Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Blaðsíða 4

Fálkinn - 22.03.1961, Blaðsíða 4
OSTA- OG SMJÖR' SALAN SF SNORRABRAUT 54- ■ SÍMIi 10020 og tJTFJÓLU- BLÁMI, sem end- urvarpar geislum Ijóssins og lýsir þannig hvítan þvott og skírir alla litli. BETT er bæði drjúgt og ódýrt og jaf ngott, hvort sem þvegið er í hönd- unum eða í þvotta- vél. BETT er nýtt þvottaefni. BETT ER BETRA. H.F. HREINN Sími 24144 BREZKU blöðin hafa að und- anförnu keppzt við að úthúða Alexandru prinsessu, hina fögru frænku Elizabetar drottningar, og bera það á hana, að hún sýni ókurteisi á opinberum stöðum. Nefnt er dæmi, að nýlega hafi prins- essan komið á veitingahús með nokkrum vinum sínum. Hún hafi þar sezt á stól og snúið baki í aðra gesti veitingahússins í staðinn fyrir að setj- ast í veggsófa, svo að allir gætu séð hennar tign. — Ég verð svo voðalega taugaóstyrk, þeg- ar fólk starir sífellt á mig, hefur prinsessan sagt hreinskilnislega sér til afsökunar. í sambandi við þetta mál hefur vaknað hin brennandi spurning: Hefur ein prinsessa heim- ild til þess að snúa baki í fólkið? Það var þó örlítil sárabót fyrir gesti áður- nefnds veitingahúss, að síðar um kvöldið dans- aði prinsessan Cha-cha-cha af miklu fjöri, þar til hún uppgötvaði skyndilega, að enginn dansaði nema hún og herrann hennar og augu allra beindust að þeim tveimur. Þá hætti hún dansinum, gafst upp og fór heim. ALLIR, sem sáu hina frábæru verlaunamynd „La Strada“, munu eftir leikkonunni Giu- letta Masina. sem lék þar að- alhlutverkið af mikilli snilld. Giuletta er ekki einasta fögur og heillandi heldur óvenjulega gáfuð og menntuð leikkona. Fyrir nokkrum árum tók hún magisterpróf og nú rétt fyrir skemmstu hefur hún varið doktorsritgerð. Ritgerðin hét: „Þjóðfélagsleg aðstaða leikar- ans á okkar dögum“. ÞAÐ er nú orðið algengt í Hollywood, að dans- og söng- stjörnur verði skapgerðarleik- arar. Dæmi um þetta eru Dor- is Day, Frank Sinatra og Fred Astaire, — og nú síðast hin 23 ára gamla Shirley Jones, sem lék í „Oklahoma“. Hún hefur nú fengið hlutverk sið- lausu stúlkunnar í „Elmer Gantry“ og þar á hún að for- færa prestinn Burt Lancaster. Þetta er sem kunnugt er metsölubók Sinclair Lewis, sem verið er að kvikmynda, og þeir sem fylgzt hafa með æfingum segja, að Burt Lancaster hafi sér til fyrirmyndar prédikarann Billy Graham. Sumum lízt engan veginn á það.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.