Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Blaðsíða 16

Fálkinn - 22.03.1961, Blaðsíða 16
ý 4acfAihA öHh AÐ GEFA BLÖÐ - OG FÁ Ég hafði ætlað mér að gefa blóð. Já, það eru reyndar komin mörg ár síðan ég ætlaði að láta verða af því, en það er nú svona með tímann, eins og þið vit- ið, að hann blátt áfram flýgur, og það er svo margt gott, sem maður ætlar að gera, en kemur aldrei í verk. Ekki vil ég segja, að ég hafi slegið þessu á frest vegna þess, að ég hafi ver- ið smeikur við að láta opna mér æð, og þó, ég veit ekki. Tvisvar fór ég þó upp eftir, en í bæði skiptin ekki fyrr en eft- ir klukkan sex, og þá hugsaði ég með mér, að það hlyti nú einhver að vera við, sem gæti tappað af mér, því þ’eir voru að fárast yfir því í blöðunum, að þá vantaði blóð. En það var búið að loka í bæði skiptin, og þegar ég komst að því, held ég, að mér hafi nú létt eitthvað, og þó. Ég þrusaði um það við konuna, þegar ég kom heim, að ekki væri nú mikill áhuginn hjá þessum mönnum að fá úr manni blóðið, fyrst þeir nenntu ekki að vera við. En svo gerði ég alvöru úr þessu nú um daginn. Kunningi minn gekk undir uppskurð og þurfti á miklu blóði að halda, og ég var beðinn að gefa hálfpott. Og nú fór ég fyrir klukkan sex og skalf nú heldur betur á beinunum. Eftir að hafa gefið mig fram við skrif- stofustúlku og látið skrá mig á spjald, settist ég á bekk hjá þrekvöxnum manni og áttum við að bíða timakorn þar til lokið væri við að tappa af næstu tveim á undan. Brátt opnaðist hurðin og tveir mjög fölir menn komu út. Annar studd- ist við dyrastafinn og brosti veiklulega. Okkur var nú vísað inn og skipað að fara úr jökkunum. í herberginu voru tvær hjúkrunarkonur og tveir leður- bekkir ásamt alls kyns tækjum og tól- um að ógleymdum mörgum litlum flösk- um. Hjúkrunarkonurnar voru í léttu skapi og spauguðu óspart. Mér skildist á þeim, að sá þrekvaxni væri þarna tíður gest- ur og hefði gefið feikn af blóði sínu. Þær hæ’du honum og sögðu, að það færi nú víst að koma að því, að annar hver maður í landinu væri kominn með blóð úr honum. Ég leit á manninn með iotningu og hafði ekki af honum augun, þegar hann bretti upp ermina, því ég bjóst hálft í hvoru við að sjá lítinn krana á handleggnum á honum á æð þeirri, sem stungið er á, þegar blóð er tekið. Sjáifur var sá þrekvaxni ekkert nema lítillætið, þótt honum augsýnilega líkaði hóiið, og sagði, að það væri nú ekki mikið afrek að iáta kreista úr sér nokkra blóðdropa af og til. „Hvað mættu blessuð lömbin segja í sláturtíð- inni, ha, ha.“ sagði hann og skellihló. Það fór beinlínis hrollur um mig Nú fór önnur hjúkran að bedúa við mig. Lét mig bretta upp ermi, drekka glas af appelsínusafa, leggjast á legu- bekkinn og fór síðan að ieita að æðinni. Svo tók hún gúmmíslöngu og batt hana um handlegginn rétt fyrir ofan æðina og herti svo hraustlega, að ég hélt hún ætlaði hreinlega að taka sundur á mér liminn. Loks sást æðin almennilega og beið konan þá ekki boðanna með að reka í hana hola nál, en nálin var á endanum á mjórri gúmmíslöngu, sem lá ofan í litla flösku. Hissa var ég á því, hve sársaukinn var lítill eftir allt sam- an, en skrítin var tilfinningin, þegar mitt eigið blóð fór að seytla í flöskuna. Á hinum bekknum var rennslið held- ur meira hjá hinum þrekvaxna félaga mínum með blóðið. Hann reitti líka af sér spakmælin sjálfum sér til mikillar ánægju. „Blessaðar stúlkur, þetta er al- veg ófært að vera með svona skiterí fyrst að búið er að opna leiðsluna á annað borð. Náið heldur í mjólkurbrúsa eins og þær gera í sveitinni í sláturtíð- inni, ha, ha! Það verður víst ekki mikill blóðmör úr svona dreytli, ha, ha!“ Brátt hafði hann fyllt glasið sitt og var staðinn upp. Mitt var ekki hálfnað enn þá. Rumurinn stóð um stund við minn bekk og leit með hálfgerðri vork- unn á hið dræma dropatal í mínu glasi. „Heyriði stúlkur, eruði ekki hræddar um, að allt blóðið sé búið úr honum, greyinu? Mér sýnist hann ekki geta orðið mikið fölari. Ykkur hefði verið nær að taka meira hjá mér. Það ætti sko bara að virkja mig, ha, ha!“ Mikið skelfing varð ég feginn, þeg- ar sá blóðauðugi var farinn út. Stúlk- urnar hughreystu mig og báðu mig ekki taka orð hans alvarlega. Nú fór að líða að því, að glasið fylltist, en þó fór líka að þverra hjá mér mátturinn. Loks tók hjúkrunarkonan nálina úr æðinni og ég ætlaði að rísa upp við dogg, en gat þá alls ekki hreyft mig. Konan sagði mér að liggja rólegum og jafna mig, því það væri alvanalegt, að slappleiki gerði vart við sig svona strax eftir blóðtöku. Að lokum komst ég þó upp og mér var vísað inn í næsta herbergi til að þiggja kaffi og kex, en það er vani í blóðbankanum að hressa menn eftir aftöppun. Ég komst þar inn, og rétt upp á einn legubekkinn enn þá, og þar leið ég út af. Vissi ég svo ekki af mér fyrr en rúmum hálftíma seinna. Var þá önn- ur hjúkrunarkonan yfir mér, og mér til sárrar raunar stóð þar líka hinn þrekvaxni gortari. Hjúkrunarkonan sagði, að ég hefði ekki haft efni á því að gefa blóðið, og væri hún nú búin að tappa því á mig aftur! Þetta fundust mér smánarlegar fregnir. En verri þótti mér þó söngur- inn í gortaranum: „Þú hefðir nú þótt lélegur dilkur í sveitinni, félagi, 1 slát- urtíðinni, og lítill blóðmör fengist úr þínu blóði, bara skiterí, ha, ha!“ Dagur Anns. Lengi hafði ég ætlað mér að gefa blóð, og lét loks verða að því. En það er ekki heiglum hent 16 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.