Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Blaðsíða 7

Fálkinn - 22.03.1961, Blaðsíða 7
 Leiktjaldamenn Þjóðleikhússins voru önnum kafnir við byggingu eins stærsta leiksviðs hérlendis, er FÁLKINN heimsótti leikhúsið nýlega. Þeir eru (talið frá hægri): Þórarinn Guðmunds- son, Gísli Árnason, Guðni Bjarnason, leiksviðsstjóri, Ingvi Guðmundsson og Sig- urður Eggertsson. stríðsárunum og þá aðstoðuðu okkur 5 norskir hermenn er voru staddir hér. Þeir komu af einskærum áhuga. Þá máttum við ekki hreyfa okkur af svið- inu á meðan verið var að leika. — Hvað eru leikararnir hátt uppi þeg- ar þeir leika á efri hæðinni? — Þeir eru 2% meter frá gólfi. — Þeir ættu að hafa áhættuþóknun. Guðni brosir. — Þegar nashyrningarnir vinna sig- urinn þá flýr fólkið út um glugga á efri hæðinni og slökkviliðið tekur á móti þeim — það er sem ég sjái suma koma út um gluggann. Guðni er kímileitur. ★ Þetta kvöld eru fjórir leiktjaldamenn að starfi auk leiksviðsstjórans. Daginn eftir átti að rífa leiktjöldin niður til að rýma fyrir öðrum. Síðan eru þau dregin fram aftur og aftur þar til þau eru full- búin. Leiktjaldamennirnir vinna í vökt- um, frá 8—5 og frá 6 og þar til sýn- ingu er lokið. Erlendis fara leiksviðsstjórar í sér- staka skóla og það eru oftastnær arki- tektar, sem gerast leiksviðsstjórar, því þetta heyrir eiginlega undir byggingar- list. Ingvi Thorkelsson heitinn var fyrsti leiksviðsstjóri í Þjóðleikhúsinu og hafði hann numið fræði erlendis. Guðni var fyrst verkstjóri hjá honum, en nú er það hann og Jón Aðalsteinn Jónsson, sem sjá um leiksviðsstjórn. — Þetta er komið í blóðið, sagði Guðni, ég hef nú verið við þetta í 23 ár meira og minna. Ég hef alltaf jafn mikla ánægju af þessu. ★ Nú skal það játað, að við höfum ekki hugmynd um hvers vegna nashyrningar eru líklegastir til að sigra heiminn. Það hlýtur að koma fram í leikritinu. En við höfum aflað okkur ágætra upplýs- inga um nashyrninginn: Nashyrningur er stórt, klunnalegt dýr, með þykka húð er liggur í fellingum og á heimkynni í sumum hlutum Afríku og Asíu. Nashyrningurinn heíur ýmist eitt eða tvö hom á nefinu. Þetta voru orðabókarupplýsingar. Ævintýraskáldið góðkunna, Rudyard Kipling, samdi ævintýri um nashyrning- inn er heitir: Hvers vegna húðin á nas- hyrningnum er hrukkótt, og hefur það birzt í þýðingu Halldórs Stefánssonar. Sagan segir frá eldsdýrkanda, sem bjó einn á eyju og eitt sinn er hann ætlaði að fara að borða „kom nashyrningur með horn á nefinu, tvö svínsleg augu og dónalegt fas“ ... „Hann leit út eins og nashyrningur úr örkinni hans Nóa, nema hvað hann var miklu stærri. Engu að síður var hann ruddalegur í fram- komu, og hann er ruddalegur í fram- komu enn í dag og mun aldrei verða öðruvísi en ruddalegur í framkomu". Nashyrningurinn gerði ýmislegt á hluta elddýrkandans, en elddýrkandinn hugs- aði honum þegjandi þörfina. Eitt sinn varð svo heitt í veðri, að allir afklædd- ust því sem þeir voru í, þar á meðal nashyrningurinn, en „á þeim dögum var húð hans hneppt með þrem tölum neð- an á kviðnum og leit út eins og regn- kápa“. Nashyrningurinn óð út í sjóinn til að kæla sig en skildi eftir kápuna og þá greip elddýrkandinn tækifærið og nuddaði gamalli og þurri kökumylsnu og brenndum kúrenum í húðina. Svo kom nashyrningurinn og klæddi sig í Framh. á bls. 32. Leiktjaldamenn vinna viö að reisa hið mikla hús á sviðinu. Til hægri: Sigurður Eggertsson að ganga frá efri hæðinni. Til vinstri: Þórarinn Guð- mundsson við mælingar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.