Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1961, Síða 13

Fálkinn - 27.09.1961, Síða 13
Þetta er sag- an um Guðmund kala Gíslason, dekurbarnið, sem í æsku drakk úr silfur- pípu og átti að verða mektar- maður, en endaði líf sitt sem umrenningur hurðina. Hitt er víst, að Sveinn hafði af Guðmundi tinfat eitt mikið. Þá sagði Guðmundur: — Ekki að selja, ekki að gefa, ekki að lána, — það er mitt eigið borðfat, ljá, ljá! Eitt sinn reið Guðmundur út á Akra- nes. Hann barst mikið á, en gerðist ölv- aðui\ þegar líða tók á ferðina. Hann týndi ýmsum gripum á leiðinni, meðal annars keyri sínu. Akurnesingar fengu honum þá graðskötuhala til keyris, og reið hann með hann heim. Ólafur Pétursson smiður kvað langan brag um Guðmund og fléttaði inn í hann orðatiltækjum hans sjálfs. Þess skal getið til skýringa, að Guðmundur kallaði konu sína aldrei annað en „Gribbuna gulskjóttu". Hér eru nokkrar vísur úr bragnum: Hvar sem mig að húsum ber, hæðnir spott mér senda „allt út til enda“. Stikað hef ég staupa hver, stundum tári niður kíkt, „Þessleiðis eða þvíumlíkt1'.. Axlaferan örvagrér, einatt rekur á flótta „gribban gulskjótta“. „Hrukkótt skrukka" í hlykkjum ber, hvort ég skipa eða banna „Anna mín, Anna“. Mál er komið að sjá að sér, samt mun það til lýta „að vera kominn af mönnum og kunna sér ekki að snýta“. Hefi ég lærdóms hatað kver, hvoptinum hringt sem bjöllu „fyrir það fyrst af öllu“. Laungum mislynd lukkan er, lízt mér furða valla, þótt hún hafnað hafi mér, helzt má forþént kalla, vegurinn dauður, virðing þver, „veröld býður kosti tvo“ „einu sinni eða svo“. Árin liðu og eigur Guðmundar tóku að þverra og heilsan að bila. í di'ykkju- slarki sínu hafði hann hlotið slæmt kviðslit. Hann hætti þá búi á Kalastöð- um og skildi við konu sína illa út leikna. Lágu honum allir á hálsi fyrir lúalega framkomu við þessa ágætu konu. Anna fór að Einifelli og var þar húskona. Þegar búi þeirra var skipt fékk hún þá jörð og aðra til, Langholt. Sjálfur hélt Guðmundur Kalastöðum og kotinu. Guðmundur fór með öllum eignum sín- um til Magnúsar Stephensens konferens- ráðs, sem þá var í Viðey. Guðmundi var tekið með kostum og kynjum, enda átti hann Kalastaði og Kalastaðakotið og að auki nokkuð lausafé. Guðmundur skrif- aði bréf þaðan til kunningja síns og nið- urlag þess var þannig: „ . . . lifir á eilíf- um steikum og steikum. Á Sælustöðum. Datum. Ártal. -— Guðmundur Gíslason“. Eftir þetta mun Guðmundi hafa verið fengið verk í hönd og var það að hirða um kál, þvo það og skera. Átti hann að ljúka vissu ætlunarverki á hverjumdegi. Frh. á bls. 28 FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.