Fálkinn - 22.03.1961, Blaðsíða 8
Látum oss gánga í íslenzka kirkju
ogihlýða á drottins vors gleðilegan boð-
skap. Sálusorgarinn býr sig undir ferm-
íngarathöfn og hefur skyndilega brýnt
roddina í stólnum:
„Varið ykkur, guðsbörn elskuleg, því
nú fer ég að espa mig. Eins og mjalta-
konan, þá hún mjaltar sinn peníng, —
mjólkina lætur hún í strokkinn, til Þess
að skaka hann og skekja, Qg aðgreinir
þannig æðra part mjólkurinnar frá hin-
um óæðra, nefnilega smérið frá áfunum,
Áfunum hellir hún í strokk, til þess
að gera þar af skyr, en dömluna lætur
hún uppá smérhilluna í búrinu, — eins
fer guð með oss kristna menn, börn
mín góð. Hann hristir oss, hann skekur
os's, hann damlar oss með sinni kross-
bullu hér í heimi. Hinn óæðra hluta
inannsins, nefnilega líkamann, lætur
-haím niður í jörðina, svo að hann fúni
þár og rötni, en sálina, sem er æðri
hluti mannsins, lætur hann upp á sína
ahdlegu smérhillu. — En þegar ég á
síðan sit fyrir ofan guð minn í dýrð-
ihni og sé ykkur hrapa ofan til hel-
vítis eins og lambaspörð ofan bratta
hjarnfönn, þá segi ég: Fjandinn vor-
kenni ykkuit nú. Ykkur var betra að
hiýða mér, þegar ég prédjkaði yfir ykk-
ur í Hofteigi ...
★
‘ Margur klerkurdhii »á umliðnum tíma
var kallaðúr pokaprestur fyrir þær sak-
ir einar að véra ekki eingaungu eftir-
apari að hinum venjubundna eingla-
ríkis- og djöfladíkishjali, sem þá var
tíðast þulið yfir guðs volaðri hjörð
á Islandi. Hér var þó í mörgum tilfell-
um um gáfaða menn að ræða, sem
innanum fáfróðan almúgann urðu eða
virtust verða að hjákátlegum kynja-
gosum; og hvað var vænlegra til ár-
ángurs í sáluhjálp þessa fólks en það
að flytja því kenninguna með líkíng-
um úr lífi þess, táknum sem það kann-
aðist við og handfjatlaði dag hvern?
Einmitt þessi aðferð einkennir marg-
ar þær sérkennilegu ræður eða ræðu-
brot presta sem gárúngarnir hafa lagt
á minnið og varðveitt til þess að geta
skopazt að. Ágætt dæmi um undirtektir
og eftirtekt kirkjugesta ef þessu var
beitt, er sagan um Gunnar prófast Páls-
son þegar hann í prédikun minntist á
orðtakið: víða er pottur brotinn. Þessu
vár þegar í stað svarað framan úr
kirkju: Það er satt, séra Gunnar, einn
skrattinn er hjá mér botnlaus í smiðju-
glugganum.
En nú skulum við koma í nokkur
gömul guðshús. Kannski er einhver spé-
girni í sóknarbörnunum, sem ýkir það
sem présturinn segir, en gildi þess er
hið sama. Ekki er heldur fyrir það
að synja, að Bakkus sé líka í stólnum
og ýki örðanna hljóðan, og skal það
ekki lastað að heldur.
★
Séra Bjarni Jónsson (í Möðrudal 1685
—1716), sem kunnur er af sögnum af
afturgaungu Möðrudals-Maungu, var
um margt kynlegur og ekki vitur tal-
inn. Hvítasunnudag einn þegar hart var
í ári og hræfuglar lögðust á lömb Bjarna
prests, mælti hann af stólnum:
Allt sækir að mér, elskulegu guðs
börn; hrafninn, örninn og helvízkur
kjóinn.
Eitt; sinn er hann vantaði vinnufólk,
sagði hann af stól:
Hörmulegt er að yita að fala vinnu-
kindur. Þær una eigi við annað en skyr
og rjóma, en eigi til að hugsa að bjóða
þ.eim grasagrautinn úr tærasta og bezta
vatninu, — en sú kemur tíð, að það
fær skít. Já! Það fær ekki skít! Já!
Það fær aldeilis ekki skít, — og með
þessum tölúðum orðum lamdi prestur
í stólinn.
Þá er þessi klausa úr einni ræðu
Bjarna prests í Möðrudalskirkju:
„Vér höngum, vér höngUm, eins og
skeifa undir afgömlum húðarklár; æ,
tak þinn himneska naglbít og drag oss
undan þeirri fúlu veröldinni og kasta
oss í þína skrifliskistu, þar eð vera
mun eilíf sæla. Amen! amen!“
★
Séra Grímur Bessason á Hjaltastað
(d. 21. nóv. 1785, 66 ára gamall) var
glaðsinna, kerskinn og klámkvæðinn,
enda frægur í sögum vegna hrekkja
og ósvífni. Eftir hann er eftirfarandi
vers, þótt ekki sé líklegt að hann hafi
kveðið það af stólnum eða sem út-
gaunguvers, eins og sumir hafa sagt.
En ekki myndi það spilla.
Þæga veðráttu og þurra tíð
þú gef oss, drottinn, öllum;
þetta er mikið þrautastríð,
þornar ei gras á völlum;
eingjarnar bæði og úthaginn
allur í vatni flýtur
til alls ónýtur.
Áðdráttur kvenna og aflinn minn
ætlar að verða skítur.
Út af ræðustúf Bjarna prests, sem hér
var birtur að framan, orti séra Grímur
þetta vers:
Úr hrosshóf bölvunar, heiminum,
herra, drag nagla smá,
miskunnar hamri með sterkum,
munu þar klaufir á;
í ruslakistu á himnum
oss varpi náð þín há,
þar elskan hoppar innanum,
amen, hallelújá!
★
Séra Þórður Jónsson í Reykjadal (d.
1776, 78 ára gamall), þótti um margt
undarlegur, en ekki var honum frýj-
að vits.. .
Eftirfárandi ræðustúfur hefur víða
geingið í mörgum myndum og verið
mörgum eignaður, þ. á m. séra Þórði:
,,Ef allir menn yrðu að einum manni,
allir hestar að einum hesti, öll fjöll að
einu fjalli, allir steinar að einum steini,
og öll vötn að einu vatni, þá skyldi
sá stóri maður stíga upp á þann stóra
hest, taka í hönd sér þann stóra stein,
ríða með hann upp á það stóra fjall og
kasta honum ofaní hið stóra vatn, þá
segði mikið bullum hlúnk. Eins mun
verða þegar þessi veröld hrapar til hel-
vítis.“
Þessi annar ræðustúfur er eignað-
ur Þórði; mundi kannski einhverjum
þykja eitthvað undarlegt við samheing-
ið í hinum veraldlegu líkíngum:
„Hann Jón hérna 1 kotinu átti sér
hest, vakran reiðhest. Og þegar hann
var búinn að ala hann í vetur og í
fyrravetur og veturinn þarfyrir, þá reið
hann honum til kirkjunnar, og þá réð
hann ekki við hann. Og þegar hann
fór upp með ánni, sá hann einn örn
og einn lax. Og örninn var fastur með
fótinn í laxinum og laxinn vildi rífa
undan erninum lærið. Góðir bræður;
svona fer djöfullinn með oss. Þegar
„Síðasti dagur, þa5 verður mikið allsherjarþing. Þar kemur
Ádam, þar kemur Ragnar Loðbrók og þar kem ég. Þá segir
gúð við mig: „Þú ert þá kominn hér, séra Þórður..."
8 FALKINN