Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1961, Blaðsíða 5

Fálkinn - 03.05.1961, Blaðsíða 5
 2 að jrumbyggjar Ameriku eru ef til vill upprunnir frá Af- ríku? Bandaríski landfræðingur- inn George F. Cartner frá Baltimore álítur, að fyrstu mennirnir á jörðinni hafi lif- að hér fyrir 700 000 árum síðan, og styður hann þá kenningu sína við nýj- an fund í Kenya. Á hinum ýmsu ístímum hafa Kenya- mennirnir flakkað til ann- arra hluta jarðarinnar. Fyrir um 100 000 árum síðan voru Asía og Ameríka landföst. Þetta stóð yfir í um 20— 30 000 ár og yfir þessa brú milli heimsálfanna eiga niðj- ar Kenya-mannanna að hafa farið yfir til Ameríku. ★ að mjög fínir St. Bernhards- hundar seljast á allt að 50 þús. krónur? St. Bernhardshundarnir eru dýrir í uppeldi, því að þeir eta mikið. Einn mesti sér- fræðingur í uppeldi St. Bern- hardshunda í Sviss segir, að St. Bernhardshvolpar eti fyr- ir hátt upp í 1000 krónur á mánuði. ÞAÐ BER stöku sinn- um við, að konur selji menn sína. Þótt ótrúlegt sé hafði dómstóllinn í Sidney í Ástralíu eigi alls fyrir löngu slíkt mál til meðferðar. Kær- andinn var kona, sem hafði selt mann sinn konu, sem hún vissi, að maðurinn var í þingum við. í samningn- um var það skýrt tekið fram, að seljandinn, eftir að hafa fengið kaupverðið greitt, mætti ekki á nokkurn hátt gera kaupanda lífið erfitt. Svo var því bætt við: Brjóti ég samning þennan í nokkru, skuldbind ég mig fyrir mína hönd og allra erfingja minna, ef ég skyldi deyja, til að borga mótpartinum 500 sterl- ingspund. — Þrátt fyrir þennan skýra samning, sá seljandinn mjög mikið eftir að hafa undirskrifað hann og gerði kröfu á hendur kaup- anda. Dómarinn lýsti samn- inginn ógildan og sigri hrós- andi flutti konan manninn sinn heim með sér! ★ ÁRIÐ 1774 SELDI ensk kona manninn sinn í Manchester. Það mun ekki hafa verið sér- lega mikið í hann varið, því að hann fór fyrir aðeins 5 shillinga! — Önnur kona í Southampton fékk eitt pund fyrir sinn karl á uppboði. Það undarlega við þetta var, að hvorugur þessara manna virtist hafa neitt við þetta að athuga, en þeir hafa sennilega verið menn eftir því. / 1797 lézt barón Hieronymus von Munchhausen og var hans mjög saknað af vinahóp sínum, en Munchhausen var frægur sögumaður. Sagt er að fáir hafi verið honum snjallari í að segja skemmti- legar sögur, sem allar voru raunar langt frá því að vera sannleikanum samkvæmar. — Múnchhausen er einnig söguhetjan í hinu fræga safni lygasagna, sem gefið hefur verið út á flestum þjóðtungum og allir kannast við. Sögur Múnchhausen bar- óns hafa til dæmis oftsinnis verið gefnar út á íslenzku og notið mikilla vinsælda jafnt ungra sem gamalla, — Upprunalega safnið var gef- ið út í Englandi 1785 af R. E. Raspe, en síðan urðu sög- urnar flökkusögur um allt Þýzkaland. Þessar lygasögur eru fengnar víða að, en nokk- ur hluti þeirra mun vera frá sjálfum höfuðpaurnum, hin- um eina og sanna Múnch- hausen barón. ★ 1904 var frumsýning á La Scala í Milano á óperu Puc- cinis, „Madame Butterfly“. Þessi frumsýning varð al- gjört fiasko. — Áhorfendur urðu ævareiðir, hrópuðu, pú- uðu og létu öllum illum lát- um, svo að vesalings Puccini varð að hætta og átti fullt í fangi með að komast undan fyrir hinum reiðu áhorfend- um. — Þrem mánuðum seinna reyndi hann þó aftur. Að þessu sinni var óperan flutt í Brescia í námunda við Milano. Og nú brá svo við, að áhorfendur urðu himin- lifandi af ánægju. „Madame Butterfly“ líkaði stórvel og hefur gert það síðan allt fram á þennan dag. •t

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.