Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Blaðsíða 29

Fálkinn - 22.03.1961, Blaðsíða 29
arlegum gáfum. Hann mun hafa verið á undan samtíð sinni um marga hluti, t. a. m. í trúarlegum efnum. Hann var skáldmæltur allvel. Margt er sérkenni- legt haft eftir séra Hjálmari, t. d. var bersögli hans oft mikil í stólnum, og ekki ávallt ljóst, hvort réði, bláköld al- varan eða hrekkir. En hér er kafli úr hj ónaví gsluræðu: „Sá mikli og stóri ósiður tíðkast nú mjög á voru landi íslandi, að hver dár- inn keppist við að eiga börn, eins og börn væru sá mesti og bezti hlutur í eigu manns og hinn þarfasti, sem menn- irnir mega alls eigi án vera, svo sem góður hestur eða góð kýr. — Ó, þú, Ásdís, sem situr þarna í bekknum og fallið hefur með hinum argasta þjóf og skelmi, sem uppi hefur fundizt nú í nálægar aldir, og það ekki einu sinni, heldur tvisvar; og þó léztu ekki þar með búið, heldur féllstu nú í þriðja sinn með þínum tilvonandi ektamaka, Indriða Hallgrímssyni, sem er af góðu fólki kominn og varla þó það. — En þótt nógur væri auðurinn og velmakt- in á Kolmúla, þá er þar einn löstur- inn, sem spillir öllum kostunum, en það er bölvað barnauppeldið, og kemur það líér fram Ijósast í því, að þið eruð bæði heimsk og illa vanin.“ 1 þessu hafði faðir brúðgumáns, Hall- grjmur í Stóra-Sandfelli, sagt: Ætlið þið að sitja leingur undir þessum and- skota? — Og er brúðhjónin og kirkju- gestir bjuggust til útgaungu, mælti prestur: Bíðið hæg, það getur skánað, — og hélt síðan fegurstu hjónavígslu- ræðu, sem viðstaddir höfðu heyrt, að mælt er. Eitt sinn kom hjá honum eftirfar- andi ræðukafli við útför látins manns: „Hví fórstu að deyja, Jón, frá úngri konu og börnum? En dauðinn spyr ekki að; því komist hann ekki inn um dyrn- ar, þá skýzt hann inn um skráargatið. Amen.“ Sonur Hjálmars prests hét Gísli. Hann kvæntist Guðlaugu, dóttur Guttorms prófasts í Vallanesi. Hjálmar prestur vígði þau, en við lýsingarnar komst hann svo að orði: Lýsist, lýsist til heilags hjónabands með Gísli syni mínum og Litlu-Laugu í Vallanesi! Séra Páll Tómasson, síðast prestur á Knappstöðum (d. 1881, 84 ára gamall) þótti all-ófyrirleitinn og hrekkjóttur á námsárum, og ekki varð þess vart að það eltist neitt af honum. Hann var Grímseyjarprestur 1828—1835. Þá var þar vinnumaður í Neðri-Sandvík er Hans Andrésson hét, og síðar nefndist Sköruvíkur-Hans. Honum og Páli presti var ekki innbyrðis hlýtt innan rifja og áttu þeir í sífelldum brösum. Eitt sinn sat Hans á krókbekk við guðsþjónustu. Prestur hafði nýlokið við að taka í nef- ið — það gerði hann óspart í stóln- um —snéri sér síðan að Hans í miðri ræðu og ávarpaði hann: Ó, þú Hans, ó þú óguðlegi Hans, sem yztur situr í drottins húsi, með saurugt hjarta og skítuga skó. Réttast væri að ég tæki pontuna mína og senti henni í helvítis hausinn á þér. — Ekki ber mönnum saman um, hvort prestur léti verða af tilræðinu. Séra Páll var hagmæltur, og gætti þess oft í ræðum hans. Þetta var eitt sinn í jólaræðu: „Jesús kallar á börnin sín. Hann kall- ar á mig og hann kallar á þig, — si sona: (hér sneri hann sér að ekkju með börn sín): Komdu híngað ekkjan mín með börnin þín. Sýndu þeim ljósin. Segðu þeim það séu jólin og því sé kveikt.— Komið híngað volaðir og hrjáð- ir (hér sneri hann sér að gamalli konu, er kölluð var Gunna eineygða). Komdu híngað gamla kona, sem gekkst á járn- skóm af landi, þú ert mædd og hrjáð; þú með þitt eina auga. (Hér fór stúlka ein að hlæja í barm sér, en þá brýndi hann röddina og sneri sér að henni). Að því þarftu ei spauga, — þú, lýgna Lauga.“ Þetta spjall hófst með kafla úr ferm- íngarræðu. Það á vel við að slá í þetta botninn með prédikun sem höfundur er ókimnur að, en það er líkræða: „Þarna liggur þú himdvotur uppúr henni Grafará. Mikið var um þig að fara að deyja frá kornúngri konunni og hráblautum börnunum. Nú gángið þið út, kæru tilheyrendur, og súpið á glös- um ykkar, en ég er bundinn sem hund- ur hér við. Vil ég ekki tefja leingur hér við og veiti þið honum þá síðustu þén- ustu, að koma honum frá okkar aug- um...“ \u n ^ £ 1 I ATH UQA SL£ mA M£L r/ ELM $/<• ST. ►♦♦1 ►♦♦< fjke A mEA/V 6o L XX\ 4A/ 5 HL. SM 'Ad ♦♦♦ ♦ ♦♦ Á j —> TTTB~ L M Ta k SVKOR 1 11- Hl . | FUbL KM* i (Tr f •J't 'X natm r/MAB- Kfl'« u&r S * r. PÚKA G-æla FlSKAU Ö*u/n § 'A F£TI 0* SM'AO. -» SK.tT. (d 1 1 PflÁ/rt- i oHHf MEt) TÖLU %£>HS * tTEJaCCTTT £ t* D i £ r t^ Miri 1 'A $K IPI u T A M L 7] V D R r ta 2 SAmtt/ KlÉ Ál L rr T'Prr ] SLÆ mm—aa 1 leit i l'it 'í> L£/T AVC . RÓFA U □ '0i& ÞV£R m $KO PP AP Ui f. 9 t /lAt KIN DUR. A 5* M il líða AtÓ T STAF t/ft Oí'oM MF'Ð SL/. L iÁwm HÚS % Húsör '0 s i T VON D Rl rii'HH l.EJní! r—^ VE/öt FÆR! VE/ zlA ‘il'at n 15. VERÐLAUNA- KROSSGÁTA FÁLKANS tií FLKINN biftir verðlauna- krossgátu- í ' hverju blaði. Verðlaúnin er 100 krónur hVerju sinni og frestur til að skila lausnum þrjár vikur. Lausnir skal senda í lokuðu umslagi, og utanáskriftin er: FÁLKINN, póstliólf 1411, Rvík. Krossgáta. ★ í blaðinu sem kom út 1. febrúar síðastliðinn, birtum við til tilbreytingar mynda- gátu og bárust fjölmargar lausnir við henni. Rétt ráðn- ing gátunnar er þannig: Margur naut þess að heyra karpað um bjór. Var eigi spaugilegt mest af því? — Dregið var úr réttum ráðn- ingum, og upp kom lausn Jóns Erlendssonar, Heima- vist M.A., Akureyri. í næsta blaði birtist lausn á kross- gátu nr. 10.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.