Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1961, Blaðsíða 26

Fálkinn - 01.03.1961, Blaðsíða 26
Framhaldssaga eftir Patricia Fenwick STJÖRNUHRAP Brian hristi höfuðið. — Hann er ekki farinn ennþá, en hann ætlar að fara í næsta mánuði. Hann verður að vera á fundi. — Og þá verður þú að hafa stjórnina, meðan hann er að heiman? — Já, en það verður ekki nema nokkra daga. Það var auðséð að hann kveið fyrir þessu, hugsaði Irena með sér. Þegar á allt var litið var hann kornungur, og allt önnur manngerð en hinn sterki og voldugi Grant Summers. — Það er ólíklegt að nokkuð fari úr skorðum á fáeinum dögum, sagði hún glaðlega. — Grant Summers mundi ekki láta þig taka við stjórninni, ef hann væri ekki viss um að þú værir maður til þess. Hann kinkaði kolli. — Nei, ég veit það. Grant sagði ein- mitt þetfa sama í gær — og sennilega þarf maður engu að kvíða. En það er maður þarna, sem heitir Pedro — mikill beljaki, svertingi í aðra ættina og indíáni í hina — og ég er hræddur um að hann langi til að gera uppsteyt, ef hann fær tækifæri til þess. — Hvers konar uppsteyt? — Þeir hafa alltaf eitthvað til að kvarta yfir þegar Evrópu- menn eru annars vegar. Við lifum í óhófi á súrum sveita þeirra — Brazilía fyrir Brazilíubúa — og þess háttar. Irena hló. — En það er ekki takandi mark á þess konar. Þeir hafa sagt þetta sama í mörg ár, sagði Irena. Svo mikið vissi hún þótt hún hefði ekki verið lengi í landinu. Svo bætti hún við hughreystandi: — Vertu óhræddur, Brian. Ég er viss um að þetta fer prýðilega. — Ég vona það, sagði hann. En það var helzt á honum að sjá, að hann væri deigur. Hún hafði aldrei séð hann svona alvarlegan. Hún hafði aldrei séð hann áhyggjufullan. Það var inngróinn skortur á sjálfstrausti, sem kom þarna fram í honum, hugsaði Irena með sér. Þess vegna efaðist hann um getu sína. Hún fór að tala um samkvæmi, sem hún og Hugh voru boðin í á Gamlárskvöld, til þess að fá hann til að hugsa um eitthvað annað. — Við ætlum á dansleik í Cricket-klúbbnum. Viltu koma með okkur? Nú birti strax yfir honum. -— Það langar mig, sagði hann. — Hverjir verða þar fleiri? — Bill og Valerie. Og Coral, vitanlega. Það var ofurlítill beiskjuhreimur í síðustu orðunum og hann leit forviða á hana. Hann mundi allt í einu að Coral Farbray var talsvert mikið með Hugh og Irenu. Og nú gleymdi hann alveg áhyggjunum, sem hann hafði af því að eiga að hafa stjórnina úti í eyjunni. Hann hugg- Irena sat frammi í og horfði á sólglitrandi vatnið og fannst hún vera komin burt frá öllum vandkvæðum og vonbrigðum. Hún óskaði, að hún mætti sigla svona um tíma og eilífð, lengra og lengra burt... aði sig við að Grant Summers yrði ekki fjarverandi nema nokkra daga. ÓVÆNT HEIMBOÐ. Viku af nýári hringdi Diana til Irenu. Irena þekkti rödd hennar í símanum áður en hún sagði til nafns síns. — Ert það þú, Irena? Þetta er Diana Summers. Mér var að detta í hug, hvort þú vildir ekki drekka te hjá mér síðdegis. Hún hafði þá ekki gleymt þessu. — Það langar mig, sagði Irena. — Hvernig kemst maður út í Ilha das Pedras? Diana hló. — Bíddu nú hæg. Brian er í landi í dag og getur látið þig koma með sér í vélbátnum, þegar hann kem- ur heim. Ég skal biðja hann um að síma til þín og sækja þig. Geturðu komið klukkan þrjú? — Hvenær sem er, sagði Irena. Hún hafði hvergi lofað sér fyrr en um kvöldið; þá átti Hugh og hún að vera hjá einhverjum kaupsýsluvini Hughs. Brian var glaður og ánægður að vanda, þegar hann kom að sækja hana. Hann sagði henni að Grant Summers ætlaði til Buenos Aires daginn eftir, en virtist alls ekki eins kvíðinn við það núna, eins og þegar hann hafði talað við hana síðast. — Er orðið rólegra þarna úti hjá ykkur núna? spurði hún, er þau óku niður að höfninni. — Summers hefur gert þá lafhrædda. Hann sagðist koma aftur í vikulokin, og ef nokkur dirfðist að gera óspektir meðan hann væri að heiman, mundi hann snúa hinn sama úr hálsliðnum. Honum var alvara, og þeir vissu, að honum var alvara. Og um leið tók hann í lurginn á mér líka, og sagði að ég væri flón, að taka nokkurt mark á skrílnum. „Ég get haft hverja einustu sál hér í eyjunni alveg eins og ég vil,“ sagði hann. „Hverja einustu lifandi sál,“ endur- tók hann. Hverja einustu lifandi sál .... Hann hafði hugsað til Ped- ro, er hann sagði þetta, — en einhverra hluta vegna varð Irenu hugsað til Diönu, sem líka átti þarna heima. En hann gat ekki hafa átt við Diönu. Hann hafði átt við verkamenn- ina, sem — áður en South Atlantic Oil keypti eyjuna til að setja upp olíugeyma þar — höfðu lifað þarna frjálsir og óháðir, veitt sér í soðið og flatmagað í sólskininu. Nú voru þeir „bracos fortes“ — sterkir handleggir — sem unnu átta tíma á dag til þess að „estraangeiros" skyldu fá meiri olíu handa öllum vélunum sínum. Það var engin furða þótt þeir mögluðu, hugsaði Irena með sér. En þegar hún sagði Það við Brian, hló hann og sagði: — Það fer ágætlega um þá, og flestir þeirra finna það — þangað til einhver æsingaseggurinn nær valdi á þeim eða gefur þeim nokkrum dropum of mikið af „cachaca“ — þá má telja þeim trú um allt. — Er Pedro æsingaseggur? — Já, líklega. Að minnsta kosti er hann hrokagikkur, eða var það. Hann hefur verið rólegur upp á síðkastið. Lík- lega hefur hann sannfærzt um, að það borgar sig ekki. Þau voru komin niður á bryggjuna. Brian gekk á undan henni fram bryggjuna og hjálpaði henni út í lítinn vélbát. — Hve langt er út í eyjuna? spurði hún um leið og þau lögðu frá landi. — Það er ekki langt. Við verðum svo sem hálftíma á leiðinni. Hann tók stefnu í norður og stefndi á Guanabaravíkina miklu, sem portúgalskur aðmíráll fann á nýársdag árið 1502. Hann hafði þótzt svo viss um að víkin væri fljótsmynni, að hann kallaði staðinn Rio de Janeiro — Janúar-á. Irena sat frammi í og horfði á sólglitrandi vatnið og fannst hún vera komin burt frá öllum vandkvæðum og vonbrigðum. Hún óskaði, að hún mætti sigla svona um tíma og eilífð, lengra og lengra burt. Brian var að tala við hana. Hann benti á alla hólmana og eyjarnar, nefndi nöfnin á þeim og lýsti þeim fyrir henni. Sú stærsta var miklu norðar, sagði hann. Governador var kunnust, því að þar var flugvöllurinn, sem stóru farþega- vélarar lentu á. En fallegasta eyjan hét Paqueta. 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.