Fálkinn - 22.03.1961, Blaðsíða 26
Dollaraprinsessan-
Framh. af bls. 11.
Gregg var kaþólskur, og kaþólska kirkj-
an leyfir ekki skilnað.
Juarez hafði samt fengið skilnað frá
tveim konum sínum . .. eða þær frá
honum. Þegar hann var kynntur fyrir
Bobo á ströndinni í Bahama var hann
enn kvæntur þriðju konu sinni, en far-
inn frá henni. Fyrsta kona Greggs var
mexíkönsk og neitaði honum um skiln-
að af trúar-ástæðum. Hann dvaldi þá
hinar nauðsynlegu sex vikur í Reno og
fékk skilnað. Það-var því ekki öruggt
að skilnaðurinn væri löglegur. Síðar
létu Boþo og Juarez gefa sig saman í
þrem löndum til að vera alveg viss um
að þau væru löglega gift.
Frá þeirri stund er þau hittust fyrst
á ströndinni voru Bobo og Juarez óað-
skiljanleg. Hann fór með henni í nætur-
klúbba, út að dansa og á spilavíti. Hún
sagði mömmu sinni að hún væri úti með
vinum sínum. — Hvít lygi — sagði
Bobo. — Og allar ástfangnar, ungar
stúlkur beita saklausri lygi.
Innan viku hafði Juarez komið í kring
skilnaði í Reno og bað Bobo. Með eld-
heitum ástarjátningum, sem einkenna
þá sem hafa suðrænt blóð í æðum, vann
hann þessa feimnu, óreyndu stúlku með
áhlaupi.
En mamma Boboar komst að því að
hún var í óæskilegum félagsskap. Og
því miður urðu henni á mistök í fram-
komu sinni við Bobo. Hún reyndi að
loka dóttur sína inni. Hún leyfði henni
ekki að dansa og skemmta sér með ungu
fólki af því að faðir hennar var nýlát-
inn.
Auk þess réði hún tvo einkaleynilög-
regluþjóna til að hafa auga með Bobo
í öryggisskyni.
Þeir tilkynntu samstundis um Juarez.
En vissu þá ekkert um fortíð hans —
eða framtíð ... Það eina sem þeir vissu
var að hann umgekkst Bugsy Siegel,
fyrrum glæpamann. Eins og kunnugt er
fær fólk oft sama dóm og kunningjar
þeirra. Og móðirin og leynilögreglu-
mennirnir töldu vin Bobo ekki geta
verið þekktan fyrir að vera með Bugsy
Siegel.
Bobo var skipað að hitta ekki Juarez.
Og leynilögreglumennirnir heimsóttu
hann og skipuðu honum að hafa sig
burt hið snarasta. Annars . . .
Oft er það allra versta, sem foreldrar
geta gert að þanna ungri dóttur sinni að
umgangast einhvern karlmann. Oft
gremst henni slíkt bann og gerir þvert
á móti af einskærum þráa. Þannig var
það með Bobo.
Sjö vikum eftir að þau hittust fyrst
stakk Juarez upp á að þau skyldu gifta
sig strax. Móðir Boþar neitaði að
hitta Juarez eða yfirleitt ræða þetta
hlægilega bónorð. Hún hafði fengið
26 FALKINN
skýrslu frá Bandaríkjunum um fortíð
hans og framtíðarhorfur.
Hún kallaði Bobo til sín kvöld eitt í
marz og talaði lengi og alvarlega við
dótturina. Hún sagði henni allt um
Juarez og endaði á því að 34 ára gamall
maður, sem auk þess hafði átt þrjár
konur væri enginn maður fyrir Bobo.
— En ég er svo ástfangin í Gregg,
sagði Bobo. — Ég ætla að giftast honum.
Enginn getur komið í veg fyrir það.
Á Bahama gilda brezk lög og enginn
yngri en 21 árs getur giftzt án leyfis
foreldra. Hin ástfangna Bobo gat alls
ekki hugsað sér að bíða í fjögur ár eft-
ir að giftast Gregg. Og hann hafði auð-
vitað alls ekki hug á að bíða. En það
voru litlar líkur til að þau gætu strok-
ið til staðar þar sem þau gætu gift sig.
Frú Sigrist hafði nú heilan flokk leyni-
lögreglumanna til að hafa gætur á, að
Juarez beitti engum brögðum.
En Bahama er einmitt staðurinn fyrir
rómantísk samsæri. Netið þrengdist um
elskendurna. Juarez hafði fengið til-
kynningu um það frá lögreglunni að
landvistarleyfi hans væri útrunnið.
Hafa varð snör handtök.
Og hér kom Bugsy Siegel inn í leik-
inn ...
Hann kunni á ýmsu tök og átti auk
þess vini, sem gjarnan vildu hjálpa
Bobo og Gregg að flýja og fannst þetta
bezta grín.
Betty Shannon vildi líka gjarnan vera
hjálparhella í þessu spennandi ævintýri.
Hún sagði seinna. — Þessi indæla
stúlka vakti strax meðaumkun mína.
Hún syrgði föðurinn, sem hún hafði
misst, var örvingluð vegna skilnings-
leysis móður sinnar — og ofsalega ást-
fangin í Gregg Juarez.
Ein af hinum mörgu vinum hennar
var Flor de Oro Trujillo, dóttir forset-
ans í Dóminikanska lýðveldinu og fyrr-
um kona Porfirio Rubirosa, Og sá kunn-
ingsskapur varð síðar til mikillar hjálp-
ar.
Betty og vinir hennar komust að
þeirri niðurstöðu að þau skyldu gifta sig
á Haiti, þá væri ekkert unnt að gera
þeim.
En því miður voru þessar upplýsing-
ar rangar.
Það var líka erfitt að komast til Haiti.
En Betty leigði á laun bát, sem átti að
flytja þau þangað.
Beita varð mikilli varkárni í öllu
vegna leynilögreglumannanna. Bobo og
Juarez ákváðu því að hittast ekki í tvo
daga til að forðast grun. Úti fyrir
Nassau lá hraðbátur og beið. Juarez
leiddi lögreglumennina af sporinu og
komst óséður um borð. Betty kom og
bauð Bobo út. Og móðirin grunaði hina
elskulegu Betty ekki um neina græsku.
Og því sá hún eftir seinna.
Leynilögreglumenn hafa sína veiku
punkta. Þegar Betty og Bobo fóru inn
um dyrnar, sem á stóð ..konur“ til að
snyrta sig, gættu þeir dyranna vel. Tíu
mínútum seinna kom Betty út ein. Þeir
Framh. á bls. 30.
Staðurinn, sem við lýsum að þessu
sinni er snotur bær. Byggðin er reglu-
leg, götur sæmilega breiðar og skipu-
lega lagðar. Nokkrar stórar byggingar,
sem eru vel staðsettar og stílhreinar,
setja skemmtilegan og hreinlegan svip
á bæinn. íbúðarhúsin eru flest einbýlis
eða tvíbýlishús með rúmgóðum og vel
hirtum lóðum og víða eru blóm og trjá-
garðar umhverfis þau. Segja má, að
bærinn verði fallegri með hverju ári
sem líður vegna aukins blóma og trjá-
gróðurs við húsin. Sýnilegt er, að flest-
ir5 sem sezt hafa að í þessum unga bæ
og reist þar bú, hafa fullan hug
á að fegra umhverfi sitt með fögrum
gróðri.
Ýmsum þykir einkennilegt, að það
fjölmenni, sem tekið hefur sér bólfestu
á þessum stað, s'kuli hafa þar næga at-
vinnu og spyrja:
— Á hverju lifir eiginlegt allt þetta
fólk?
Spurningin er ekki óeðlileg sett fram
af ókunnugum.
☆
Staðurinn stendur tólf kílómetra frá
sjó og því ekki um neina útgerð að
ræða eða atvinnu í sambandi við hana,
sem í flestum bæjum hér á landi er
undirstaða atvinnulífsins.
En þrátt fyrir þetta er næg atvinna
á þessum stað. Þarna eru nokkur iðn-
fyrirtæki, verzlanir og opinberar stofn-
anir. Við þetta hefur fólkið starf og
einnig við byggingar, sem hafa verið
að rísa af grunni á undanförnum árum.
Meira að segja hafa margir utanhrepps-
menn haft stöðuga atvinnu við þessar
byggingar á undanförnum árum.
☆
En þungamiðja athafnalífsins er í
sambandi við afurðir eins víðlendasta
og blómlegasta landbúnaðarhéraðs á
þessu landi. Þangað eru afurðirnar flutt-
ar daglega og síðan fluttar á sölustað
og seldar.
Þróunin hefur sem sagt orðið sú, að
á þessum stað hefur á fáum árum risið
upp myndarlegur og fjölmennur bær,
þar sem fólkið hefur nóg að starfa og
unir hag sínum hið bezta.
☆
Þess skal að lokum getið, að Esjan,
hinn glæsilegi farkostur Skipaútgerðar
ríkisins, sem mun flytja hinn heppna
vinnanda þessarar getraunar hringinn
í kringum landið, — mun að öllum lík-
indum eiga erfitt með að komast að
þessum stað, nema þá í 1. apríl-frétta-
auka hjá fréttamönnum Ríkisútvarps-
ins!