Fálkinn


Fálkinn - 01.03.1961, Blaðsíða 28

Fálkinn - 01.03.1961, Blaðsíða 28
HEIMURINN Framh. af bls. 11. sem þjónar sínum líkama jafntryggi- lega og sú sem guð skapaði. Læknar vinna ötullega að því að finna leiðir til þess að hægt sé að skipta um lúin líffæri, sem endast manninum til æviloka. „Árið 1971 er mögulegt að sjá megi „varahlutaverzlanir" þar sem hægt er að fá allskyns tæki til þess að bæta hold og bein,“ segir læknir, sem unnið hefur mikið að rannsóknum á þessu sviði. ★ Jafnvel þótt Bandaríkjamaður fram- tíðarinnar eigi á góðu von, þurfum við, sem nú lifum, raunar engu að kvíða. Með því að draga ályktanir af núver- andi þekkingu okkar má gera ráð fyrir miklum breytingum til batnaðar. Við skulum sem snöggvast gægjast inn í veröldina eins og hún verður 1971. ímyndum okkur stóra skrifstofu á efstu hæð í skýjakljúf, sem gerir svo til ekkert úr Empire State byggingunni. Þetta himinháa mannvirki hefur risið svo hátt fyrir tilstilli beryllium, sem er málmur aðeins Vs af þunga stáls ásamt öðrum málmum geimaldarinnar svo sem niobium eða tantalum til styrktar stál- grindinni. Árangurinn er sá, að reisa má skýjakljúfa fjöllunum hærri án þess að minnsta hætta sé á því, að báknið svigni. Inni á skrifstofunni er fulltrúi að ljúka við að lesa bréf inn á segulband. Hann slekkur á bandinu, sem er ekki stærra en sígaretta — þetta undraverk á tilveru sína að þakka hinum örsmáu tækjum, sem komið var fyrir í gervi- hnöttum árið 1961. Stuttu síðar þrýstir einkaritari hans á hnapp og hlustar á fyrirmæli hans: „Sendu þetta með geim- pósti til viðskiptavinar okkar í Mel- bourne, Ástralíu. Það verður að vera komið kl. 11.“ „Farðu með hana inn aftur. Þetta er vitlaust hús.“ 1971 — Klukkan er 9:30, en einkaritarinn fer sér engu óðslega, vélritar bréfið á sér- stakan pappír og setur það inn í sér- stakt senditæki, sem skýtur því á braut umhverfis jörðina. Bréfið er nú sent upp í gervihnött, sem fer yfir Mel- bourne kl. 9:45 með póst. Pósthnötturinn er á braut umhverfis jörðina og er kominn yfir Melbourne kl. 10:55. Bréfið ásamt hundruðum ann- arra bréfa hvaðanæva úr Bandaríkjun- um er nú fjarritað niður til jarðarinnar. Hin fljótvirku senditæki pósthnattarins geta hæglega skilað af sér 600 rituðum síðum á mínútu. Bréfið meðtekur svo viðskiptavinur- inn í Melbourne 114 klst. eftir að það fór frá Bandaríkjunum 12000 mílur í burtu. Ef dæma má af áætlunum RCA við 1960 mun það aðeins kosta 12 cent að senda þetta bréf árið 1971, sem er ó- dýrara en flugpóstur í dag og fjórum dögum fljótara. Svo að við víkjum okkur aftur í skrif- stofuna í New York, í þetta sinn í vinnu- hléi, sjáum við að einkaritarinn er að hlusta á nýjustu dægurlögin í útvarp- inu. Þegar hún heyrir suð, tekur hún strax tækið út úr eyranu á sér. Þetta örsmáa „High fidelity“ tæki er ekki stærra en valhnot og gengur fyrir tveimur kvikasilfurrafhlöðum, sem eru tæpur sentimeter á lengd. Fulltrúinn kallar, ,,náðu í umboðs- manninn minn á Suðurheimsskautinu í símann.“ Einkaritarinn bregður skjótt við, og sambandið er fengið eftir fimm sekúndur. Rödd fulltrúans er útvarpað 22.300 mílum yfir yfirborði jarðar í end- urvarpsstöð nr. 1, sem er sífellt á sveimi yfir Mið-Ameríku á 24 klst. sporbraut þannig að hún fylgir nákvæmlega möndulsnúningi jarðar. Orðin berast nú um geiminn frá end- urvarpsstöð Nr. 1 til Nr. 2 yfir Suður- heimsskautinu niður til þess sem hringt var til. „Jones, geturðu skroppið hingað. Það er áríðandi fundur,“ segir fulltrúinn. „Taktu næstu áætlunarflaug. Klukkan er 11:00 núna. Ég segi þér nánar frá þessu um hádegið.“ Þyrla flytur Jones á flugvöll Suður- heimsskautsins, þar sem hann fer inn í risastóra vængjaða þotuflaug, 300 feta háa. Hann ásamt 200 öðrum farþegum finnur naumast fyrir hinni gífurlegu hraðaaukningu því að farþegarnir liggja notalega í sætum úr plastkvoðu líkum þeim, sem notuð voru í tilraununum 1961. Áætlunarflaugin fer með 15000 mílna hraða á klst. þannig að hún kemst um- hverfis jörðina á tæplega 2 klst. Þar sem Jones fer ekki nema % af ummáli jarðarinnar er hann von bráðar kominn á leiðarenda. Tæplega klst. eftir að hann settist inn í flaugina sér hann ljós kvikna í farþegasalnum — tilbúin til lendingar — og hann spennir öryggis- ólina meðan hin risastóra flaug skoppar eftir efstu lögum gufuhvolfsins til þess að draga úr hraðanum. Síðan steypir hún sér niður. Vængir þotflaugarinnar verða rauðglóandi sakir núningsins. Inni í farþegaklefanum kvartar einn farþeganna við flugfreyjuna um að það sé hrollkalt, og hún þarf ekki annað en snúa litlum hnapp til þess að gera hon- um til hæfis. Aðeins einni klukkustund og tuttugu mínútum eftir að Jones kvaddi Suður- pólinn er hann kominn á skrifstofuna í New York í tæka tíð til hádegisverðar. Eftir matinn gefa þeir kumpánar sig að rafeindaheilanum, sem ekki er stærri en venjuleg kommóðuskúffa. Árið 1961 voru rafeindaheilarnir á stærð við bræðsluofna og enginn hafði ráð á þeim nema allra fjársterkustu fyrirbæri. Nú er hægt að fá rafeindaheila, sem vegur aðeins 12 kíló með mjög vægu verði — og allt er þetta undangegnum geim- rannsóknum að þakka. Jones og fulltrú- inn gera nú 100 blaðsíðna reikningsyfir- lit fyrir viðskiptavin með aðstoð raf- eindaheilans. Þrjú eintök eru gerð af reikningsyfirlitinu, snyrtilega innbund- in og kl. 3:30 sama dag halda þeir kumpánar á fund við viðskiptavininn í Chicago. Þegar einkaritarinn er kominn heim þetta kvöld kveikir hún á hinu stóra sjónvarpstæki sínu og horfir á hina lit- ríku drekaskrúðgöngu í Japan, þar sem nú er miður morgun. Sjónvarpssending- in berst milli endurvarpsstöðva um- hverfis jörðina svo að myndin verður skýr og greinileg hvar sem er. Henni dettur í hug að kynna sér hvernig veðrið verði næstu daga svo að hún hlustar á skýrslu Alheimsveður- stofunnar. Þessari veðurstofu skjöplast ekki. Spáin er byggð á upplýsingum frá fjölda Nimbus-veðurathugunarhnatta, sem fylgjast nákvæmlega með skýja- fari, vindum og öðru því, sem að veðri lýtur. Hún kemst að því, að það verði rign- ing á Florida daginn eftir svo að hún hættir við að fara til Miami og kýs í staðinn að fara til Kaliforníu. Hún hringir á ferðaskrifstofu og nokkrum sekúndum síðar er allt klappað og klárt, Þökk sé allri þessari tækni. Ef til vill er þetta full skammt gengið ef lýsa á því hvernig lífið lítur út árið 1971. Ýmsir geimsérfræðingar spá því, að söguritarar ársins 1971 furði sig á skammsýni stéttarbræðra sinna árið 1961. Þróun tækni og vísinda er um þessar mundir ævintýralega hröð. Dr. Clifford C. Furnas prófessor við háskólann i Buffalo vekur athygli á, að þróunar- skeið sögunnar hafi í gegnum aldirnar stöðugt skipzt í styttri og styttri tíma- bil. „Þróunin frá steinöld til bronzaldar tók árþúsundir á árþúsundir ofan,“ seg- 28 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.