Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Blaðsíða 11

Fálkinn - 22.03.1961, Blaðsíða 11
Hér segir frá einu frægasta ástarævn- týri sí&ari ára, — sögunni um dolara- prinssessuna og snauðan mann hennar... hugur hennar girntist. Bobo var ekki beinlínis falleg. En hún hafði geðfellt andlit og hafði tamið sér þunglyndis- legt bros eins og hún væri einmana hjálparvana munaðarleysingi. Það var þýzk kona í Sviss sem kenndi henni að brosa þannig. Hún var fyrrverandi lejkkona, og vissi að ekkert er betra en slíkt bros ef stúlka ætlar að ná í karlmann. Ungu mennirnir sveimuðu auðvitað eins og býflugur í kringum Bobo. Þeir voru flestir amerískir; því að Englend- ingar, sem höfðu efni á að búa á Ba- hamaeyjunum voru flestir gamlir. En móðirin gerði sér miklar vonir um dótturina. Fyrst og fremst að hún lenti ekki í klónum á ævintýramanni. Og auk þess að hún giftist Englendingi, helzt með hertogatitil og blátt blóð í æðum. Ungu Ameríkumennirnir voru nógu rík- ir, en móðirin var ekki hrifin af því að eignast amerískan tengdason. Hún hafn- aði þeim á þeim forsendum að hún væri of ung til að binda sig. Þeir gátu komið aftur eftir nokkur ár; þegar hún væri orðin eldri. Árangurinn af eftirliti móðurinnar var sá að Bobo var mjög einmana stúlka þrátt fyrir næturlífið í Nassau. Bobo fékk aldrei leyfi til að vera ein með ungum manni. Og fortíð og efnahagur allra þeirra sem sóttust eftir félagsskap hennar var nákvæmlega rannsakaður, áður en þeir fengu að hitta Bobo. Og þá var móðirin alltaf nærstödd. í desember 1956, rétt áður en faðir Bobo dó, ákvað Gregg Juarez 34 ára innanhússskreytingamaður frá New York, að fara í tíu daga orlof til Ba- hamaeyja. Á meðal hinna mörgu kunn- ingja hans var Betty Sundmark fræg „playgirl" í samkvæmislífinu, e. k. Porfirio Rubirosa eða Aly Khan í konu- líki, og þriðji eiginmaður hennar Hugh Shannon tennisleikari, sem lék nú í Nassau. Juarez hitti annan gamlan kunningja í Nassau, Bugsy Siegel, sem ekki var með öllu ókunnugur lögreglunni í Chica- go, New York og víðar, þar sem hann hafði verið í tengslum við glæpahring. Siegel vann í spilavíti við Montmartre- klúbb í Nassau, og kynntist því mörg- um5 einkum ungum stúlkum. Svo dag nokkurn í ársbyi’jun 1957 voru Siegel og Juarez á skemmtigöngu að rseða um gömul kynni. Þá kom Siegel auga á þrjár ungar stúlkur. Hann þekkti eina þeirra. Þar sem Juarez var mjög einmana — hann hafði nýlega yfirgefið konu sína — kynnti Siegel hann fyrir stúlkunni, sem hann þekkti. Hún kynnti þá síðan fyrir vinkonum sínum. Önnur þeirra var Bobo Sigrist, en móðir hennar hafði náðarsamlegast leyft henni að fara út með vinkonu sinni. Vinkonan hafði fengið ströng fyrirmæli um að Bobo hitti ekki óæskilega unga menn. — En það gerðist eitthvað okkar á milli, sagði Bobo seinna. •—- Ég veit ekki hvað það var Ég hafði aldrei verið ástfangin. En jafnskjótt og ég leit á Gregg og hann á mig, vissi ég að þetta var ást — ást við fyrstu sýn . . . Það var eins með Gregg, hann hafði varla litið á Bobo er hann vissi að þetta var stúlkan, sem hann hafði verið að leita að allt sitt líf. Þarna stóð hún fyr- ir framan hann í sandinum á gulum baðfötum. — Ég vissi að þetta var ást- in — raunveruleg ást. Bobo vissi ekkert um hinn glæsileg'a Juarez. — En hverju skiptir fortíð manns ef ástin er annars vegar? Lífið byrjar að nýju daginn sem maður verð- ur ástfanginn. Þá er allt gamalt gleymt. Hann var helmingi eldri en hún, en henni var alveg sama. Á þessari stundu hófst furðulegasta og rómantískasta ástarævintýri seinni ára, sem síðar breyttist í brennandi ást, logandi hatur og loks í óhamingju og beizkju. Bobo og Gregg komu frá gerólíku umhverfi, svo ólíku að hver sem var gat sagt fyrir hvernig fara mundi. En 17 ára ástfangin stúlka hlustar aidrei á hvað aðrir segja. Juarez er af mexíkönskurn-spönskum uppruna og bandarískur borgari. Hann ólst upp í Mexico City, og varð oft að berjast harðri baráttu fyrir tilverunni. Gregg var 15 ára þegar hann sá að engin framtíð beið hans í Mexico. Hann settist því að í New York og gegndi ýmiss konar vinnu. En tekjurnar voru ekki miklar og árin liðu. Á þrítugsaidri fór Juarez á námskeið í innanhússkreyt- ingum í bréfaskóla, og fékk prófvott- orð. Síðan fór hann að starfa við fyrir- tæki, sem annaðist slíka hluti. Það er engin skömm að vera fátækur og enginn getur áfellzt Gregg fyrir þennan hluta ævisögu hans. En þegar hann kynntist Bobo hafði hann þegar verið kvæntur þrisvar sinnum. ..Og Framh. á bls. 26. Á myndinni á síðunni hér á móti sjáum við hina óhamingjusömu doH- araprinsessu, Bobo Sigrist. Á myndinni hér að neðan er hún með fræg- um kvikmyndastjóra, sem hún var með um skeið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.