Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1961, Blaðsíða 16

Fálkinn - 01.03.1961, Blaðsíða 16
STORBONBINN OG MANNKÆ Sagan er sönn í öllum atriðum. Staðháttum og nöfnum er hins vegar breytt. Mannúðarstarf er holt og gott, ekki aðeins fyrir þann eða þá, sem njóta þess heldur og fyrir þá, sem starfa að því, eru veitendur og fórnendur. En stund- um kemur fyrir að óverðugir njóta, og oft vill brenna við, að vonbrigði eru eina uppskeran, sem fórnendur fá. Fá- títt mun þó vera, að gamansögur, með broddi þó, gerist í sambandi við mann- úðar- og líknarstörf, en samt ber það við. — Hér er ein, sem gerðist ekki alls fyrir löngu: Ágæt samtök hafa verið stofnuð til mannúðar- og líknarstarfa, en vinna þó fyrst og fremst að endurreisnar- og björgunarstarfi. Hafa þessi samtök þeg- ar unnið mikið og gott starf, orðið mörg- um að liði, sem hafa gengið út í hið lif- andi líf með endurnýjaða trú á hlutverk sitt, hæfileika sína og sjálfsbjargar- möguleika. Þó hafa vonbrigði oft gert vart við sig, og einstaka sinnum svo snögglega að varla hefur verið trúað. En það hefur hins vegar ekki orðið til þess að draga úr kjarki forystumann- anna, heldur þvert á móti. Um stórhátíð var efnt til hátíðahalda íí stóru og glæsilegu samkomuhúsi. Þangað skyldi bjóða utangarðs- og hrak- hólafólki, og þá fyrst og fremst þeim, sem hvergi áttu heimili. Skyldi þeim fyrst borinn góður hátíðamatur, færð- ir bögglar að gjöf, þeim veittar skemmt- anir og upplyfting og reynt að stæla vilja þeirra til sjálfsbjargar, en síðan skyldi þeim boðið til heimilis samtak- anna þar sem beið þeirra heimilishlýja, aðhlynning og uppbúin rúm til hvíldar og svefns. Forustufólkið hafði unnið baki brotnu — og loks, um það leyti, sem hátíðin var að færast yfir borgina, var allt tilbúið. Húsið var þéttskipað og gestirnir sátu við borðin. Þeir voru glaðlegir á svipinn, ánægjulegt að líta yfir salinn. Flestir voru gestirnir vel klæddir, enda margir fengið föt fyrir hátíðina, sem ekki höfðu haft neitt sæmilegt til að klæðast í. For- stöðumaðurinn setti hátíðina og meðan hann talaði, tók hann eftir rytjulegum, eldri manni meðal gestanna, sem hann kannaðist hreint ekki við. Hann sat þarna álútur og horfði á matinn, beið þess að því er virtist með eftirvæntingu að geta tekið til starfa. Forstöðumaður- inn bauð gestunum að gera svo vel — og síðan hófst hátíðamáltíðin. Forstöðumað- urinn tók eftir því, að aldraði maðurinn tók við böggli sínum af mikilli ánægju og skoðaði hann brosandi. Hvað skyldi hafa hent þennan mann? Hvers konar klandri mundi hann hafa lent í? Að lokinni hátíðinni hvarf hver heim til sín, sem eitthvert athvarf áttu, en hinir fóru allir til heimilis samtakanna. Forstöðumanninum dvaldist í samkomu- húsinu um sinn, enda þurfti hann að tala við húsráðendur og ganga frá ýmsu. Þeg- ar hann hafði lokið störfum sínum þarna, hraðaði hann sér til heimilis sam- takanna og er þangað kom tók hann eftir því, að aldraði maðurinn var háttaður á lítinn legubekk á stofuhæð hússins. For- stöðumanninum fannst ekki fara nógu vel um svo gamlan mann þarna svo að hann talaði við ráðskonuna og sagði, að réttara hefði verið að búa um hann í betra rúmi og í hlýrra herbergi í kjallara hússins, yngri maður gæti sof- ið uppi. ,,En hver er hann þessi gamli mað- ur?“ „Það veit ég ekki,“ svaraði ráðskon- an. „Hann bara kom með hinum.“ „Jæja, það er alveg sama, við skulum flytja hann á betri stað.“ Svo ræddi hann við gamla manninn. Hann kvað fara vel um sig, en forstöðu- maðurinn lét sig ekki og lauk viður- eigninni með því, að gamli maðurinn fluttist í betra rúm og betra herbergi — og svaf þar af nóttina. Um morguninn kom forstöðumaður- inn aftur . til heimilisins og gekk til kjallarans til þess að ræða við gamla manninn. Þarna hvíldi hann brosandi og ánægður og virtist una hag sínum hið bezta. Líkast til var þetta hógvær og lítillátur en þakklátur gamall maður, sem hafði lent á einhvern hátt, ef til vill óviljandi, í kasti við lögin og síðan hrapað niður á við þar til hann þurfti að leita til þessara samtaka. Forstöðu- manninum fannst frakkinn hans skelfi- lega rytjulegur og hafði orð á því við hann áður en frekari samræður hófust. „Hann er orðinn lítilfjörlegur frakk- inn þinn, vinur minn.“ „O, læt ég það vera. Hann dugir mér fyrst um sinn.“ „Við eigum ágætan frakka, sem séra NN sendi okkur í gær. Það er ágæt skjólflík og svo að segja óslitinn, svart- ur og með flaueliskraga. Það er bezt að þú fáir hann.“ Samræðurnar urðu ekki lengri í þetta sinn, en stundu seinna kom forstöðumað- urinn aftur til gamla mannsins. „Hvaðan ertu annars, vinur minn?“ sagði forstöðumaðurinn. Það kom hik á gamla manninn, en svo sagði hann og starði upp í loftið: „Ég er að vestan.“ „Jæja, já, ég þekki vel til á Vestfjörð- um. Hvaðan ertu þaðan?“ „O, ég er nú eiginlega ekki að vestan, ég er að norðan." „Nú já, hvaðan að norðan?“ „Ja, ég er svo að segja úr Öxarfirðin- um.“ „Öxarfirðinum. Það er skemmtileg tilviljun. Þar hef ég átt heima. Af hvaða bæ?“ „Ja, ég er nú ekki úr Öxarfirðinum." Nú varð löng þögn. Forstöðumaðurinn settist á rúmstokkinn hjá manninum úr öllum sveitum, gaf honum grunsamlegt auga. „Heyrðu mig annars, vinur kær. Hvað er hér á seyði? Hvers vegna ertu hing- að kominn? Hvaðan ertu? Heldurðu ekki að heppilegst væri fyrir alla aðila, að þú segðir allt af létta?“ „Æi, jú. Ætli það ekki. Ég nenni þessu ekki. Ég nenni þessu ekki. Ég þekkti pabba þinn. Þú ert af NN-ættinni. Það er góð ætt og göfug. Jú ég, ég heiti Jón Jónsson, ég er frá Bæjarbæ í Bæjarbæj- arsveit í Bæjarsýslu.“ Nú var forstöðumanninum öllum lok- ið. Hér lá á vesalingsheimili hjá hrak- hólafólkssamtökum einn ríkasti bóndi landsins, jarðeigandi, fjáreigandi með miklar innstæður í bönkum — og hlut- hafi í fyrirtækjum. Forstöðumaðurinn kannaðist við nafnið. „En hvernig í dauðanum stendur á því, að þú ert hingað kominn?“ spurði forstöðumaðurinn fullur forundran. „Ja, það var nú hrein tilviljun. Ég kom til bæjarins til þess að heimsækja systur mína, sem liggur í sjúkrahúsi. Þegar ég hafði lokið við það langaði mig að fara í kirkju og gerði það. Eftir kirkjuna langaði mig til að labba um til þess að sjá hvernig útlits væri á þessum stað á stórhátíð og varð reikað Þetta er í meginatriðum sönn saga héðan úr Reykjavtk og segir frá stórbónda nokkrum, sem kom í heimsókn tii höfuð- staðarins og fékk ókeypis gistingu... 16 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.