Fálkinn - 03.05.1961, Blaðsíða 16
mundi hún kosta um 100 þúsund doll-
ara, eða 3,8 milljónir ísl. króna.
En þá teis upp mikið vandamál; og
alþingismenn víðsvegar að af landinu
voru mjög uggandi: Reykjavík og ná-
grenni mátti ekki fá sjónvarp nema út-
kjálkar landsins fengju það um leið, og
breytti þar engu um þótt nálega helm-
ingur þgóðarinnar mundi sjá til sjón-
varpsstöðvar í nágrenni Reykjavíkur.
Tillögur Engels er það eina gáfulega,
sem heyrzt hefur hér varðandi sjón-
varpsmálin, og að sjálfsögðu fengu
þær engan hljómgrunn.'' Fáfræði al-
þingismanna og valdhafa i þessum
málum e.r slík, að með endemum er. Það
hljómar fallega í eyrum landsmanna,
að nú skuli allir fá sjónvarp innan tíð-
ar, en ef menn nenntu að skyggnast of-
an í kjölinn á þessu máli, kynntu sér
sjónvarp, eðli þess og eiginleika, mundi
fljótlega koma í ljós að hér þarf ann-
að og meira til en þröngsýni og fagur-
gala.
Það ér hægt að koma hér upp sjón-
varpi, sern næði til mestallrar þjóðar-
innar fyrir viðráðanlega upphæð, og
sjónvarpa með litlum tilkostnaði öll
kvöld. En til þess að þetta geti orðið
þarf að gera sér grein fyrir eftirfarandi:
1. Koma þarf upp tilraunastöð í Rvík.
Sú stöð mundi þegar ná til nálega
helmings þjóðarinnar, og stofn-
kostnaður yrði eins og fyrr greinir
um 3,8 milljónir króna.
2. Reisa þarf smátt og smátt litlar
stöðvar úti um land, og senda sjón-
varpsefnið á milli þeirra. Stöð á
Vaðlaheiði mundi t. d. ná til Akur-
eyrar, bæja við EyjaÞjörð, Fnjóska-
dals, Mývatnssveitar o. s. frv. og
stöð í Vestmannaeyjum mundi ná
til Suðurlandsundirlendisins, o. s.
frv.
3. Menn verða að gera sér grein fyr-
ir því, að við höfum ekki bolmagn
til þess að halda sjónvarpi gang-
andi hér með innlendu efni, nema
að litlu leyti.
4. Semja þarf við hin stóru sjónvarps-
fyrirtæki erlendis, svo og ríkissjón-
vörpin á Norðurlöndum, um leigu
á sjónvarpsefni, sem yrði megin-
uppistaða dagskrárinnar. Hægt
væri með hóflegum tilkostnaði, að
fella íslenzkt tal inn í þessar sjón-
varpsmyndir.
5. Sjónvarpið þarf að skilja frá ríkis-
útvarpinu að svo miklu leyti sem
unnt er, vegna þess að hér er um
jafn óskyhla hluti að ræða og út-
varp og kvikmyndir.
6. Sjónvarpið gæti aflað sér tekna á
tvennan hátt, með afnotagjöldum
af sjónvarpstækjum, en hætt er við
að sú tekjulind yrði rýr, a. m. k.
til að byrja með, svo og með aug-
lýsingum, innlendum sem erlend-
um, og væri heppilegast að notfæra
sér báðar tekjulindir.
7. Senda þarf nokkra unga menn til
Bretlands eða Bandaríkjanna til
Framh. á bls. 30.
GANDREID
4.
Þar lauk síðasta þætti af síra Jóni
Daðasyni, að sagt var frá auðhyggju
hans og veraldarvafstri. En síra Jón
sinnti fleiri málum, sem lengi munu
halda nafni hans á lofti. Skal nú vikið
að því.
Síra Jón Daðason var vel menntaður
maður á almenn fræði siðaskiptakirkj-
unnar um sína daga. Hann ritaði tals-
vert um guðfræðileg efni, sem varð-
veitzt hefur í handritum. Einnig orti
hann talsvert af andlegum ljóðum og
ritaði eitt lagarit, sem hann nefndi
Rembihnút. Jón Grunnvíkingur hafði
reyndar ekki mikið álit á þessu riti séra
Jóns, því að hann kallar hann „laga-
rugl og rusl“.
Aðalrit síra Jóns er allstórt. Það hef-
ur gengið undir nafninu Gandreið, sem
er upphafs orð tiltils þess. En að tízku
þeirra alda manna bar það langan titil,
en það var siður lærða manna á þeirri
tíð. Sum útlend rit báru nafn sem náði
yfir margar blaðsíður. Rit síra Jóns
heitir: „Gandreið, glumrur, dunur og
dvergamál himinlegra hvítu rúna um
undrandi kyn og krafta í yfirvættisfyll-
ingu eðlis náttúrunnar, sem reynslan
og listin hefur að rannsaka, elementleg-
um vafurloga, vindi, sjó og sandi inn-
skrifandi. Novum meteoron candidæ
magiæ.“ Hann lauk því í Arnarbæli
1660.
Gandreið er afskaplega ruglingslegt
rit í allri uppsetningu. Það inniheldur
m. a. guðfræði, heimspeki, náttúrufræði
og ýmiss konar fræði um margs konar
efni, yfirleitt allt sem nöfnum tjáir að
nefna. En alls staðar kemur fram hin
óvenjulega sérvizka síra Jóns. Hið ó-
skiljanlega heimspekismoldviðri hans
er einstakt. Það er mótað af heimsmynd
kirkjunnar eins og hún varð af kenning-
um heittrúarstefnunnar, sem til varð
í trúarbragðastyrjöldunum suður á
Þýzkalandi. En innan um er allmargt
til fróðleiks, og sýnir hugsunarhátt og
lærdóm menntaðra manna á 17. öld.
Gandreið er sennilega dregið af því,
hve höfundurinn fæst við margt í ritinu.
Gandreið síra Jóns sýnir talsverða
þekkingu á ýmsum hlutum, en um leið
þroskaleysi og þá miklu rýrð, er ein-
kenndi alla fræði kirkjunnar manna hér
á landi í heimspeki og trúarlegum efn-
um á 17. öld. Þeir höfðu ekki hugmynd
um vísindalega rökfærslu, hjátrúin og
trúarringlið umsneri allri skynsemi og
greind. En ástæðan fyrir því að svo
varð, er hin ranga heimsmynd kirkj^-
unnar, sem byggðist á arfleið og þröng-
sýni kaþólskunnar, og var full andstæða
þess, sem var stefna margra víðsýnustu
siðaskiptamannanna í upphafi.
16 FÁLKINN