úr Gullfaxa eða Hrímfaxa, hinum vin- sælu skrúfuþotum Flugfélags íslands á Reykjavíkurflugvelli að lokinni ánægju- legri ferð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.