Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1961, Blaðsíða 23

Fálkinn - 03.05.1961, Blaðsíða 23
Eftir taugaáfallið, sem Brigitte Bardot fékk á dögunum, lýsti hún því yfir, að hún væri sezt í helgan stein og væri þar með hætt að láta auglýsingaskrumara og kvikmyndajöfra hafa sig að ginningafífli. Hún kvaðst aldrei framar leika í nokkurri kvikmynd og ætla að helga sig heimilisstörfum og sitja heima og prjóna eins og góð húsmóðir. Auk prjónaskap- ar og annarrar búsýslu fékk hún nýtt áhugamál: að spila bridge. Hún spilaði bridge hvenær sem hún kom því við og myndirnar á þessari síðu, sem hafa birzt í blöðum hvarvetna í heiminum, sýna fegurðardísina með spilin í hondunum. — Eins og nú er kunnugt af fréttum, fékk Brigitte Bardot fljótt leiða á rólegheitunum og er nú að sögn aftur horfin til sinn- ar fyrri iðju: að leika í kvikmyndum og veita þar með al- heimi hlutdeild í fegurð sinni og yndisþokka.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.