Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1961, Blaðsíða 30

Fálkinn - 01.03.1961, Blaðsíða 30
HULDUKONUSTÍL Framh. af bls. 13. og yðar börnum að gánga vel um láng- an veg ævinlega, Guðbrandur minn. Hefi ég góðan vilja til yðar haft og enn hefi ég. Item: ekki er ég ills verður, þótt ég innti yður og yðrum minna góssa fyrir alla aðra eftir mig, eður hvort ætlið þér mig svo atburðalítinn að ég fái ei minn líka? Svo er hver hlutur sem reynist. Item er sú mín ljúfleg áminníng( þér varizt allt stórlæti og stolt, því það er án efa fallsins vísasti og varlegasti undanfari; forsmáið eing- an( farið sem spakast, og munið hvað öðrum hefur orðið; talið vel um af- heyrandi menn.“ Hinn nafnkunni landshornamaður, spekíngur og málari m. m. Sölvi Helga- son stundaði kvonbænir af miklum móði um nokkurt skeið. Sölva þarf ekki að kynna hér, svo margt hefur alþýða manna heyrt og lesið um þann sérstæða mann og feril hans. En úr því að hér eru til umræðu bréfaskriftir, er viðeig- andi að geta þess að eitt sinn lagði Sölvi hug á tvær systur, dætur Magnúsar bónda Guðmundssonar á Sandi nyrðra. Þær hétu Kristín og Signý, og eitthvað hafði Kristín gefið Sölva undir fótinn. En hvað sem því leið, skrifaði Sölvi Magnúsi bónda yfirfarandi bréf, sem ég gæti trúað að lýsti Sölva betur en marg- ar bækur. „Sælir verið þér, hinn heiðarlegi öld- úngur, herra bóndi Magnús Guðmunds- son á Sandi. Ég þakka yður, hinn heiðar- legi öldúngur, fyrir mig. Það er að vísu satt, að þér berið ráð á yðar vörum, og vís sál er innan rifja yðar, og dánu- maður eruð þér. En það er ómissandi að hafa djúpsæja heimspeki og lifandi tilfinningar fyrir hinu eilífa í hugsunar- anda í veröldinni. Það er ágætasti hlut- urinn þessa heims, að vera smekkmað- ur í andlegum skilníngi og geta séð það bezta, er fjölvitríngar heimsins girnast að sjá, — en sáu aldrei. Eruð þér ann- ars ekki enn búinn að fá vitnisburð- ina hans Hjálmars að austan, á Vað- brekku, er hann sagðist hafa sent yður, til að geta feingið hana Kristínu dóttur yðar á Aðalbóli? Hann sagðist hafa sent yður þá með póstinum í vetur. — Ég segi yður líka frá að annar maður var þar á ferð eystra, sem kallaður er stak- ur gáfu- og listamaður til sálar og lík- ama. Hann kom að Aðalbóli og fann Kristínu dóttur yðar að máli og fór vel á með þeim, svo hann bað hennar. Tók hún því vel og játaðist honum und- ir vitni, að verða hans eigin kona, ef faðir sinn gæfi Það eftir. Seinna kvað þessi kærasti hennar, gáfumaðurinn, ofur-fallegt ljóðabréf til hennar, fullt af ást og lifandi tilfinníngu, lýsingu á ástinni helgu og grösum, og beztu ósk- um. Unnustinn bað kærustuna sína bless- 30 FÁLKINN aða, að senda yður Ijóðabréfið til sýnis, hvernig það væri hugsað og skáldað. Allra bezti og náðugasti herra Magnús minn. Sviptið þér nú okkur ekki ást- inni helgu; því að hún er fram komin frá guði, höfundi hennar. En ef þér vilj- ið ómögulega gefa mér fyrir konu Krist- ínu dóttur yðar, sem ég þó vona frek- lega, að þér gjörið, þá bið ég yður að gera svo vel að gefa mér elsku lífið, jómfrúna hana Signýju dóttur yðar fyrir konu. Ég skal vera hvorri sem ég fæ, eins góður og ég er sálunni minni, því að það er hollast, og það veit alfaðir bezt að satt er, að ég elska hana og vil henni hið bezta. Ég treysti því mikil- lega, herra Magnús minn, að þér gerið svo vel og gefið mér aðra hvora dótt- ur yðar og fel ég það á yðar hendur, af góðmennsku og dánumennsku yðar, að þér gerið svo vel, og gefið mér þá sem fremri er, ef þeirra er nokkur mun- ur. Og í því skyni bið ég allra bezt að heilsa jómfrú Signýju og madömu móð- ur hennar og konu yðar og bið þær að vera ekki á móti mér. Blessaðir. Ef þér gerið svo vel og gefið mér aðra- hvora dóttur yðar, þá vil ég biðja yður svo vel gera og ljá mér húsmennsku, annað tveggja hjá yður eða nálægt yður næsta ár og skrifa mér til um þetta að Skálá í Sléttuhlíð í Skagafirði, heim- ili mínu. Eilíflega skal ég blessa yður og nafn yðar Magnús minn, konu yðar og unnusturnar Kristínu og Signýju, hvora sem ég fæ —.........Ef þér viljið nú gera svo vel herra Magnús minn, og gefa mér dóttur yðar Signýju, þá vil ég líka kveða til hennar svo fallegt ljóðabréf sem til Kristínar. Líka mun ég kveða drápu til yðar og gera nafn yðar víðfrægt.......Jafnframt því sem ég er nú á Norðurlandi í seinasta sinni á ferð og þarf að skrifa mikið og draga upp af sveitinni og rita dagbók, þá er ég nú að leggja út af þjóðverskri tungu sögu Frakka á íslenzku og ætla hana til prentunar á Akureyri. Og hvenær sem ég finn yður þessu næst, skal ég sýna yður og Ijá yður sögu Frakka — það er að segja ef Þér gefið mér Sig- nýju eða Kristinu dóttur yðar ......... Rétt núna lauk ég við að draga upp Mývatnssveit, Reykjahverfi og Laxár- dal. Ég hef legið úti við þetta um góð- viðratímann, allt handa hinu íslenzka bókmenntafélagi. Þá horfði ég oft ástar og hugarins augum þar af fjöllunum vestur að Sandi, því að ástin logar á bröndum kærleikans til dætranna yð- ar, málarar, skáld og heimspekíngar finna helzt til í huga sínum. Þegar hún, jómfrúin mín og hjartkæra góða þarna á Sandi, elsku lífið hún Signý dóttir yðar, herra Magnús minn, er orðin kær- astan mín, sem ég vona að verði brátt, ef hún Kristín fæst ekki, þá skal ég senda Signýju málverk og rósir um ímyndaða ást. Og hann, sem bænheyrir kristilegan bróður sinn í trúskaparmál- um, að gefa það er hann biður hann um, sem er guðs góður vilji eilífur, honum skal æ vel vegna í landinu og heiminum, unz dauðinn og gröfin grípa hann í sitt dimma skaut og ferma sál- ina til sælli bústaða á himnum. Þinn elskandi og virðandi Sölvi Helgason Guðmundsen“. Ofurlitlu er hér sleppt úr bréfinu á tveim stöðum. Saga Frakka, sem Sölvi gumar af, er enn varðveitt í handriti hans, og kennir þar margra kynlegra grasa. Þá er og til ljóðabréf eftir Sölva til stúlku, er hann telur kærustuna sína: „Ástarbréf í ljóðum til kærustunnar, konuefnisins míns, veleðla jómfrú Krist- ínar Rögnvaldsdóttur, unnustar tilvon- andi, sem nú er í stofunni á gömlu Möðruvöllum, frá elskhuga þínum, spek- ingnum Sölva Helgasyni Gudmundsen, Sólon, Melancton, málaranum yðar. Minn þú vilja verður skilja núna, hringa þilja hjartanleg, hún Kristlilja dáfalleg. Vertu ætíð á lífsstræti háu falin, glætu hrannar hrund, herrans sætu náðarmund. Þinna að njóta þægðarhóta skaltu, ástar móti bjóð mér blys, beinum snótin indælis. Ég skal reyna allt að einu á móti stofna beinum blíðunnar að blómsturgreinum elskunnar. Hátt upp slaga hrósa fagurliljum á ekrumaga algrænum í vordaga landrænum. Eins ég bið hjá okkur sniðuglega upp í friði renni rar reyniviður æskunnar. Heimsins gæðin hljóttu og gæðin hæða, frí við mæðu, fróð og rjóð, flæða glæða tróðan góð. Svona kveður yður ástarmálum unn- ustinn yðar, kærastan mín, Kristín Rögn- valdsdóttir. Sendið þér mér svara-ástarbréf, að þetta sé yðar vilji, að Skálá í Skagafirði, heimili mínu í Sléttuhlíð. Reiðist mér ekki vegna ókunnugleika, og trúið ekki heldur mannlasti sumra mannhundanna um Sölva. Verið ætíð kurteisar og skynsamar, og svarið mér þannig: Melancton Sólon Sölvi Helgason Gud- mundsen.“ Hér eru aðeins teknar nokkrar af vís- unum. Flestar voru vísurnar byggðar upp af svipuðum jurta-líkingum og fram koma í þessum dæmum, og má með sanni segja, að þarna kom náttúrufræð- íngurinn að verulegu leyti upp í Sölva.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.