Fálkinn


Fálkinn - 03.05.1961, Blaðsíða 33

Fálkinn - 03.05.1961, Blaðsíða 33
 wm ■ m nMwimiiftiiwiimnniiiiiiiiiff mm maam i i STJÖRNUSPÁIN Í Hrútsmerkið: | Allt gengur að óskum í lífi yðar í þessari viku, en þér p skuluð gæta þess vel að slaka ekki á fyrir því. Skapgerð f yðar er þannig, að þér þurfið að vinna og berjast fyrir'ein- f hverju. Það er til nóg af verkefnum, sem þér getið tekið | yður fyrir hendur og glímt. við. x', ' 21. MARZ — 20. APRlL Nautsmerkiö: Yður er mjög gjarnt á að sjá dökku hliðarnar á lífinu 1 og einblína á þær. Þér ætuð að reyna allt sem þér getið til þess að venja yður af þessu. Og einmitt. í þessari viku er gullið tækifæri: Nú. eru góðir möguleikar fyrir yður að ná þetra árangri á vinnustað og stöðugra jafnvægi i einka- lífinu. 21. APRlL — 21. MAl Tvíburamerkið: Einstaklega góð vika. Hún hefst. með fréttum, sem gera | það að verkum, að þér komizt í ljómandi gott skap. Þér | getið óhikað tekizt á hendur erfið og áhættusöm verkefni. 1 Heppnin verður með yður og fjárhagur yðar verður glæsi- | legri en nokkru sinni fyrr. M W - 22. MAl — 21. JÚNl Krabbamerkið: Það er mikill hraði og annríki í lífi yðar um þessar mundir, en þér skuluð gæta þess að hafa ekki of mörg járn f í eldinum í einu. Þér eruð starfsamur og einmitt þess vegna j næðuð þér glæsilegri árangri ef þér einbeittuð yður að í einu verkefni í einu. Mjög hamingjtíríkt einkalíf. 22. JÚNl — 22. JÚLl Ljónsmerkiö: I þessari viku megið þér búast við að lenda á öndverðum meið við húsbónda yðar og starfsfélaga, og það benda allar líkur til þess að þér hafið því miður ekki réttinn yðar megin. Játið mistök yðar í tíma og gerið ekki þá skissu að halda vitleysunni til streytu. 23. JÚU — j 23. AGÚST J ómfrúarmerkiö: Stjörnurnar eru hagstæðar hvað snertir áform yðar um framtíðina og óhætt að hefjast handa þess vegna. Verið get- ur, að yður þjóðist ný og þetri staða og þér ættuð að at- huga það mál. Gamall vinur yðar biður um hjálp í vand- ræðum sínum. Varizt að liðsinna honum. Hann er sjálfum sér verstur. H > 24. AGÚST— 23. SEPT. V oaarskálarmerkið: Ovenjulega góð vika fyrir flesta, sem fæddir eru undir Vogarskálarmerkinu. Meðvindur og heppni á flestum svið- um, og þér getið lofað öllum áhyggjum að hvíla í friði um sinn. I erfiðu málið hittið þér á að gera hið eina rétta og hljótið mikið hrós fyrir. | 24. SEPT. — í 23. OET. SporðcLrekamerkið: Þér megið til með að reyna að hrista af yður slenið og j hressa yður við. Nú er vor í lofti og raunar kominn sumar- dagurinn fyrsti fyrir nokkru. Þessi vika býður yður upp j á fjölmörg tækifæri og þér getið til dæmis rétt við fjárhag yðar, ef þér farið rétt að. Km' |L iclv* J j 24. OKT. — í 22. NÓV. B o gmannsmerkið: -Þér hafið haft miklar áhyggjur út af alls kyns slúður- \ sögum um yður og einkalíf yðar. Látið þær sem vind um eyru þjóta. Lofið fólkinu að blaðra eins og það hefur lyst til, en haldið áfram að vinna ótrauður að settu marki. Þá fer allt vel. j 23. NÓV. — 1 21. DES. Steingeitarmcrkið: Þér fáið sjaldgæft tækifæri í vikunni, en eingöngu ef þér hagið yður rétt og skynsamlega. Hræðist þó ekki að leggja út. í ofurlitla tvísýnu. Menn læra líka af óheppn- inni og því sem illa fer og jafnvel meira en þegar vel gengur. Laugardagurinn verður minnisstæður. 1 22. DES. — 1 20. JAN. Vatnsberamerlciö: Hver atburðurinn rekur annan í þessari starfsömu og hröVa viku. I’ér hafið kastað af yður sleni og drunga skamm- degisins og eruð fullur af bjartsýni og starfsorku. Þér fáið bréf frá vini erlendis, sem annað hvort boðar komu sína eða býður yður að koma til sín. uL 1 21. JAN. — 1 19. FEBR. Fiskamerkiö: Þér verðið að sýna meiri hörku og dugnað í náinni fram- tíð. Þér hafið slakað á að undanförnu, kannski án þess að gera yður það ljóst. Ef heilsan þjakar yður, ættuð þér ekki að hika við að leita læknis. Þessi vika er tilvalin til þess að breyta til og hefja nýtt og betra líf. §8' 20. FEBR. — | 20. MARZ ;

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.