Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1961, Blaðsíða 18

Fálkinn - 03.05.1961, Blaðsíða 18
SVOLITIÐ UM HJONABANDID BANDARÍSKIR hjúskaparsérfræðing- ar segja, að það sé í rauninni auð- velt að komast hjá því að særa til- finningar maka síns. Maður þurfi að- eins að hafa augun opin fyrir því hvað sé hvimleitt og særandi að hans dómi og haga sér samkvæmt því. Þetta sé sjálfsögð tillitssemi. Dæmi: Hirðulaus eiginkona getur gert manninn sinn taugaveiklaðan og skapillan á nokkr- um vikum, ef hann hefur vanizt því frá blautu barnsbeini, að hver hlutur sé á sínum stað. Það getur vel verið að kröfur mannsins séu sérvizkulegar og öfgafullar. En sé hann svona gerð- ur, er að taka því. ★ H JÚSK APARSÉRFRÆÐIN GARNIR segja ennfremur, að karlmmönnum hætti til að líta á heimilið sem einka- fyrirtæki konunnar. Þeir ætlast til að hún stjórni þessu fyrirtæki. Það hvarflar ekki að þeim að hrósa nýju gluggatjöldunum hennar, sem hún hef- ur búið til af mikilli alúð. Þessi „smá- atriði“ eru einmitt snar þáttur í til- finningalífi hennar. Dæmi: Ung kona keppist við það frá morgni til kvölds að prýða heimili sitt. Hún bónar gólf- in, fægir silfrið og reynir á allan hátt að gera manninum sínum til geðs. En þegar hann kemur heim og er búinn að hengja upp hattinn sinn, þá tekst honum á einhvern óskiljanlegan hátt að finna „veiluna“ í húshaldi konunn- ar sinnar. — Hvers vegna, spyr hann hneyksl- aður, — er engin sápa í baðherberg- inu? ★ AÐ LOKUM. Allir menn, jafnt konur sem karlar, skipta skapi. Það er sennilega ekki til svo sauðmeinlaus maður á öllu ís- landi, að ekki sé hægt með einhverju móti að fá hann til að stökkva upp á nef sér. Einnig virðist það vera eðli- legur gangur lífsins, að bæði karlar og konur eigi sína bölsýnisdaga, sína dimmu daga, þegar smæstu yfirsjónir verða að hryllilegustu glæpum og eitt aðfinnsluorð að fólskulegri árás. Hjú- skaparsérfræðingarnir ráðleggja öllu fólki að viðurkenna þetta hiklaust og segja frá því, þegar óveður er í aðsigi. Til dæmis getur eiginmaðurinn sagt við konu sína eftir erfiðan dag: — Þetta var ljóti dagurinn. Það má mikið vera, ef ég rýk ekki upp á háa c-ið núna! 18 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.