Fálkinn - 03.05.1961, Blaðsíða 7
r
stað, — hann er laus úr faðmi sand-
kvikunnar. Stúlkurnar tvær eru skyndi-
lega fullar af lífi. Bros þeirra, fjarræn
og seiðmögnuð, vaka í skugga kvölds-
ins langt austur á sandi.
II.
Samkomuhúsið á Kirkjubæjarklustri
er rúmgott og vistlegt, en undirlagt bak-
pokum og öðrum ferðabúnaði þessa
stundina. Kokkurinn er á réttum stað
og kann sitt verk. Eldhúsið ilmar af
kaffi, brauði og öðrum kræsingum og
mörg lagleg hnátan á þangað erindi
áður en uppþvætti lýkur. Svefnhljóð
fólksins eru margbreytileg, eins og
mannlífið sjálft, — djúp og myrk, létt
og hlý.
Það er klukknahljómur í næturgjól-
unni. Kirkjugólfið dunar af fótataki
horfinna kynslóða. Séra Jón Steingríms-
son er að messa. Eldmessan. — Hraun-
flóðið stöðvast, — staðnum er borgið.
Lengra í fjarska má greina bænatuld-
ur nunna við Systrastapa. Uppi á stap-
anum eru þrjú leiði, — tvær nunnur
og einn smali. — Þær voru systur í
guði, en ekki í syndinni. Önnur þeirra
— menn vissu ekki hvor, — hafði hras-
að með smalanum. Til þess að fullnægja
þríeinu réttlæti, voru þau öll líflátin.
Leiði þeirra seku eru síföl og visin, leiði
hinnar saklausu er sígrænt.
Eins og vindur um nótt.-------
Eins og vindur um nótt flýgur
hamingjan höggstokknum frá.
Eins og vindur um nótt.
Eins og vindur um nótt,
fer þinn svipur með særða þrá. —
Það er kominn morgun. Ung, ljós-
hærð stúlka, með vor í grænum aug-
um, fyllir húsið brosi.
Við ökum heim að Skaftafelli. Þar
er sagt, að sé eitt fegursta bæjarstæði
á landinu. Bæjargilið er sérkennilegt
og fagurt. — Djúpt, skógivaxið gljúfur.
Svartifoss, lengra frá, fellur í stíl-
hreinni stuðlabergsumgjörð. Ragnar
bóndi gerist fylgdarmaður okkar inn í
Bæjarstaðaskóg. Sandurinn er viðsjáll
og grýttur. Níu stynjandi bílar mjakast
áfram hægt en öruggir. Morsárdalur
blasir við með hrikalegum snæviþökt-
um fjöllum.
Bæjarstaðaskógur er nakinn. Trén seil-
ast eftir sólskininu með kræklóttum
greinum. Þótt skógurinn sé enn ekki
laufgaður er ilmur úr mold og berki.
Hér er jörðin auð og klakalaus. Grænir
lágvaxnir runnar þekja sums staðar
skógarbotninn. Fólkið er glatt og hverf-
ur í smá hópum masandi inn í skóginn.
Niðri á sandinum bíða bílarnir í skipu-
legri röð.
Við erum stödd við Sandgígjukvísl.
Þetta óstýriláta jökulfljót fellur nú und-
ir þykkri ísbrynju, — strengur gígj-
unnar þögull, — sandurinn frosinn. Bíl-
unum er raðað á fljótsbakkann.
Guðmundur tekur sér járnkarl í hönd