Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1961, Blaðsíða 22

Fálkinn - 03.05.1961, Blaðsíða 22
GLENS UM SHAW, TOLSTOY O.FL. Amerískur milljónamæringur lá fyrir dauðanum. Læknar sögðu, að ekkert gæti bjargað honum nema blóðyfirfærsla. Skoti nokkur bauð sig fram og lét taka sér blóð handa milljónamæringnum. Fyrir það fékk hann 1000 dollara ávísun. Öðru sinni varð milljónamæringurinn að fá blóð hjá Skotanum. Nokkru eftir aðgerðina kom ávísun, en að þessu sinni hljóðaði hún aðeins upp á 100 dollara. í þriðja sinn fór blóðyfirfærsla fram. í það skiptið fékk Skotinn enga ávísun! ★ Þetta er haft eftir Bernhard Shaw: — Það tók mig tíu ár að komast að raun um, að ég hefði ekki minnsta snefil af rithöfundarhæfileika. Þá ætlaði ég að hætta, en það reyndist gjörsamlega ómögulegt, því að ég var fyrir löngu orðinn heims- frægur rithöfundur! ★ Jóhann var kirkjurækinn mjög og söng allra manna mest. Það var þó synd að segja, að hann hefði neina englarödd eða væri úr hófi fram lagvís. En Jóhann skorti hvorki áræði né dugnað. Einhverju sinni henti það Jóhann að koma of seint til kirkju. Sjálfum sagðist honum svo frá þeim at- burði: — Þeir voru hálfnaðir með fyrsta sálminn, þegar ég kom. Ég reif mig úr frakkanum í logandi snatri, skyrpti í lófana og byrjaði að syngja af ógurlegum krafti. Og heldurðu að ég hafi flýtt mér, lagsmaður! Þeir voru rétt að byrja á síðasta versinu, þegar ég náði þeim. ★ Kunnur þingmaður og prýðilegur hagyrðingur orti eitt sinn eftirfarandi vísu um Sunnlendinga: Sunnlendinga sá ég hóp, sem að illa dugar. þegar drottinn þessa skóp, þá var hann annars hugar. ★ Hinn heimsfrægi rithöfundur Leo Tolstoy sagði eitt sinn: — Þegar ég er kominn með annan fótinn ofan í gröfina, ætla ég að segja sannleikann um kvenfólk- ið, stökkva síðan ofan í kistuna, skella hart í lás og segja: „Gerið nú það sem þið getið, kerlingar- skammirnar ykkar!“ Stúlkan í gistihúsinu svaraði að frú Congreve væri úti. Hún hefði skilið eftir töskuna sína og farið út að vörmu spori. Hafði sagzt mundu koma aftur fyrir hádegisverð. Hugh þakkaði fyrir og sleit sambandinu. Hún mundi vera að borða hádegisverð með Brian. Hann kenndi til við þessa tilhugsun. Hversvegna gat hún ekki sagt honum þetta ber- um orðum, í stað þess að laumast burt án þess að kveðja. Þetta bréf gat alveg eins verið viðskiptabréf til óviðkom- andi manns. — Hér er eitthvert ósamræmi! sagði hann upphátt. — Þetta er ekki líkt Irenu. Eitthvað hlýtur að hafa komið fyrir. En hvað? Hún hafði verið guggin í morgun, en hann hafði haldið að það væri af höfuðverknum. Hann hafði komið heim fyrr en hann var vanur, vegna þess að hann hafði áhyggjur af henni, og hér var þá ekki annað en þetta bréf, sem beið hans. Hann stóð við símann, á báðum áttum, en svo sneri hann sér snöggt frá. Kannske Corla vissi hvað var að? Coral hafði vitað, að Irenu leizt vel á Brian .... Honum var órótt á leiðinni, er hann ók upp brattar og krókóttar göturnar til St. Teresa, þar sem Coral átti heima. Það var ástæðulaust að flýta sér, en hugboð hans rak hann áfram og heiftin brann í honum hvenær sem hann varð að nema staðar vegna umferðarinnar. Loks komst hann á leiðar- enda og beið óþolinmóður eftir lyftunni upp að íbúð Coral. Hún opnaði fyrir honum og heilsaði með innilegu brosi. — Komdu sæll, Hugh. Þetta var óvænt heimsókn. Áður en hann gat sagt nokkuð, kom Diana hlaupandi fram í ganginn og sagði: — Hugh, hefur þú séð Brian í dag? Veiztu hvar hægt er að ná í hann? — Nei, sagði hann og sá að hún varð vonsvikin. — Hvað á ég að gera? Ég verð að ná í hann. — Reyndu að vera þolinmóð, Diana .... byrjaði Coral, en Hugh greip snöggt fram í. Það var Irena, sem hann var kominn til að tala um, ekki Brian, en ef það var eitthvað sem snerti Brian, þá snerti það Irenu líka. -—- Hvers vegna þarftu að ná í Brian? spurði hann önugur. — Það eru einhver spell í undirbúningi úti í eyju, sagði Diana. — Verkamennirnir lögðu niður vinnu þegar hann var nýfarinn í land í morgun, og .... — Það er vafalaust ekki mark takandi é því, sagði Coral. Hún leit út um gluggann og sá að loftið var sífellt að dökkna, og bætti svo við: — Þeir verða alltaf svo óeirnir þegar þrumuveður er í aðsigi. — Það er ekki þrumuveðrið eingöngu, sagði Diana. — Þeir hafa fengið „Cachaca“ einhversstaðar — talsvert mikið, held ég. Ég verð að finna Brian og aðvara hann. Þeir gera uppreisn, ef enginn stöðvar þá. Og nú er Grant ekki við til að .... Hún þagnaði. Einu sinni hafði hún sagt m eð fyrirlitn- ingu, að Grant væri montinn af að vera sá eini, sem gæti stjórnað verkamönnunum, en nú flögraði það að henni, að kannske hefði hann sagt það satt. — Þú verður að síma á aðalskrifstofuna, sagði Hugh, en hún hristi höfuðið. — Ég hef gert það. Ég talaði við forstjórann, en hann trúði mér ekki — hélt, að þetta væri ekki neitt alvarlegt. Hann var kurteis og sagðist skyldu athuga málið, en ég heyrði á rödinni, að hann hélt að þetta væri ekki annað en ímyndu hjá mér .... Hugh horfði á hana og sá hræðslusvipinn á andlitinu á henni og datt í hug, að líklega hefði frostjórinn rétt fyrir sér. Venjulega hafði það áhrif á hann að sjá Diönu ráðþrota, en nú ergði það hann. Enda var hann ekki kominn til Coral í þeim erindum að tala um uppivöðslusama verkamenn, sem höfðu notað tækifærið þegar enginn yfirmaður var viðstadd- ur, og gert verkfall. — Það er þess vegna, sem ég verð að ná í Brian, sagði Diana. — Hann veit að ég er ekki að gera úlfalda úr mý- flugu. Hann hefur alltaf sagt, að það væri einhver ólga i verkafólkinu. Hann gæti fengið aðalskrifstofuna til að trúa sér og gera varúðarráðstafanir. En ég veit ekki hvar hann er. Frh. 22 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.