Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1961, Blaðsíða 28

Fálkinn - 22.03.1961, Blaðsíða 28
Kímilegir klerkar- Frh. af bls. 9. myrkranna konúngur keraur til að end- urgjalda einum og sérhverjum þann glæp, sem hver hefur með þeim eða þeim líkamans lim framið, að endur- gjalda, segi ég, með því hárbeittasta písl- arverkfæri, sem hann sá voldugi myrkr- anna konúngur getur verst upp fundið í því díkinu, sem vellur af eldi og brennisteini, og hvar munuð þér þá standa, rauðir af blygðun ykkar and- litis og skömminni íklæddir? Amen.“ ★ Séra Einar Arnason á Sauðanesi (d. 1822, 81 árs að aldri) var hneigður til drykkju, og kom margt óvenjulegt út úr honum í stólnum, enda var hann tíðum ölóður við messugerðir. Eitt sinn ávarpaði hann söfnuð sinn svo: „Hvernig sem ég hef reynt að kenna ykkur guðsgötu í sannleika, þá hafið Þið versnað æ því meir eins og skítur í regni, og nú eruð þið loksins orðin eins og kálfur út úr kú með kari og öllu saman .... “ Þegar hér var komið ræðu prests, tóku margir að hlæja og söfnuðurinn fór að tínast út úr kirkj- unni; rak meðhjálparinn lestina. Séra Einar henti þá blöðunum á eftir fólk- inu og hrópaði af öllum kröftum: Og takið þið við guðsorðinu ykkar, og hlaupið þið nú bölvaðir hopphundarnir og hopptíkurnar ykkar.“ — Að svo mæltu staulaðist prestur úr kirkju og í rúmið. Sonur séra Einars, er Stefán hét, lærði til prests og varð prestur að Sauðanesi eftir dag föður síns. Eitt sinn meðan hann var óvígður heima í föðurgarði, var séra Einar ölvaður á messudegi sem oftar. Þegar hann hugðist stíga í stólinn, varð honum skyndilega illt, svo hann varð að staulast inn í bæ og til rúms síns. Prestskonan fór þess þá á leit við Stefán son þeirra, að hann stigi í stólinn í stað föður hans, og lét hann til leiðast. Prédikaði hann blaðalaust, og svo andríkt, að fáir kirkjugesta máttu vatni halda. Séra Einar hresst- ist og gekk á ný út í kirkjuna þegar sonur hans var lángt kominn með ræðu sína; og er hann sá hver áhrif hún hafði, hrópaði hann svo undir tók: Skæl- ið þið nú, skælið þið nú á ykkur hel- vítis kjaftana. Nú er ekki gamli Einar að tauta yfir ykkur. En hvaðan haldið þið að hann hafi þetta nema úr honum gamla Einari föður sínum. , ★ Jón prestur Asgeirsson a Stapatuni (prestur Nesþínga 1792—1834) kom eitt sinn til embættisgerðar að íngjaldshóli; var þá fátt af sóknarfólki komið til kirkju, en margt aðkominna vermanna. Prestur leit yfir söfnuðinn þegar í kirkju var komið og hóf mál sitt með þess- um orðum: 28 FALKINN Fátt af guðsbörnum, — flest útróðrar- menn. ★ Séra Eggert Bjarnason landlæknis Pálssonar, var vígður 1799 til Klaustur- hóla í Árnessýslu, og þjónaði síðan ýms- um brauðum, síðast Stafholti í Mýra- sýslu. Hann fékk lausn frá embætti 1847 og dó 85 ára 1856. Hann var með afbrigðum vinsæll; hraustur og fjörmik- ill til dauðadags. Séra Eggert fór ekki alltaf eftir straungustu embættisregl- um. Eitt sinn á föstudaginn lánga, þegar prestur var búinn að lesa bænina í stóln- um fyrir prédikun, heyrðist hann tauta í hálfum hljóðum: Hvar er andskotans guðspjallið? Ég finn ekki andskotans guðspjallið. Eitt sinn jarðsaung séra Eggert mann í Stafholti. Reyndist gröfin of stutt, er til kom, kistan stóð föst í gröfinni miðri, og voru líkmenn ráðalausir. Prestur brá hart við, kastaði sér ofan á kistuna svo fast, að hún sökk, hoppaði síðan upp úr í hempu sinni, kastaði rekunum á og mælti: Mokið þið nú, andskotarn- ir ykkar. Þegar séra Eggert fékk lausn 1847, tók við brauðinu séra Ólafur Pálsson, en Eggert dvaldi hjá honum áfram í Stafholti. Eitt sinn messaði séra Ólafur sem oftar og sat séra Eggert við altarið, og þegar séra Ólafur sneri sér fram til að tóna pistilinn, gekk maður inn kirkjugólfið, en það var hált af bleytu, svo hann datt inn við kórdyrnar á aftur- endann. Þá hló séra Eggert dátt. Og þegar versið milli pistils og guðspjalls var súngið, gekk Eggert til séra Ólafs, klappaði á öxl honum og sagði í allra áheyrn: En að þú skyldir ekki hlæja líka! Eitt sinn leiddi séra Eggert í kirkju konu Kristófers bónda í Svignaskarði. Fyrst gekk allt eins og í sögu, unz prest- ur allt í einu þagnaði og þagði um stund. Loks rak hann upp hlátur og mælti: Það er ekki von ég muni hvað hún heitir konan hans Kristófers míns; margan góðan kaffibollann hef ég þó sopið hjá henni. — Kristófer minnti prest þá á nafn konunnar. Það var eitt sinn klagað fyrir bisk- upi, að séra Eggert héldi misjafnar ræð- ur, enda oftast blaðalaust. Biskup hitti séra Eggert og innti hann eftir því hvort hann skrifaði ekki ræður sínar. Séra Eggert svaraði: Minnist ekki á það; ég var búinn að safna fullri hálftunnu og hafði hana uppi á kirkjulofti, en músarskrattinn komst í hana og eyðlilagði fyrir mér allar ræðurnar; síðan hef ég haldið þær blaðalaust. ★ Séra Sigurður Sigurðsson á Bægisá, Reynivöllum og Auðkúlu (d. 1862, 88 ára að aldri) jarðsaung eitt sinn bónda einn úr Bægisársókn, er presti þótti hafa verið tregur að gjalda til prests og kirkju. Þegar prestur kastaði hann moldum, kvað hann þessa vísu: Þú liggur þarna, laufa ver, lagður djúpt í grafar hver. Meira ég ekki þyl yfir þér; þú þrjózkaðist við að gjalda mér. ★ Þá kemur röðin að séra Hjálmari Guðmundssyni að Hallormsstað (d. 1861 62 ára að aldri), sem er klerka kunn- astur að einkennilegu hátterni og und- Varaliturinn - Frh. af bls. 25 — Það getur varla verið, hann yrði gegnumþurr, urraði Mohle. — Nei, alls ekki, ég reyndi það sjálf- ur fyrir nokkrum dögum. Ég varð alveg undrandi. Hann virtist alveg sem nýr. Ókunni maðurinn var mjög hróðugur. — Og sýndi hann þennan eðlilega rauða lit? spurði Mohle og starði sem dáleiddur á varir hins ókunna, — Það er það, sem ég er að reyna að segja yður, sagði hann móðgaður. Mohle leit á vindling ókunna manns- ins, og á honum mátti óljóst sjá rauð- an lit. En Mohle lét sér ekki bregða. Með stakri rósemi stakk hann hend- inni í vasa sinn og kom upp með skot- hylkið, sem fundizt hafði í herbergi myrta mannsins. Hann lét það á borðið fyrir framan ókunná manninn og sagði byrstur: — Ég hef enga trú á viðskiptaháttum yðar, minn kæri. í sömu andrá þreif hann til sín tösku hins ókunna og hélt. áfram: — Leyfið þér að ég taki að mér trygg- ingu yðar’ Þér hafið þegar skilið eftir yður skothylki í ókunnri íbúð, og hver veit nema yður detti í hug að gera slíkt hið sama hérna? Þér skilduð engin fingraför eftir yður, og þér sáust ekki, — en það var varalitur á tveim vindl- ingastubbum, sem ég fann. Ef þér hefð- uð ekki verið svo hégómlegur, hefði ,,Morgunstjarnan“ yðar ekki varpað þessari birtu á sannleikann! Ókunni maðurinn fálmaði eftir vindl- ingnum sínum, sm brann upp í ösku- bakkanum. Sviplaus starði hann á vindl- inginn, sem var rauðlitaður á öðrum endanum. — Hver eruð þér? hvíslaði hann máttfarinn. — Ég er sakamálafulltrúi, en segið mér, hvers vegna drápuð þér manninn, sem hafði lánað yður peninga? — Ég gat ekki borgað honum aftur, .. ég sá enga aðra leið ... viðurkenndi ó- kunni maðurinn. Mohle fylgdi ókunna manninum sjálf- ur til lögreglustöðvarinnar, og þgar ver- ið var að læsa hinn seka inni í klefa sín- um, sagði sakamálafulltrúinn: — Ég þakka yður fyrir heimsóknina. Það var annáfs gott að þér komuð, því annars hefðum við sennilega aldrei hitzt! Og það var ekki laust við að Mohle brosti örlítið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.